Vikan

Tölublað

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 42

Vikan - 01.05.1975, Blaðsíða 42
SYSTIR LIV ULLMANN Norska leikkonan Liv Ullmann, sem allir þekkja úr Þáttum úr hjónabandi, Vestur- förunum og fjölda annarra kvikmynda, sem sýndar hafa verið hér á landi, á syst- ur, sem er tveimur árum eldri en hún. Systir leikkonunnar er fimm barna móðir og býr i Þrándheimi. Fyrir nokkru átti blaðamaður tal við hana um, hvemig það er að vera sýstir frægrar kvikmyndaleik- konu. MER FINI „SYST Augun, brosið, persónutöfrarn- ir, llflegt andlitið. Enginn vafi leikur á þvl, að hún er Ullmann. Bitten Ullmann öje, systir Liv Ullmann, er tveimur árum eldri en Liv. Hún hefur ætið haldið sig frá sviösljósinu og ljósmyndavél- um blaðamanna. Þegar Liv valdi leiksviðið, valdi Bitten að eignast mann og börn með honum og búa I Þrándheimi. En hún hefur ekki siður mikið á sinni könnu en systir hennar. Daglega verður hún að annast um fimm börn, eiginmann, irskan úlfhund, tvær finkur og einbýlis- hús. t fljótu bragði virðist þetta vera nóg starf fyrir eina konu, en Bitten lætur sér það ekki nægja. Hún tekur virkan þátt I versl- unarrekstri fjölskyldunnar, sem rekur heildsölu, fjórar verslanir og á hluta I gömlu bryggjunum I Þrándheimi. Hvemig fer hún að þessu, án þess að láta það koma niður á heim ilisstörf unum ? — Við höfum skipulagt heim- ilisstörfin. Þrjú elstu börnin sjá um innkaupin, ryksuga, elda kar- töflur og líta eftir litlu systur, sem reyndar er ekki litil lengur, hvert tvo daga I viku. Auk þess kemur þaö I þeirra hlut að viðra úlfhund- inn Troja. A morgnana hjálpumst viö öll að. Hver og einn útbýr sjálfur handa sér nestið, og siðan viö fengum annað baðherbergi, myndast ekki biðraðir lengur. Sá eini, sem fær morgunmatinn á borðið er húsbóndinn, en hann myndi svelta I hel, ef ekki væri smurt handa honum. Umfangsmikill verslunarrekstur — Ég vinn bara hálfan daginn I versluninni, þannig að ég fæ næg- an tlma heima, og ég fór ekki að vinna fyrr en fyrir fjórum árum, þegar yngsta stúlkan var fimm ára. Um það leyti opnaði aðal- fyrirtækið, A/S M.A. Hansens Glassmagasin, fyrstu smásöluna. Síðan hafa þrjár aðrar fylgt I kjölfarið. Lék i barnaleikhúsi Fjölskyldan er stór og hefur margt að sýsla, en llf Bitten er þó mjög frábrugðið lifi kvikmynda- leikkonunnar, systur hennar. — Hefur þig aldrei langað til að feta I fótspor Liv? — Nei, aldrei. Við tókum báðar þátt I starfsemi barnaleikhússins við Þrændalagaleikhúsið, ég i tvö ár, en Liv I þrjú. Þetta var, þegar ég var tólf, þrettán ára, og mér fannst það óskaplega gaman, eins og öllum börnum finnst. En ég fékk aldrei alvarlegan áhuga á leiklistinni. Liv er hins vegar fædd með þessum ósköpum. Hún hefurleikið siðan hún var tveggja ára. Það er dagsatt. Þegar við fórum til Ameriku, var Liv tveggja ára, og þá ,,lék” hún fyrir kvenfélag þar. Mamma fór með okkur á fund, og náttúrlega vor- um við báðar klæddar I okkar flnasta stáss. Allt I einu fór Liv að láta eins og bún hefði misst vitið. Hún hélt þvl áfram i tvo tima — vildi ekki tala, þóttist ekki skilja neitt. Hún bablaði tóma vitleysu og gretti sig. Mamma reyndi að fullvissa konurnar um, að ,,hún væri ekki svona” en það kom að engu haldi. Um leið og við fórum út, hætti Liv þessu, og mamma fór aftur inn með okkur til að sýna konunum, hvernig hún væri I raun og veru. En þá lét Liv aftur eins og fáviti. Hún lék svo i barnaleik- húsinu og með áhugamannaleik- flokkum, þangað til hún ákvað að gerast leikkona að atvinnu. Að þvl hlaut að koma. Hún er fædd leikkona — ekki ég. En börnin mln hafa svolitla hæfileika. Þau hafa leikið I barnaleikhúsinu og staöið sig vel. En ég hef enga trú á þvi, að þau leggi leiklistina fyrir &ig. Yfir sig stolt af Liv. — Er ekki erfitt að vera systir frægrar kvikmyndastjörnu? — Nei, ég er yfir mig stolt af Liv. Og börnin lika. Þeim þykir ó- umræðilega vænt um hana, að ekki sé minnst á Linn — hún er eins og eitt af okkar börnum. Auðvitaö er þetta stundum svollt- ið óþægilegt innan um fólk. En Þrándheimur er ekki svo lltill, að mér finnist ég ganga um og vera „systir Liv”. Viö og við kemur það fyrir, að viðskiptavinirnir segja við mig I búðinni: „Enhvað þú ert lík Liv Ullmann”. Þá segi ég þvi, að ég sé systir hennar, en annars hugsa ég litið um það. — Hittist þið oft? — Ekki eins oft og okkur langar til, ekki lengur. En við tölum oft saman I síma, og samband okkar er miklu betra núna en meðan viö 42 VIKAN 18. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.