Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 12
Ertu að byggja? .*-&ui,9aHr •»« ■-\l«-'4 r>>; r ‘viai T rVtVýAtíl-w M 4 W'. 't *r ^tLlí Viltu breyta? <7 Þarftu aö bæta? liUtvri- GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 Dósturinn Dýralæknir Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir skemmti- legt lestrarefni. Mig langar til þess að vita, hvaða menntun maður þarf að hafa til þess að verða dýralæknir og hvað námið tekur mörg ár. Getur þú hjálpað mér i þvi efni, Póstur minn? Er stafsetningin rétt hjá mér? Hvað lestu úr skriftinni, og hvað giskar þú á, að ég sé gömul? Með kveðju. S.G. Fyrst er nú að fara i mennta- skóla og taka stúdentspróf. Dýra- læknismenntunina sjálfa verður svo að sækja til annarra landa, flestir islendingar hafa numið þessi fræði á Norðuriöndunum, og námið tekur u.þ.b. 5 ár. t bréfi þinu voru 2 stafsetningarvillur, skriftin bendir til þcss, að þú sért rólynd og geðgóð, og ég giska á, að þú sért 14 ára. Hollt aö reykja? Eslu Póstur! Ég á i vanda, eins og flestir, sem skrifa til þin. Krakkarnir gera grin að mér og segja að ég sé svo skrýtin, og vilja ekki vera með mér, þótt mig langi til. Nóg með það. Ég ætla að spyrja þig þessara spurninga: 1. Hváð hét fyrsti forseti ts- lands? 2. Eru fjögur ár mikill aldurs- munur? 3. Geta konur verið hrifnar hvor af annarri? 4. Geta steingeit (strákur) og naut (stelpa) átt vel saman? 5. Hvað kostar fæði og uppihald fyrir svona tólf fiska i búri yfir eitt ár? 6. Er hollt að reykja og drekka., eins og pabbi og mamma gera bæði? 7. Hvað lestu úr skriftinni, og hvað er ég gömul? Ég vona Póstur, að þetta lendi i þinum höndum, en ekki rusla- körfunnar. Ég reyndi að vanda mig, eins og ég gat. Sigga. 1. Hann hét nú Sveinn Björnsson, og ég skil ekki hvernig það hefur getað farið fram hjá þér í skóianum. 2. Það fer alveg eftir aldri viö- komandi persóna. Þaö er tals- veröur munur á t.d. 14 og 18 ára, en þegar þeir hinir sömu eru orönir 34 og 38 ára, þá finnur eng- inn fyrir aldursmun. 3. Ég býst við, aö meö orðinu hrifnar meinirðu ásthrifnar. Og þvi miður er það svo, að konur geta orðið ásthrifnar hvor af ann- arri, rétt eins og hendir karlmenn að elska hver annan á þann hátt, og ég scgi þvi miður, vegna þess að það leiðir sjaidnast til hamingju, þjóðfélag okkar gerir ekki ráö fyrir slíku. 4. Já. 5. Ég get ekki gefið þér ákveöið svar við þessari spurningu. Aðal- kostnaðurinn við gullfiskarækt er stofnkostnaðurinn, en hann er auðvitað mismunandi, eftir þvi hvað menn vilja hafa mikið við, hversu búrið er stórt og vel búið að öliu leyti. Fiskarnir sjálfir eru- ekki ýkja dýrir, og fiskafóöur er heidur ekki fjarska dýrt og endist drjúgt. Leitaöu þér upplýsinga i Gullfiskabúðinni Skóla vörðustfg 7, sfmi 11757. 6. Nei, ekki aldeilis. Hins veg ar er náttúrlega ekki sama hvernig með áfengi og tóbak er fariö, og sé þess neytt i hófi, er ekki ástæða til þess að hafa mikl- ar áhyggjur. 7. Skriftin bendir til þess, aö þú sért hæglát og feimin stúlka og ég giska á, að þú sért 13 ára. Langar í kisu Hæ Póstur minn! Mér finnst gaman að Vikunni og sérstaklega myndasögunum. Mér finnst mjög slæmt, þegar þið sleppið þeim, eins og stundum er gert. Bestur finnst mér Tinni og Andrés, en hinar allar eru lika góðar. Mig langar til aö fá svar við þessum spurnmgum: Hvar get ég fengiö kettling? Er það dýrt? Þarf ég að fá leyfi til þess að hafa kettling? Er erfitt að venja kettling á hreinlæti? Ég vona, að þú viljir svara mér. ■Hanna. Okkur hér á Vikunni þykir líka mjög slæmt, þegar við verðum að sleppa myndasögum, og það á helst aldrei aö gerast. Einstöku sinnum gerist það þó, vegna þess aö við höfum ekki fengiö sending- ar i tæka tið, og svo kemur stund- um fyrir, að viö komum þeim hreinlcga ekki fyrír vcgna efnis eða auglýsinga, sem verða að komast að. Þú þarft ekki leyfi annarra en foreldra þinna til þcss að fá þér kettling. í dagblööunum eru oft auglýsingar, þar sem til kynnt er , að kettlingar fáist gef- ins, svo að ekki ætti það að verða útlátamikiö. Það gengur yfirleitt vei að venja kettlinga á hreinlæti, en þó eru þeir til, sem aidrei læra þaö nógu vel, hvort sem það er þá uppalendunum að kenna. Hafðu fullt samráð viö foreldra þfna. Lýst eftir Dellu Ég er að leita að þér, Della þú heitir reyndar Guöriður Kristjánsdóttir. Þú áttir einu sinni heima i Sviþjóð, fyrst i Eskiltuna og siðar i Stokkhólmi. Það var i Stokkhólmi, Wiboms- vag 4, sem við hittumst stöast. Pabbi þinn var læknir á sjúkra- 12 VIKAN 20. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.