Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 6
S VEITAMA BUR INNST INNI Viðtal við Klemenz Jónsson leiklistarstjóra útvarpsins. — Hver voru fyrstu kynni þin af leiklistinni, Klemenz? — Þau uröu með þeim hætti, að þegar ég var viö nám í Kennara- skólanum, kenndi Haraldur Björnsson okkur framsögn. Þetta vakti for'vitni mina og ég hóf leik- listarnám hjá Haraldi og var við það i þrjú ár. Fyrsta hlutverkið lék ég svo i Dansinum i Hruna hjá Leikfélagi Heykjavikur árið 1942. Þetta var mjög litið hlutverk, en nóg til þess, að ég fékk enn alvar- legri áhuga á leiklistinni. Árið eftir var verið að leita að ungum, ljóshærðum manni til þess að leika Andrés, yngsta bróðurinn, i Oröinu eftir Kaj Munk, og ég fékk það hlutverk, sem er töluvert stórt og þýðingarmikiö i leiknum. Þessi sýning var merkileg og minnisstæð að mörgu leyti, ekki vegna þess að ég lék i henni, held- ur vegna mjög góðrar leikstjórn- ar Lárusar Pálssonar, sem einnig lék stórt hlutverk i sýningunni, og leiks Vals Gislasonar i hlutverki föðurins, en fyrir leik sinn i þvi vakti Valur fyrst verulega eftir- tekt sem mikill karakterleikari. Það vakti einnig athygli á sýning- unni, að verk Kajs Munk voru mjög i sviðsljósinu á striðsárun- um, einkum eftir að nasistar myrtu hann árið 1940. — Stundaöirðu leiklistarnám viöar en hjá Haraldi Björnssyni? — Já, ég fór ásamt fleira ungu fólki til náms við Royal Academy of Dramatic Art i London i striðs- lokin. Námið þar stóð yfir i tæp þrjú ár, en að þvi loknu var ég i nokkra mánuði að kynna mér leikritaflutning i útvarp hjá BBC. Þar vann ég meö Felix Felton, sem verið hafði kennari okkar i Royal Academy. Þar á eftir fór ég til starfa i leikhúsi i Farnham i Surrey. Þetta var litið leikhús, og við yngri leikararnir störfuðum aðallega við skiptingar á leiksvið- inu, hvislingar og þess háttar, auk þess sem við lékum smáhlut- verk. En þótt ég ynni þarna, hafði ég ekki atvipnuleyfi, svo að ég átti stöðugt yfir höfði mér, að ég yrði rekinn i burtu. I þessu leik- húsi i Farnham var skipt um leik- rit vikulega, og á laugardags- kvöldutn bárum við út allt, sem tilheyrði leikritinu, sem var verið að hætta að sýna, og inn það, sem nota átti á sviðinu næstu viku. Þessi kvöld rikti svolltið sérstök stemning i leikhúsinu, og lög- regluþjónninn I hverfinu var van- ur að koma og drekka meö okkur 6 VIKAN 19. TBL. kaffi eða bjór, þegar við höfðum lokið vinnu. Eitt kvöldið sagði hann við mig: ,,Það er búið að liggja bréf niðri á lögreglustöð i mánuð, þar sem tilkynnt er, að þú hafir ekki atvinnuleyfi. Ég hef ekkert verið að skipta mér af þessu, vegna þess, að ég þekki þig.” En svo kom auðvitað að þvi, að ég varð að fara. vissa tryggingu og ég lék i tveim- ur af fyrstu verkefnum Þjóðleik- hússins, Fjalla-Eyvindi og Is- landsklukkunni. Auk þeirra var Nýársnóttin æfð þennan vetur og sýnd opnunarkvöldið. Þessi vetur var mjög spennandi timi, og með tilkomu Þjóðleikhússins urðu timamót i islenskri leiklistar- sögu. Bæði kom til mjög bætt að- staða, og auk þess opnaðist möguleiki fyrir leikara að lifa af listgrein sinni. — Þú komst mikið við sögu Leiklistarskóla Þjóðleikhússins? — Já, hann tók til starfa haust- ið 1950, og i fyrstu kenndi ég þar skylmingar, en áður en lauk held ég, að ég hafi verið búinn að kenna þar flestar greinar, nema Með llerdisi Þorvaldsdóttur i Romanoff og Júlíu. — En fékkstu eitthvað að gera i leikhúslifinu, þegar þú komst heim frá námi? — Fyrsti leikurinn, sem ég lék i, eftir að ég kom heim frá námi i Englandi, var Galdra-Loftur, þar sem ég fór með hlutverk Olafs. Frumsýningin var i kringum ára- mótin 1948—1949. Seinna sama vetur lék ég i Hamlet hjá Leikfé- lagi Reykjavikur. Edvin Timrud, þekktur danskur leikstjóri, setti leikinn á svið, en Lárus Pálsson lék titilhlutverkið. Ég og Róbert Arnfinnsson vorum þeir kostu- legu menn Rósinkrans og Gullin- stjarni i þessari sýningu, en við getum aldrei munað, hvor lék hvorn. Haustið 1949 var svo farið að vinna i Þjóðleikhúsinu, en það var opnað 20. april 1950. Ég var ekki fastráðinn þar i byrjun, var á svokölluðum B-samningi með Kotstrandarkvikindið i Lénharði fógeta. Þjóðleikhúsið 1953. Tamis i Tópaz. Þjóðleikhúsið 1954.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.