Vikan

Tölublað

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 08.05.1975, Blaðsíða 45
Sigurvin Gunnarsson er yfirniat- reiöslumaður Hótels Sögu. A borðinu fyrir framan hann eru aðallega réttir af rússneska mat- seðlinum, og skai þar sérstaklega bent á langa hleifinn fyrir miðju borði, cn það er koulibiatscki, innbakaði laxinn. 100 g spaghetti 1 litil dós niðursoðnir tómatar 60 g fintsaxaður laukur 1 msk. tómatþykkni (puré) salt, pipar, 1 lárviðarlauf sage, rosmarin, timian. Með smálagni má skera kjötið ut- an af beininu i 2—3 bita, sem eru flattir þunnt út (með buffhamri). Kryddað með salti og pipar og velt upp úr blöndu af þeyttu eggi og þurrum rifnum osti. Steikt smjöri á pönnu við vægan hita i u.þ.b. 4 mín. á hvorri hliö. Borið fram með spaghetti og tómat- sósu, sem er búin þannig til: Tómatarnir eru saxaðir fint og kraumaðir i smjöri ásamt saxaða lauknum. Tómatsafanum og þykkninu bætt út i, bragðbætt með kryddinu eftir smekk. Soðið i 20 minútur. OJÚPSTEIKTUR CAMENBERTOSTUR (Fyrir tvo) Heill camenbertostur skorinn i 6 bita og velt upp úr hveiti, þeyttu eggi og brauðmylsnu, endurtekið einu sinni. Steikt ljósbrúnt i djúp- steikingarpotti. Borið fram með ristuðu brauði, smjöri og jarðar- berjasultu. SNJOEGG (Fyrir tvo) 2 eggjahvitur 2 msk. flórsykur 1 tsk. sitrónusafi 150 g jarðarber úr dós kartöflumjöl. Eggjahviturnar eru stifþeyttar og blandaðar flórsykri og sitrónu- safa. Með matskeið eru svo mót- aðar úr þessu litlar bollur, sem eru settai;. augnablik i sjóðandi vatn, siðan þerraðar og settar i skál eða bikar. Jarðarberin eru maukuð og soðin upp ásamt saf- anum, sósan jöfnuð með kartöflu- mjöli og hellt yfir snjóeggin. 19. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.