Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 52

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 52
EINU SINNI VAR LÍTIÐ FRÆ ævintýri í es moll eftir smástund. Einu sinni var litið eikarfræ. f raun og veru var þetta eina litla eikarfræ búið til úr fimm ennþá minni eikarfræjum. En af þvi að það er svo erfitt að þekkja i sund- ur fimm litil eikarfræ, þó svo að þau heiti fimm mismunandi nöfn- um, þá skulum við segja, að það hafi bara verið eitt litið eikarfræ, sem einu sinni var. Enginn vildi eiga litla eikarfræ- ið, ekki einu sinni litla gula hæn- an, ekki einu sinni stóri freki han- inn hann Ámundi. Og' ekki gat kóngurinn hann Demant einu sinni átt litla eikarfræið, því hann var ekki fæddur þá. Þvi varð það úr, að litla eikarfræið átti sig bara sjálft. Þegar litla eikarfræið var að- eins nokkurra vikna gamalt, hélt það af stað út í hinn gríðarstóra poppheim. Ekki hermir sagan okkur, hvort litla eikarfræið hafi fengið áburð og nýja gróðurmold að skilnaðargjöf frá foreldrum sinum. En eitt er vist, að litla eikarfræið hafði með sér eins konar nafnskirteini, þar sem á var ritað: ,,Þetta litla eikarfræ er æfilangt meðlimur i FÍH og á að greiða félagsgjald og lifeyris- sjóðsgjald alla sina hunds- og kattartið.” Hvað þetta merkti, eða hvað þetta FIH gerði fyrir litla eikarfræið i staðinn, vissi litla eikarfræið ekki og mun liklega aldrei fá að vita. Þegar litla eikarfræið hafði gengið langa lengi um popp- heima, án þess að nokkur gæfi þvi gaum, settist það niður og hugs- aði ráð sitt. „Hvað er litið fræ eins og ég að flækjast hér um popp- heima. Ég kann ekki neitt, veit ekki neitt, skil ekki neitt og er ekki neitt, sem kallast mætti. Skildi ég alltaf verða svona litið og ósjálfbjarga fræ?” Og litla eikarfræið sat i þungum þönkum lengi dags og fram á kvöld, en komst ekki að neinni niðurstöðu, þvi það vissi ekki neitt og skildi ekki neitt. Þegar kvölda tók og fór að skyggja, kólnaði lika dálitið, og það setti hroll að litla eikarfræinu. „Hvað á ég nú að gera?” hugsaði það með sjálfu sér. „Ég á enga mold til þess að leita skjóls i, og ekkert á ég að borða heldur.” Nú fór að blása enn meira, og litla eikarfræið varð að halda sér af öllu afli til þess að fjúka ekki eitthvað út i loftið. Það vissi ekki, að það hafði lent i Vindheimum. Það hafði villst af leið i Popp- heimum. Þar kom, að litla eikar- fræið gat ekki haldið sér lengur og fauk eitthvað út i buskann. En nú megið þið ekki örvænta. Ekki væri ég að segja ykkur þessa sögu, ef hún ætti að enda hér og nú. Litla eikarfræið fauk sem leið lá i Jökulheima. Nú gæt- uð þið imyndað ykkur, að fyrir lit- ið eikarfræ, sem þarfnast hlýrr- ar moldar, væri það að fara úr öskunni i eldinn, að fjúka alla leið i Jökulheima, þar sem ekki er moldarkorn að finna og kalt er og hráslagalegt. En það var öðru nær i þetta skipti. f Jökulheimum rikti gamall, góðlyndur og reynd- ur jökull. Or fjarska hafði hann fylgst með ferðum eikarfræsins, og allt i fari litla fræsins minnti hann á sjálfan sig, þegar hann var litið snjókorn, villuráfandi i óraviddum himingeimsins. Hann fann til eins konar föður- legra tilfinninga, þegar litla eik- arfræið fauk i faðm hans. Hann tók þvi litla fræiö að sér og veitti þvi hlýju, en undir mörgum jökl- um á Islandi býr mikill varmi. Hann veitti þvi af viskubrunni sinum og bjó það undir framtið- ina. Þar kom, aö litla eikarfræið var ekki eins litið og það hafði alltaf verið, a.m.k. hafði sjóndeildar- hringur þessi stækkað og þekking þess aukist. Og næst þegar stóð af jöklinum, leyfði hann hlýrri land- golunni að taka litla eikarfræið i MUSIK MEÐ MEIRU EDVARD SVERRISSON 52 VIKAN 20. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.