Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 37
Eins og fyrr segir, er þaö aöeins elsti sonurinn, sem erfir titil fööur sins við dauBa har .. Hinir synirn- ir hafa engan rélt dl titilsins. Þvi ætti ekki aö vera nema einn greifi eöa barón meö hverju nafni, en ef litiö er I skrár yfir aöalsmenn, kemur I ljós, aö þessi regla hefur veriö margbrotin, þvi þaö úir og grtiir af greifum af þessum staö og barónum af hinum staönum. Auk aöals og falsaöals er til þaö, sem Frakkar kalla hálfaöal, en þaö eru afkomendur manna, sem keypt hafa aöalstitla erlend- is. Frá þvl 1870 fram á daga PIus- ar 12. páfa. (sem lést 1958), var sala á aðalstitlum talsverð tekju- lind I páfagaröi. Venjulega eru „aöalsmenn”, sem þannig eru til komnir, kallaöir rómverskir greifar, en hinn eiginlegi titill þeirra er I lauslegri þýðingu: „greifi af hinni postullegu Latran-höll”, en Latranhöllin I Róm var fyrrum aösetur páfa. Þá hefur smárlkið San Marinó I ttalíu aflað tekna meö þvi að selja titla. Verð á greifatitlum hefur veriö þvi sem næst 10 milljónir islenskra króna, en barónstitill hefur fengist fyrir á sjöundu milljón króna. Sagt er, aö frá ár- inu 1857 hafi ekki nema 50 titlar selst. í heimsstyrjöldinni fyrri féllu margir þeir, sem rétt höfðu til aöalstitils, og heföi ættin þannig átt aö deyja út sem slik og aöals- nafnbótin að hverfa. Til aö svo yröi voru sett sérstök lög þess efnis, aö börn kvenna af þessum ættum fengju aö taka upp upp- runalegt nafn móöur sinnar og hnýta þvl aftan viö fööurnafniö. Aöalstignin átti þó ekki aö fylgja nafninu — en margir hafa fremur kosiöaðhampa „fína” nafninu en sinu raunverulega nafni. 1 frönskum lögum er ekkert, sem bannar, að hver sem er taki upp aðalstitil og láti skrá hann. Skráning á nafni eða titli hjá dómsmálaráöuneytinu kostar um 35 þúsund krónur, en aö henni lok- inni er hægt aö láta skrá titilinn á nafnsklrteini sem hlut nafns. Réttbornum aöli sárnar mjög þessi afstaða rikisins og uppi- vöösla falsaðals, og til þess aö reyna aö sporna viö þessu og vernda tign slna stofnuöu sannir aöalsmenn samtök franskra aöalsmanna áriö 1932. Þau eiga aö standa vörö um aöalstignina, stuöla aö kynnum milli aöalbor- inna fjölskyldna, standa fyrir hvers konar félagslegri og fjár- hagslegri aöstoö viö meölimina og veita ungu efnilegu aöalsfólki námsaöstoö. En hvernig er nú hægt aö vita, hver er I raun og veru aöalborin og hver ekki? Þaö er ákaflega erfitt, þvi engar tæmandi skrár eru til yfir þetta, þrátt fyrir fjölda bóka um aöalsmenn og fjölskyld- ur, sem eiga skjaldarmerki. En siðar á þessu ári er væntanleg bók, sem á aö hafa aö geyma lista yfir alla sanna aöalsmenn i Evrópu, og er hennar ekki beöiö meö minni eftirvæntingu meöal falsaöals en hins sanna aöals.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.