Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 37

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 37
tæki. Mikil gagnrýni hefur komiö fram á Félag íslenskra hljóöfæra- leikara af hálfu popptónlistar- manna lengi vel. Þykir þeim Félagiö standa slælega að mál- efnum þeirra. Og Fjóla haföi sitt aö segja um málið. „Það má alveg segja það beint út. FIH gerir sama og ekkert fyrir okkur. Eina hlutverk FtH, sem okkur er að gagni, er milli- ganga um atvinnu á Keflavíkur- flugvelli. Fram að þessu höfum viö engin itök haft i stjórn félags- ins, en liklega er það einungis fyrir framtaksleysi okkar sjálfra. En nú eigum við tvo góða menn i stjórninni, og vonandi fer þetta að ganga eitthvað betur. En það virðist dálitið stirt ennþá a.m.k.” Og annaö mikilvægt mál, sem verið hefur á döfinni að undan- fömu, er viðurkenning Félagsins á róturum sem fullgildum með- limum FIH. Hvað hafði Fjóla um það að segja? „Jú þetta er alveg satt. Þetta hefur verið lengi á stefnuskrá allra eða flestra popphljóm- sveita. Demant h.f. tók málið upp fyrir okkur, og árangurinn hefur þegar komið i ljós. Rótarar hafa verið viðurkenndir sem meðlimir FIH. Fram að þessu, þegar hljómsveitir hafa ráðið sig i vinnu samkvæmt kauptaxta FIH, hafa þær þurft að greiða róturunum kaup af sinu kaupi, auk þess að borga bilkostnað, sem oft á tiöum er nokkuð mikill. Þegar búið er að borga þetta, verður okkar kaup eðlilega undir taxta.” Varla er hægt að taka viötal við hljómsveit öðru visi en að ræða örlitið starfsvettvang hennar. Hvaöa skoðun hafði Fjóla á þvi málefni? „Viö höfum litið sem ekkert fólksins. Meðan við erum ekki með meira frumsamið' efni, er fólkið, sem kemur að hlusta á okkur, okkar verkstjóri. Við erum bara iðnaðarmenn. Nú þegar verksjórann skortir verksvit, þá höfum við oftast reynslu til að bæta það upp, svo að þetta gengur bærilega, svo lengi sem við tölum sama málið.” Eftir að hafa hlýtt á leik Fjólu eina kvöldstund, fer ekki á milli mála, að hér er á ferðinni ung og upprennandi hljómsveit. Innan vébanda hennar eru góðir ein- staklingar, sérstaklega er Ragnar Sigurðsson gitarleikari athyglisverður. „Sánd” hljóm- sveitarinnar er með miklum ágætum, og hún nær vel saman. Það veröur gaman að fylgjast með Fjólu, þegar frumsamda efniö fær að njóta sín meir en nú er. Það er og fátitt, aö saxa- fónleikari sé fastur meðlimur i is- lenskri popphljómsveit, en-einn slikur er einmitt i Fjólu. Saxafónn gefur skemmtilegan og ferskan blæ i þeirri tónlist, sem Fjóla leikur, og enginn vafi leikur á þvi, aö Sigurður Long er vaxandi saxafónleikari. Söngur er góöur en bakraddir mættu hafa meiri fyllingu. Fleira væri eflaust hægt að telja upp, en ekkert skyggir samt sem áöur á ágæti þessarar hljómsveitar. Heilræði dagsins: Enginn veröur óbarinn biskup, nema hann eigi páfa fyrir pabba. —es. spilað utan Reykjavikursvæðis- ins. Það þýðir það, að Klúbburinn hér i Reykjavik er helsta um- ræðuefnið. Klúbburinn er upp- fullur fatapakki og alls konar plebbum. Þar á hljómsveit á hættu að komast i ónáð meðal fólksins fyrir það eitt að vera i gallabuxum úr Vinnufatabúðinni, þegar aðalfólkið er i Scorpion gallabuxum eða einhverju svo- leiðis. Þar fyrir utan hefur þetta fólk yfirleitt ekki hundsvit á múslk.” Þab var og. Það er vist best að snúa sér að léttara hjali, svo að þátturinn og hljómsveitin tapi ekki öllum vin- sældum. Hvernig er með lagaval hljómsveitarinnar? „Við reynum að leika eitthvað létt, helst eitthvað, sem engin önnur hljómsveit er með i prógrammihjá sér. Að sjálfsögöu reynum við að fara eftir óskum 19. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.