Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 31
hugsað mér aö kaupa af ekkju hans.... — Eða kvænast henni, tók hún fram f fyrir honum. — Getur verið, viðurkenndi hann. — En... Blanche var að visu fögur kona, en hún var ekki bein- linis sú kvengerð, sem ákjósanleg væri til að standa fyrir stórbúi i sveit. Hún var likari gróðurhús- blómi, en þér.... — Já, hverju likist ég? — Villirós, sagði hann einfald- lega, — en þakin þyrnum. — A ég að taka þetta sem gull- hamra eða móðgun? spurði Maxine brosandi. — Þér skuluð ekki gera gys að mér. Hlustið heldur á það, sem ég hefi að segja. Eins og við vitum, vildi ég gjarnan kaupa Arlac af yður, en þaö er tilgangslaust að tala um það, jafnvel þótt það sé vonlaust fyrir yður að reyna að rétta búið við En nú vil ég bjóða yður nafn mitt og vernd... Maxine, viljið þér verða konan min. Þér getið lifaö góðu lifi á Hondelle. Ég skal taka að mér reksturinn á Arlac, og við getum látið vínræktina eiga sig. Við get- um frekar snúið okkur aö hesta- rækt í stórum stil. Ég skal lika reyna að verða sem faðir bróður yðar. Hann venst mér meö timan- um. Þér getið oröið mjög ham- ingjusöm á Rondelle. Hann leit á hana, ástriku augnaráði. — Það er jónsmessu- kvöld i kvöld, Maxine, það er mjög ákjósanlegt kvöld til að opinbera trúlofun okkar. Maxine, ég elska yður... Maxine varð alveg stjörf. Hún vissi ekki, hvernig hún átti að taka þessu bónorði. Hún bar frek- ar hlýjar tilfinningar til Gastons Rondelle, en á hinn bóginn treysti hún honum ekki fullkomlega og hafði hann grunaöan um, að eitt- hvað annaö en ástin ein væri á bak við bónorð hans. En hún vildi halda frið við hann, hana langaði ekki til að búa viðnágrannakrit i framtiðinni. Hún varö samt að koma i veg fyrir það, að atvik eins og þetta endurtæki sig, i eitt skipti fyrir öll. Hún sneri sér þvi að hon- um og sagði mjög fastmælt: — Ég þakka yður fyrir gull- harmrana og yðar góða boð, en ég held, að okkur myndi aldrei semja vel i hjónabandi, i fyrsta lagi vegna þess, að ég elska yður alls ekki. Ég vil umfram allt, að við verðum góðir vinir framvegis, en þér skuluð ekki hugsa um ann- að samband okkar á milli. Þér hafiö vonandi kynnstmér þaö vel, að þér vitið, að ég skipti ekki um skoðun. Og svo þeysti hún i burtu, en áð- ur en hún sneri við, sá hún, að svipur hans var afmyndaður af særðu stolti og bræði... og kannski vonbrigðum líka. Maxine reið greitt, og um leið og hún kom að innri brúnni, sá hún, að Roland beið hennar þar. Hann var ennþá svipþungur. — Hvað vildi hann þér? Vildi hann kaupa Arlac? — Já, Roland, þú veist vel, að hann vill ekkert frekar, en það er tilgangslaust fyrir hann að ræða þati mál. Arlac er. alls ekki til sölu. Það verðurerfitt næstu árin, en bráðum verður þú svo stór, aö þú getur staðið mér við hlið, og okkur tekst ábyggilega að finna einhverjar leiðir. En nú skulum við koma inn og hvila okkur fyrir kvöldið. Það var dauflegt við matborðið. Hubert þjónaði þeim til borðs, sennilega vegna þess að Eulalia var að undirbúa sig fyrir kvöldið. Maxine hafði orðið vör við eftir- væntingu hjá þjónustufólkinu. Mæðginin voru jafnvel ennþá fýlulegri en venjulega, og Eustace Clermont virtist hugs- andi, en þegar Maxine leit upp, fann hún vökul augu hans hvfla á sér. Maxine fór ekki inn I dagstof- una, en baö Roland að biða sin niðri, hún ætlaði að ná i yfirhöfn. Henni var hálf órótt, hefði helst ekki viljað fara með drenginn upp aö bálásnum, vegna þess að hún var hrædd um að hann yrði fyrir aökasti frá þorpsbúum, svo að hún reyndi að draga timann á langinn, vildi helst, að búiö væri að tendra bálið, þegar þau kæmu, það myndi leiða frá þeim athygl- ina. En þegar hún kom upp i her- bergið sitt sá hún að báliö hafði verið tendrað, svoliún flýtti sér út að glugganum til að viröa það fyrir sér, en sá þá sér til skelfing ar, að það logaði viðar en i bál- kestinum; eldurinn hafði -strax læst sig i skrælþurra vinstokkana og breiddist óðfluga út. Hún þaut niöur og hafði það eitt i huga að finna Roland, en kom hvergi auga á hann. Hubert kom hlaupandi á leið sinni til dyra, og hann kallaði til hennar um leið og hann þaut út: — Herra Clermont fór með Roland niður I kjallara. Dyrnar að kjallaraganginum voru opnar. Maxine hafði sjaldan farið niður i kjallaraganginn, en Vogar- merkið 24. sept. — 2.2. okt. 1 þessari viku gerast heil ósköp. Kannski flytur þú búferlum, kannski skiptir þú um vinnu, skóla, eða þú eignast nýja vini. Hvað af þessu, sem hendir þig, skaltu halda rósenii þinni. Það er heillavænleg- ast. Dreka- merkiö 24. okt. — 22. nóv. Þú verður hissa á að uppgötva, hve mikla gleði og friðsæld góöur vinur getur veitt. Þú hefur verið tortrygg- inn og á báðum áttum, en nú sérðu hvað að þér snýr og efast ekki lengur. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Nú stendur yfir at- burðarikt timabil, en það krefst lika mikils af þér. Þér finnst þú veröa að gleyma á- hyggjunum af með- bræðrum þinum, en mundu, að það er vis- asta leiðin til and- varaleysis og uppgjaf- ar. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Þér finnst þú hafa barist hart og af öllum kröftum, en baráttan hafi verið til einskis. En þclta litur bara út fyrir að vera svo. Sig- urinn er á næsta leiti. Gleymdu ekki að hlusta á ráðleggingar eldri vinar þins varð- andi helgina. Vatnsbera- merkið 21. jan. — 19. febr. Þig hefur lengi langað til að verða ástfang- inn. ()g nú er komið að þvi. Ytri kringum- stæður eru kannski ekki upp á það allra besta. en þetta verður ekki siður spennandi þess vegna. Fiska- merkið 20. febr. — 20. mari Kiskarnir. Þú hefur orðið fyrir minni háttar óheppni. en sem betur fer hefur það ekki alvarlegar afleiðingar, heldur þvert á móti. Oheppn- in hefur i för með sér e i 11 h v a ð m j ö g skemmtilegt og nyt- samlegt. 19. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.