Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 28
ÆTTARC SANDRA SHULMAN Þrekvaxinn, dökkhærBur mað- ur gekk fram fyrir hópinn. — Þér taliB alveg eins og faBir yBar, ungfrú. En ég vona, að þér séuB ekki sama sinnis og hann. — SegiB mér, hvers þér óskið, sagBi Maxine. Hiln tók sér vara á þvi aB láta sjá á sér nokkra kven- lega linkind. Ef hún gerði það, fengi þetta fólk strax vald yfir henni. — Við komum hingað i kvöld, eftir fund, sem haldinn var i þorp- inu, sagði maðurinn. — Ungfrú, þér eruð hvorki nógu reynd eða sterk til að reka þetta bú. Þér eruð aðeins ung stúlka og i ofan- álag útlendingur, en við erum ekki hingað komin til að ásaka yður um gerðir forfeðra yðar. En við biðjum yður að selja eignina einhverjum, sem getur rekiö svona umíangsmikið bú. Ef herra Rondelle væri eigandinn, myndum við að minnsta kosti hafa nóg að bíta og brenna yfir veturinn. Eins og sak- ir standa núna, eigum við á hættu, aö börnin okkar deyi sultar- dauða.... Þessi ófrjóa jörð gefur ekki einu sinni af sér nægilegt korn til að halda I okkur lifinu. Augu hennar urðu rök af með- aumkun, og hún hugsaði: — Það er að sjálfsögðu þrjóska og hroki af minni hálfu að vilja halda dauðahaldi i akra, sem ég hefi ekki nokkra von um að geta rækt- að að gagni. En nafn mitt er Bertran, og þess vegna er ég þrjósk og neita að gefast upp að svo stöddu. Ef ég sel Rondelle Arlac, þá er það sennilegt, að hann myndi geta gert eitthvað til að rækta jörðina.... En svo sá hún fyrir sér turnana fjóra. Þaö lýsti af þeim nú, eins og endranær, og það jók henni kjark á ný. — Ég skal með einhverju móti fá vinviðinn hér á Arlac til að vaxa á ný, sagði hún fastmælt. — Þó að það kosti mig lifið, læt ég ekki hrekja mig héðan, þetta er heimili mitt og mitt siðasta orð.... Nú heyrðist lágt tuldur I mann- fjöldanum, en það var aðeins andartak, raddirnar urðu bráö- lega háværari, og eitt andartak varð hún hrædd um þeir myndu fleygja logandi kyndlunum inn I forsalinn. En þá heyrði hún ákveðna rödd fyrir aftan sig. — Þið heyröuð, hvað hallarfrúin sagöi. Fariö aftur heim til ykkar, ég ætla að hjálpa henni með ráðum og dáð. Fólkið fór aö mjakast frá hús- inu, og Hubert læsti dyrunum að baki þeirra. Þegar Maxine sneri sér við, sá hún Gaston Rondelie. Hún sá I flöktandi ljósinu, að hann var reiðilegur á svip. — Eruð það þér, sem standiö á bak við þetta? spurði hún. — Nei, Maxine. Ég get lagt eið að þvi, að svo er ekki, ég bað ekki fólkið um að koma hingað. — En þér hafið óneitanlega mikla ágirnd á eigum minum! — Öneitanlega gæti ég þegið að vera stærsti landeigandinn i þess- um landshluta, svaraði hann hreinskilnislega. Rondellefjöl- skyldan hefur alltaf haft augastað á Arlac... jafnvel eftir'að vatnið hvarf. Annette, Paul og Eustace voru að drekka kaffi i dagstofunni. Þau litu öll spyrjandi á Maxine, þegar hún kom inn með Rondelle. Maxine sagði, róleg og ákveð- in: — Ég kom þeim i skilning um, að ég færi aldrei héðan, hvað sem fyrir kemur. Ég yfirgef ekki Arlac. Það varð dauðaþögn eftir þessi orð hennar. En svo gaggaði Annette: — Ó, það er svo heitt hérna! Maxine, við skulum koma út á veröndina. Maxine stóð upp. Hún greip feita hönd Annette, og þær gengu út saman. Það var mjög dimmt, myrkrið lagöist yfir eins og flauelsá- breiða. Konurnar tvær gengu fram og aftur og röbbuöu saman. Eftir svolitla stund fór Annette að geispa. — Maxine min, ég held ég verði að koma mér i rúmið. Loftiö er eitthvað svo þungt og lam- andi.... C, ef við gætum aðeins fengið regn! Maxine brosti. — Ég er þér hjartanlega sammála. Faröu bara inn, Annette, ég ætla að vera hér svolítiö lengur. Góða nótt. Maxine gekk lengra inn i skuggana við hallarmúrinn. Hún starði út i myrkriö og vonaöi næstum, aö það gleypti hana, svo að hún losnaöi við allan þennan ótta og efa.... En allt I einu var þessi dauöa- þögn rofin. Það var eins og hún sæi þúsund stjörnur. Hún fann kalda fingur læsast um hálsinn á sér aftan frá. Það var gripið svo fast um barkann, að henni fannst allt loft tæmast úr lungunum. Maxine skynjaöi óljóst, aö þetta væri dauðinn, endalok alls, en lik- ami hennar baröist fyrir lifinu. Hún fann, að þessar sterku hend- ur voru klæddar silkihönskum. Andartak gat hún losað sig og rak úpp skerandi óp. Hún heyrði þetta dýrslega öskur og gat varla imyndað sér, aö þaö kæmi úr sár- um barka hennar sjálfrar. Hendurnar þrýstu aftur að hálsi hennar, en ópið endurómaði I loft- inu... hún heyrði, aö einhver var á hlaupum.... ljós var kveikt I glugganum rétt fyrir ofan hana.... og árásarmaðurinn hvarf út I myrkrið. Paul og Gaston komu hlaup- andi, og einhver hafði kveikt á ollulampa. Báðir voru klæddir sloppum og höfðu greinilega verið á leiðinni I rúmið. Þeir störðu, furðu lostnir, á náfölt andlitiö á Maxine og rauðu flekkinaá hálsi hennar.Hún átti erfitt um andar- drátt og hriðskalf, þegar Paul bar hana inn i dagstofuna. — Það reyndi einhver að myrða mig, sagði hún. Einhver ætlaði að drepa mig. Hubert kom i ljós f dyragætt- inni, og hann var svo kátbrosleg- ur með nátthúfuna, að Maxine fékk taugaveiklunarlegt hlátur- kast. Gaston hélt vinglasi upp að vör- um hennar, en hún gat aðeins drukkið nokkra dropa, vegna þess að kverkar hennar voru svo sár- ar, að hún gat ekki kyngt. Paul hljóp upp á loft til að sækja móöur Sina, og Annette kom æðandi með lyktarsalt, sem hún hélt upp aö vitum Maxine. Annette var lika i sloppi........................ með rúllur i hárinu. Hubert greip riffil og æddi út til að reyna að finna árásarmanninn. — Hvað hefur komið fyrir? spurði Eustace Clermont, sem kom inn i þessu, lika fáklæddur, hann hélt á logandi kerti. — Ég var aö lesa, þegar ég heyrði allan þenna hávaöa. Hvað gengur eig- inlega á, eru bændurnir komnir aftur? Maxineleitbiðjandiá Rondelle, og hann sagði, að einhver heföi gert tilraun til aö myröa hallar- frúna. — En þaö er bókstaflega hneykslanlegt! þrumaði Clermont. — Gaston, heldurðu, aö það hafi veriö einn bændanna? Þekktir þú þessa mannfýlu, Maxine. Hún hristi höfuðiö og starði i lófa sér, en hún hélt á einhverju, sem hún hafði rifiö meö sér i of- boöinu. Það var leðurhnappur og nokkrir þræöir af grænu tvidefni. Þau hin horfðu lfka á þetta. — Þessi hnappur er af karl- mannsjakka, sem ég hefi oft séö, sagði Maxine, eins og I leiöslu. — Já, sagöi Paul. — Ég kannast lika við þetta. Ég þekki Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumal á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. PaydoiA^, \'ouu±obus K LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656 28 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.