Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 40
FLÓÐBYLGJA Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem stendur óvenju fast í mér, því að ég er ekki vön að muna draumana mína. Hann var svohljóðandi: Mér fannst ég vera stödd á baðströnd einhvers staðar við Miðjarðarhaf og var þar á gangi með ein- hverri konu. Við gengum inn í verslun og ég ætlaði að kaupa dúkku handa dóttur minni, en þá var ekki til nein dúkka minni en einn til einn og hálfur metri á hæð. Á hana fengust föt í h'tlum pappakössum. Svo f annst mér við vera komnar of ar i bæinn, og þá tók ég eftir því að það er að koma ógurleg f lóðbylgja. Þó fannst mér við ganga í rólegheitum og koma að gatnamótum. Á hægri hönd fannst mér vera stór og fallegur garður, sem mig langaði mikið að fara inn í, en í kringum hann var hátt grindverk. Mér á vinstri hönd voru há raðhús og mér fannst við ganga inn í eitt þeirra. Mér leið hræðilega illa, því að mér f annst sjórinn vera allur ólgandi þarna í kringum mig, en þó kom hann aldrei við mig. Þessu næst fannst mér við fara inn i herbergi, þar sem ekkert var inni nema sökkull af hjónarúmi og var hann fullur af skjannahvítri sjávarfroðu. Síðan fannst mér ég fara út og horfa út yf ir sjóinn. Þá sá ég, að farið var að f jara út, og sást þarinn langar leiðir. Við þetta létti mér mikið og ég vaknaði. Kær kveðja. N.N. Mikil flóð eru sjómönnum fyrir góðum afla. Þessi draumur bendir því til töluverðrar fengsældar þinnar og góðrar efnalegrar afkomu. Hins vegar er ekkert í honum, sem bendir til skilnaðar. Þvert á móti virðist sem ekkert verði úr honum. Draumráðandi les ekki úr skrift. Á FLÓTTA Kæri draumráðningaþáttur! Heldurðu, að þú getir orðið mér innan handar og ráðiðfyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi ekki alls fyrir löngu. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera staddur austur í .... hjá bróður mínum og konu hans, og fannst mér konan hlaupa á eftir mér og sækjast eftir lífi mínu, en mér tókst að sleppa f rá henni eftir mikil hlaup. Fannst mér ég hafa stokkið yfir tvo skurði og komið síðan að á, sem ég taldi ólíklegt, að ég kæmist yf ir. Eftir mikið erf iði og basl komst ég þó yf ir hana, þar sem hún var mjóst og grynnstl Mér fannst ég hafa verið að f lýja til Banda- ríkjanna, eða einhvers annars lands. Allt í einu fannst mér ég vera staddur hjá skurð- inum framan við hús bróður míns. Hinum megin við skurðinn stóð hann með byssu í hendinni og fannst mér hann ætla að skjóta mig, en þess í stað skaut hann stóran fugl, sem sat uppi i símastaur. Fuglinn datt ofan í skurðinn og mér fannst ég hlaupa þangað, sem fuglinn lá, en kom ekki auga á hann. Eftir smástund sá ég þó, hvar hann maraði í hálfu kafi í vatninu í skurðinum. Allt í einu fannst mér hann vera á túninu, og þar gekk ég frá honum með því að rota hann með spýtu. Með sjálf um mér tautaði ég eitthvað á þá leið, að bróðir minn væri ræfill og þetta væri eftir honum. Skyndilega fannst mér eins og skollið hefði á stríð og fólkið hefði farið f rá í hópum, sumt jafnvel til anriarra landa. Mér fannst ég hafa flúið, en eftir dálítinn tíma fannst mér ég hafa snúið til baka. Þá blöstu við mér hús, sem voru brunnin að innan, og fór ég inn í eitt þeirra. Þar var mamma stödd og f ór ég að tala við hana um stríðið. En allt í einu fannst mér ég vera staddur hjá stóru húsi, sem ekki er til þarna í raun og veru, og var margt fólk þar saman komið í hóp. Allt í einu kom pabbi minn og sagði, að Jesús væri kominn og ég skyldi koma og líta á himininn. Um leið og ég leit upp heyrði ég undurf agran söng og sá margt fólk, sem sveif um himininn í mjög skærlitum fötum. Um ieiðog þaðfór framhjá, sá ég Jesús, og kallaði á hann. Hann fór fremstur í rauðum kuf li. En hann fór f ramhjá mér ásamt fólkinu, án þess að svara mér, og hvarf. Hvað getur þessi draumur táknað? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Virðingarfyllst, H.I.H. Draumráðandi biðst afsökunar á því, hve lengi hefur dregist að ráða þennan draum, en það er vegna misgánings. Hann átti að birtast í blaðinu löngu fyrr. Það er greinilegt að þú ert ákaf lega einmana og munt verða áfram, jafnvel finnst þér fólk ofsækja þig. Þú ættir að skipta um umhverfi eins f Ijótt og þú sérð þér fært, og reyna að afla þér nýrra vina. BIDRÖD Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig! Mér f annst ég standa í biðröð svo óendanlega langri, og var ég kominn vel f ram fyrir miðju í röðinni. Ekki vissi ég eftir hverju allt þetta f ólk var að bíða. Allt í einu fannst mér einhver taka mig út úr röðinni og var ég þá staddur á hæð nokkurri þarna nálægt og horfði yf ir röðina. Sá ég þá, að hún var tvöföld og myndaði eins konar oddaf lug gæsa, og var óendanlega löng. Ég tók eftir því, að maður var kominn í mitt pláss í röðinni. Ekki þekkti ég þennan mann, enda sá ég hann bara tilsýndar, en hann var í Ijósdröppuðum frakka, og vaknaði ég við það, að ég hugsaði, að honum hefði legið mikið á því að komast í mitt pláss. Virðingarfyllst. G.N.G. Draumráðandi áfellist hvorki þig né aðra bréfritara fyrir að segja svolítið f rá högum sínum, en hins vegar getur það spillt fyrir ráðningu draumsins, þar sem alltaf er hætta á, að draumráðandi taki of mikið tillit til slíkra upplýsinga við ráðningu draumanna. Til dæmis skín berlega í gegnum þínar upplýsingar, hverja þú álítur merkingu draumsins. Draumráðandi er hins vegar á öðru máli. Hann telur drauminn vera fyrir því, að þú takir aðra afstöðu í viðkvæmu máli en flestir aðrir í kringum þig.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.