Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 25
mS IMINAMATA 9 I I I Shinobu Sakamato/ númer 108/ nítján ára og hálflöm- uð frá fæðingu/ ásamt móður sinni stuttu áður en þær héldu á umhverfis- málaráðstefnu í Stokkhólmi. Þriðja hvert barn er and- lega vanheiit. Kvika- silfurseitrunin skaddar miðtaugakerfið. Heili sjö ára stúlku vó aðeins 600 grömm og heili átta ára drengs 870 grömm, þegar þau dóu. 1200 grömm hefði verið eðlilegt. Til viðmið- unar er mynd af heila full- orðins manns, sem vó 1440 grömm. V ;• 'i& > - ..VSf „Við hörmum að hafa valdið öllum þessum þján- ingum", sagði framkvæmdastjóri Chisso í Minamata fyrir réttinum. Að dómsuppkvaðningunni lokinni kröfðust fórnar- lömb Chisso þess, að framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar i Minamata, Isamu Yamane, krypi fyrir réttjnum. flokkur tvö, þriðja stig. Þegar Eiishi var fjögra ára — hann var að leika sér i augsýn móður sinn- ar — komu fyrstu einkennin i ljós: Drengurinn fór að stynja, hann missti jafnvægiö og datt nokkrum sinnum kylliflatur. Nú er Eiishi oröinn 23ja ára og liggur stundum vikum saman hreyfingarlaus i rúminu. Stundum er eins og hann fái minnið nokkra stund. Þegar hann rankar þannig við sér, hreyfir hann handleggina eins og mylluvængi um tima og muldrar eitthvað óskiljanlegt. Númer 105, Masaaki, fæddist 1958. Þegar hann var að verða þriggja mánaða, úrskurðuðu sjúkrahússlæknarnir, aö hann væri með heilalömun. Móðir hans var stöðvuð, þar sem hún var meö hann á leið til strandar og ætlaði aö fleygja honum i hafiö, þaöan sem veiki hans kom. Vöðvar Masaakis eru svo veik- burða, aö hann getur hvorki haldiö höfði né hreyft þaö af sjálfsdáðum. Hann hefur aldrei grátið, aldrei sýnt nein viðbrögð viö hávaða. Eftir áralanga þjálf- un er hann orðinn fær um að sitja einn. Minamataveikinefndin úr- skurðaði hann í fötlunarflokk eitt, annað stig. Ljósmyndarinn Eugene Smith hefur tekið myndir af öllum fórnarlömbunum. Hann er nú 56 ára og var áður fréttaritari Life og Newsweek. Hann fór til Mina- mata árið 1971 til þess aö skýra umheiminum frá óhamingju fólksins þar og lýsa þessu mikla mengunarhneyksli i myndum. Myndir Smiths sýna hæfileika fórnarlambanna til að berjast og þrauka mitt i þjáningunni. Smith fylgdist einnig með starfi fiskimannsins Terua Kawamoto, sem stofnaði samtök til að berjast fyrir rétti fórnarlambanna. Hann tók myndir af öllum fundum sam- takanna og öllum mótmælaað- gerðum þeirra. Þann sjöunda janúar 1972 mótmælti Kawamoto og félagar hans fyrir framan hlið efnaverk- smiðjunnar. Smith var þar meö myndavélina og tók myndir, þegar sex menn i einkennisbún- ingum „varðliða verkamanna, sem eru tryggir hag fyrir- tækjanna” réðustá mótmælendur — bersýnilega i þeim tilgangi að gera þessi óþægilegu vitni skað- laus. Smith hélt áfram að taka myndir, þangað tii höggin fóru að dynja á honum, myndavélin var rifin af honum og henni fleygt I götuna. Sparkað var i punginn á Smith, svo að hann engdist sundur og saman á jörðinni. Þá tóku fjórir „verkamenn tryggir fyrirtækjunum” i hendur hans og fætur, sveifluðu honum fram og aftur eins og poka, og fleygðu honum á hnakkann á malbikið. Annað auga hans skaddaðist al- varlega. En Smith lét ekki staöar numið, heldur hélt áfram að taka ljós- myndir. Og þegar hann sjálfur gat ekki tekið myndir, geröi konan hans Aiieen, sem þá var tuttugu og eins árs, það i hans stað. Alls tóku þau i kringum 20.000 myndir. Þar er að finna staðfestingu á þjáningum, sem franski blaöamaðurinn Fernard Gigon likti við martraöir kjarn- orkusprenginganna i Nagasaki og Hirosima i bók sinni um Mina- mata. 19. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.