Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 19
segja þeim frá árangri sinum seinna um daginn. Við svo búið sneru trábræður Kalla krists til slns heima. Tóku þeir til við að jesúsa sig og biðja Guð um góðan árangur Kalla til handa í við- skiptum slnum við hina djúpt- sokknu konu. Það var svo ekki fyrr en daginn eftir, að Kalli kristur birtist. Hann virtist breyttur og trúar- áhuginn ekki jafn ákafur og áður fyrr. Félagar kenndu þvl um, að hanm yæri örmagna eftir viður- eign sína við Jórunni. Kalli krist- ur tilkynnti þeim, að Jórunn hefði frelsast og hefði lofað að hverfa frá villu síns vegar. Þótt gengið væri á hann, vildi hann ekki láta uppi, hvernig hann hefði náð þessum óvenjulega árangri. Hann sagði aðeins, að eftir að Jórunn hefði rotað sig, hefði henni skilist, hvllikan óhæfuverknað hún hefði framið. Hún iðraðist samstundis, og eins og til að bæta um fyrir sér, þá tók hún hann inn til sín. Þegar hann raknaði úr rot- inu, hafði verið auðveldur leikur- inn, þar sem Jórunn var svo iðr- unarfull eftir ódæðið.Hafði hon- um reynst auðvelt að sýna hepni fram á, hversu óguðlegt liferni hennar hefði verið fram til þessa. Jórunn iðraðist llfernis sins og haföi frelsast nær samstundis, og sagöi Kalli, að það væri heilög sannfæring sln, að hún meinti það I einlægni, og ætlaði hann að vera hennar stoð og stytta, á meðan hún væri að átta sig á sinnaskipt- unum. Það syndi sig og voru orð að sönnu, að Jórunn gylta var orðin ný og betri manneskja. Fyrri við- skiptavinir hennar, sem ætluðu að halda uppteknum hætti og koma I heimsókn, voru reknir öfugir til baka, og skipti engu máli, hversu mikil né góð þau við- skipti höfðu verið. Oft var það Kalli kristur, sem visaði þeim á brott, þvl hann var þar öllum stundum. Ef einhver sýndi honum mótþróa og efaðist um heiðarleg- an tilgang hans, þá birtist Jórunn gylta og sagði þeim óspart til syndanna, virtist hún stundum gleyma, aö hún var frelsuð manneskja, eftir orðbragðinu að dæma. En það var nú bara af þvl, hversu stutt var frá þvi hún frels- aöist. Kalli kristur dvaldist öllum stundum hjá Jórunni til þess, eftir þvl sem hann sagði, að stvrkja hana I trú sinni. Rúmum þremur mánuðum eft- ir sinnaskipti Jórunnar gengu þau Kalli kristur og hún I heilagt hjónaband hjá bogardómara, I kyrrþey. Engir voru viðstaddir nema tveir vigsluvottar, þeim fannst það vera betra á þennan veginn, sögðu þau eftir á, til þess að valda ekki misskilningi. Þetta kom sem reiðarslag á marga, sem þekktu þau, en þau kærðu sig lltið um, hvað aðrir sögðu, og sýndust bæði harla ánægð. Sem afleiðingu af þessu sagði Kalli kristur sig úr sértrúarsöfnuðin- um, sagðist hann vera búinn að sinna köllun sinni, og sér virtist, að sig skorti þann trúaráhuga, sem' hann hefði haft. Ekki þar fyrir að hann þyrfti .að vera að gefa skýringu á brottför sinni, þeir sýndust fegnir að losna við hann. Fannst þeim augsýnilega, að Kalli kristur hefði farið á bak við þá. Jórunn keypti handa sér og Kalla gott hús Hafði hún verið sparsöm kringum árin, enda stundað þá atvinnu sem gaf vel af Sér. Ekkert færði Kalli, kristur meö sér I búið. Bæði hafði honum gefist litill tími til að safna aur- um, og það litla, sem hann hafði átt, gaf hann sértrúarsöfnuðin- um, er hann fékk inngöngu. Eftir að Kalli kristur gekk úr sértrúar- söfnuðinum, sættist hann við foreldra slna og sóknarprestinn. Þótt foreldrum hans gengi erfið- lega að sætta sig við tengdadótt- urina, þá lagðaðist það með tlm- anum og kristilegu hugarfari. Jórunn reyndist fyrirtaks hús- móðir og móðir, þau Kalli eign- uöust nefnilega réttum nlu mán- uöum eftir sinnaskipti Jórunnar tvlbura, stelpu og strák. Kalli kristur varð að vonum himinlif- andi og þau hjónin bæði, eins og gefur aö skilja. Einhverjir töluðu um að ekki hefði allt verið með felldu hversu fljótt giftingin var látin ganga fyrir sig. En það voru illgjamar tungur, sem ekki var hlustað á af viðkomandi. Börnin fengu nöfn foreldra Kalla. Var það að ráði Jórunnar, mátti segja að þá væri sáttabikarinn drukkinn til botns. Ekki sinnti Kalli kristur trú- málum af sama áhuga og áður, en var alltaf trúaður sem fyrr. Frelsunin entist Jórunni út ævina, og var hún manni slnum til sóma á allan hátt. Kalli kristur reyndist fyrirmyndar eiginmaður, eins og viö var að búast, en ekki varð þeim fleiri barna auðið. Eftir gift- inguna var Jórunn ekki lengur kölluð viðurnefni sínu, gylta, Kalli kristur hélt aftur á móti sinu allt til æviloka, og lét sér vel llka. ENDIR. UR EIK TEAK OG PALESANDER ÓENDANLEGIR MÖGULEIKAR Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940 CINNI & DINNI ORMAR! Skiptið ykkur ekki af þvi, hvort ég tala um háa hæla efta ekki! Vift skulum íbúa til eitt para N hælaháum skóm? Einmitt! ókkrar fjalir, rauft málning og pinulitift lim. Svo eru þeir tilbúnir! 20. TBL. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.