Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 17
djarfur i framgöngu og heiðarleg- ur, jafnt i hjarta sem háttum. Þú ert eins og ég vil að þú sért — en þvi miður ertu ekki til nema i huga minum. En þótt þú sért ekki annað en afsprengi imyndunar minnar, og þótt ég eigi aldrei eftir að hitta þinn lika, þá ertu mér kærari en sá, sem ég er lofuð. Þú ert stöðugt i huga mér. Mig dreymir þig. Ég tala við þig af öllum hug minum og hjarta og óska þess, að þú værir ekki aðeins til þar. Elskan min. Góða nótt. Ég vona, að þig dreymi mig. Ég er þin af öllu hjarta, Helen.” Neðst á siðunni stóð skrifað — eins og henni hafði áreiðanlega veriðkenntiskólanum —: Ungfrú Helen Elizabeth Worley, Brook- lyn, New York. Ég starði á bréfið, og nú var mér ekki lengur hlátur i hugyfir þessu skerandi neyðarópi stúlkuhjarta frá löngu liðinni tíð. Nóttin er undarlegur timi, þeg- ar maður er einn og allir aðrir sofa. Ef éghefði fundið þetta bréf að degi til, heföi ég brosað að þvi, sýnt það vinum minum og siðan gleymt þvi. En nú, er ég sat hér einn við hálfopinn gluggann, gat ég ómögulega séð stúlkuna, sem skrifað hafði bréfið, fyrir mér sem gamla konu, kannski löngu dána. Meöan ég var aö lesa bréf henn- ar, stóö hún mér lifandi fyrir hug- skotssjónum. Hún sat hér með penna I hönd, i siðum gamaldags kjól, með uppsett hár. Og hún hafði átt heima hér skammt frá. Ég hafði leyndarmál hennar fyrir framan mig — og hjarta mitt var sem opið fyrir vonlausu ákalli hennar, sem braut i bága við þann tima og það rúm, sem hún liföi i. Ég er að reyna að útskýra, hvers vegna ég svaraöi þessu bréfi., Þarna I myrkri vornætur- innar fannst mér ekkert eðlilegra en opna blekbyttuna, taka mér penna I hönd, slétta úr gulnaðri pappirsörk og byrja að skrifa. Mér fannst ég væri að skrifa raunverulegri stúlku: „Helen. Ég var að ljúka við að lesa bréfið i leyniskúffunni i skrif- borði þinu, og ég vildi, að ég sæi einhver ráð til að hjálpa þér. Ég veit ekki, hvað þér fyndist um mig, ef ég hefði einhver tök á að komast i samband við þig. En ég er viss um, að þú ert manneskja, sem éghefði gaman af að þekkja. Ég vona, að þú sért falleg — þú þarft þess þó ekki endilega — og ég held, að þú sért stúlka, sem mér gæti geðjast að, kannski mjög vel, og ef svo væri, yrði ég þér tryggur og ástrikur. Þvi lofa ég- Gerðu þitt besta; hvar sem þú ert, Helen Elizabeth Worley. Ég næ ekki til þin og get ekki hjálpað þér. En ég ætla að hugsa um þig. Og kannski dreymir mig þig lika. Þinn Jake Montague.” Ég brosti svolitið kjánalega, þegar ég skrifaði nafn mitt undir bréfið, þvi ég var viss um, að ég myndi rifa það, þegar ég læsi það yfir. En ég fleygði þvi ekki Nóttin hafði enn sik tök á mér, að ef ég fleygöi bréfinu, yrðu þessi skrif min tilgangslaus og kjánaleg. Það, sem ég gerði, var þó kannski eqn kjánalegra. Ég braut bréfið saman, setti það I eitt af umslögunum og lok- aði þvi. Siðan dýfði ég pennanum i gamalt blekið og skrifaði: Ung- frú Helen Worley. Ég get ekki skýrt þetta á nokk- urn hátt. Þú hefðir orðið að vera þar sem ég var, haldinn sömu til- finningu og ég, til að geta skilið þetta. Mig langaði til að koma bréfinu i póst. Ég hætti alveg að reyna aö hugsa skynsamlega, þvi ég var staðráðinn i aö halda áfram eins langt og ég kæmist á þeirri braut sem ég var lagöur af stað eftir. Fyrir tveimur árum, þegar for- eldrar minir fluttu til Flórlda og mamma tæmdi gamla húsið, sem éghafði alist upp I, sendi hún mér stóran kassa með alls konar gömlu dóti: Myndum, gömlum barnabókum, skátaborðum og gömlum frimerkjum. Nú tók ég fram kassann, sem ég geymdi i skápnum á ganginum, og fann gamla frimerkjaalbúmið mitt. Það er skrýtið, hvernig sumt festist manni i minni. Meðan ég stóð fyrir framan skápinn, fletti ég albúminu, þar til ég kom að frimerkjum, er ég mundi, að ég hafði keypt af öðrum strák fyrir peninga, sem ég hafði unnið mér inn með þvi að slá gras. Þarna voru þau enn — tvö tveggja senta bandarisk frimerki frá 1869. Nú fór um mig sama til- finningin og þegar ég hafði keypt frimerkin. Þetta voru falleg frimerki, með skrautlegum köntum og örlitilli mynd I miðjunni af bréfbera á hesti sinum. Að þvi er ég best vissi, voru þessi frlmerki mjög verðmæt, einkum þar sem þetta var sett. Þegar ég var sestur við borðið, reif ég annað þeirra frá, sleikti bakhliðina og límdi það á gulnað umslagið. Ég hafði ekki hugleitt málið lengra —- en nú var ég I eins konar leiðslu. Ég stakk gömlu blekbytt- unni og pennanum i rassvasann, tók bréfið og fór út. Það var áhættusamt að ganga einn um götur um miöja nótt, en nú komst ekkert annað aö hjá mér en koma bréfinu i póst. Slðar átti ég eftir að hugleiða, hvort eðli erindis mins heföi á einhvern hátt veitt mér vernd. Brock Place var autt, bílarnir kyrrir á bllastæðunum og þakið á stóra verslunarhúsinu bar við tunglskinsbjartan himininn. Brátt var ég kominn að gamla húsinu, handan við skósmlða- vinnustofuna. Ég stóð i nokkurri fjarlægð frá brotnu smiðajárnsgrindverkinu, og starði á húsið. Þakið var horfið og innréttingarnar allar sundur- tættar, lágu á víð og dreif um garöinn. Gluggar og hurðir höfðu veriö teknar, en veggirnir stóöu enn, og yfir þeim var ákveðin reisn. Ég gekk inn um það, sem einu sinni hafði verið hlið, og eftir mosagrómnigangstéttinni. Þegar ég kom að fordyrinu, kom ég auga á húsnúmerið, grafið I tré. Ég tók fram blekið og pennann, og fyrir neðan nafnið á umslaginu skrifaði ég 972, Brock Place, Brooklyn, New York. Siðan gekk ég aftur út á götuna með bréfið I hendinni. Það var póstkassi á næsta götu- horni, og ég staðnæmdist við hann. En þegar ég hugleiddi að ef ég setti Öréfið I póstkassann, myndu örlög þess verða að hafna á pósthúsinu með ummælunum „flutt” — fannst mér bréf mitt verða einskis virði. Eftir stundar- korn hélt ég áfram, gekk yfir göt- una, beygði til hægri og nú vissi ég alveg, hvað ég ætlaði að gera. Nokkrum minútum siðar klöngraðist ég upp slitnar stein- tröppurnar á Wister-pósthúsinu. Það hlýtur að vera það elsta i hverfinu, liklega byggt fljótlega eftir borgarastriðið. Og ég get ekki imyndað mér, að það hafi tekið miklum breytingum innan- dyra á þessum tima. Gólfið er úr marmara, það er hátt til lofts, og innréttingar eru úr dökkum; útskornum viði. For- dyrið er opið allan sólarhringinn, og þegar ég hafði ýtt vængjahurð- unum til hliðar sá ég, að það var tómt. Einhvers staðar i fjarska, bak við ógegnsæja gluggana, var ljóstýra, og ég hafði á tilfinning- unni, að þar færi fram eitthvert laumuspil. En i fordyrinu var þögn og myrkur, og þegar ég gekk eftir slitnu gólfinu, vissi ég, að það, sem ég sá, var það, sem ibúar Brooklyn höfðu séð, mann fram af manni. Ég ýtti á slitna koparlokuna og stakk bréfinu inn um rifuna. Það hvarf, hljóðlaust. Siðan sneri ég heim á leið, ánægður með að hafa að minnsta kosti gert allt, sem I minu valdi stóð, til að svara hinu þögla neyð- arópi, sem ég hafði fundið i skrif- borðsskúffunni. Morguninn eftir var mér innan- brjósts eins og flestum væri llk- lega undir svipuðum kringum- stæðum. Þegar ég var að raka mig fyrir framan baðherbergis- spegilinn og hugsaði til þess, sem gerst hafði, glotti ég kjánalega, en var samt innst inni ánægður með sjálfan mig. Ég var ánægður með að hafa skrifað bréfið og komið þvl I póst, og nú gerði ég mér ljóst, Jhvers vegna ég hafði ekki sett heimilisfang sendanda á umslagið. Mig langaði ekki til að fá þaö endursent með „þessi manneskja fyrirfinnst ekki”, eða hvað það nú er, sem pósturinn stimplar á svona bréf. Þessi stúlka hafði einu sinni verið til, og i nótt haföi mér fundist hún vera til. Mig langaði ekki til að fá bréf mitt út- stimplað, útkrotað og óopnað, til að sýna mér fram á, aö hún væri ekki til.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.