Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 44
Itölsk kjúklingalæri Snjóegg og djúpsteiktur caman bertostur Þegar reykvikingar og ná- grannar þeirra hyggjast gera sér dagamun i mat og sleppa hús- móðurinni — eða húsbóndanum — við allt stússið i kringum matar- gerðina, þá bregða þeir sér gjarna i Grillið. Flestir á höfuð- borgarsvæðinu vita undireins við hvaða stað er átt, þegar Grillið er nefnt, en fyrir ókunnuga skal það upplýst, að Grillið er svonefndur Stjörnusalur, sem er veitingasal- ur Hótels Sögu á efstu hæð Bændahallarinnar. Grillið var opnað gestum árið 1962 og hefur æ •síðan átt vinsældum að fagna. Sigurvin Gunnarsson hefur ver- ið yfirmatreiðslumaður Hótels Sögu siðastiiðin 2 1/2 ár. Hann hefur með sér i eldhúsinu 8 lærða matreiðslumenn og 15 lærlinga og veitir ekki af mannskapnum, þvi að fyrir utan Grillið, sem er opið frá kl. 8 á morgnana til kl. 11.30 á kvöldin og tekur 150 manns i sæti i einu, þá elda þeir einnig fyrir gesti i Súlnasal, sem tekur 600—650 manns i sæti, og i Átt- hagasal, sem rúmar 200 manns. Sigurvin sagði, að hann reyijdi að skapa meiri fjölbreytni með þvi að bjóða upp á þjóðarrétti Kússneskar kjúklingabringur GÓKISÆTT ÚR GRILLINU ýmissa landa auk hins venjulega matseðils. Þegar Vikan heimsötti Griliið, stóð yfir rússneskur mán- uður, og gátu þá gestir á fimmtu- dögum, föstudögum og sunnudög- um fengið sér rússneskan kvöld- verð, ef þeir sáu ekki. eitthvað ennþá eftirsóknarverðara á venjulega matseðlinum. Fyrst var um að velja innbakaðan lax, sem nefnist á rússnesku kouli- biatscki, eða agúrkusúpu, rassol- nick. Þá var boðið upp á escalope Kussia, rússneskt grisafillet, eða poulard a la Kiew, sem eru fylltar kjúklingabringur með vodka- smjöri. Og i eftirrétt mátti velja um snjóegg með jarðarberjasósu eða ávaxtahlaup Sigurvin lét okkur i té 4 upp- skriftir, sem gaman væri að spreyta sig á, þar af tvær af þess- um rússneska matseðli. Gjörið þið svo vel! KÚSSNESKAR KJÚKLINGABRINGUR (Fyrir tvo) Bringa af 1 stórum kjúklingi (unghana), 1,5 kg. (Lærin má nota i næstu uppskrift). 60 g smjör 10 g svartur kaviar ögn af hvitlauksdufti vodka eða koniak 1 eggjahvita, brauðmylsna 60 g hrisgrjón 150 g grænar baunir 60 g fintsaxaður laukur 1 dl. rjómi, sitróna smjörbolla, salt, pipar. Bringan er skorin i heilu lagi frá skrokknum þannig, að vængbein- ið er tekið með. Flatt út með buff- hamri, varlega, svo að ekki myndist göt. A miðju bringuhnar að innanverðu eru sett 30 g af smjöri, sem bragðbætt hefur ver- ið með kaviar og hvitlauk og ögn af vodka eða koniaki. Bringunni er siðan rúllað þétt saman utan um smjörið, sem ekki má geta runnið út við steikingu. Panerað i eggi og brauðmylsnu og djúp- steikt i 8—10 minútur. Borið fram með hrisgrjónum, grænum baun- um og sitrónusneið. Sósan er lög- uð af lauknum, sem er soðinn með safa af l/4sitrónu og rjómanum i 20 minútur, jafnað með smjör- bollu og bragðbætt með salti og pipar. ÍTÖLSK KJÚKLINGALÆRI (Fyrir tvo) 2 læri af stórum kjúklingi 1 egg ca. 20 gr. rifinn ostur 44 VIKAN 19. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.