Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 53

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 53
faðm sér og feykja þvi á ný i Poppheima. Þegar þangað var komið, fór litla eikarfræið að i einu og öllu eins og jökullinn hafði fyrir mælt. Það fann sér skjólgóðan stað og næringarrikan jarðveg og settist þar að. Það skaut rótum og hóf að breytast og þroskast, þar til það var orðið að hálfvöxnu eikartré. Það öðlaðist næstum nýtt lif og skildi betur til- gang sinn i Poppheimum. Allar lifverur á jörðunni hafa á- kveðin tjáningarform. Eikin okk- ar, sem einu sinni var fræ, valdi sér tónlist. Fyrir eikinni var tón- listin lifið sjálft, söngur fuglanna og blærinn i laufinu. Þegar lengra leið, fann eikin, aö hún var einnig hluti alls þess, er lifandi var, og að hún þurfti ekki lengur að likja eftir söng fuglanna eða blænum i laufinu til þess að finnast hún vera lifandi. Hún gat orðið tjáð sig á sinu eigin máli, og þar sem hennar mál var alþjóðlegt, gátu allir sem' á hlýddu, skilið. Þar með hafði eikin okkar, sem einu sinni var fræ, áunnið sér ákveðinn sess i Poppheimum. Hún hafði skotið rótum, og greinar hennar fimm teygðu sig út um Popp- heima til þess að ávinna sér við- urkenningu sem bestu og falleg-' ustu greinarnará besta og falleg- asta trénu i öllum Poppheimum. Og sú langa og erfiða lifsbarátta, sem hófst með einu litlu eikar- fræi, sem að visu voru fimm enn- þá minni eikarfræ saman i einu, stendur enn og mun alltaf standa, svo lengi sem til eru fræ. UM EIK Hljómsveitin Eik hefur nú starfað i kringum tvö og hálft ár. Á ýmsu hefur gengið þessi rúmu tvö ár. Ekkert hefur þó getað bundið enda á lifdaga hljómsveit- arinnar. Eik skipa i dag þeir ólaf- ur Sigurðsson á trommur, Þor- steinn Magnússon á gitar, Har- aldur Þorsteinsson á bassa, Lárus H. Grimsson á mini moog, pianó og flautu, og svo Herbert Guðmundsson söngvari. Þeir hafa allir verið með frá upphafi nema Herbert, en hann kom i hljómsveitina um áramótin sið- ustu. Eik hefur um langan tima vakið mikla athygli innan ákveðins hóps, en vinsældir hljómsveitar- innar hafa nú aukist til muna og aðdáendahópurinn stækkað að sama skapi. Á timabili s.l. haust var hljómsveitin söngvaralaus. Þá lék hljómsveitin eingöngu instrumental lög frumsamin, sem voru mjög jasskennd. Þessa teg- und tónlistar, sem kalla mætti þeirra eigin tegund tónlistar, er enn að finna i prógrammi hljóm- sveitarinnar, en prógrammið er nú miklum mun meira blandað en áður var. Á þar tilkoma söngvara i hljómsveitina mikinn hlut að máli. Þar fyrir utan semur Her- bert ágætis lög, þó hann leiki ekki á hljóðfæri með hljómsveitinni. Hins vegar eru það þeir Haraldur og Þorsteinn sem semja. Um það bil helmingur pró- gramms hljómsveitarinnar er nú frumsamið efni, og má það teljast nokkuð gott af islenskri hljóm- sveitað vera. Margt af þvi verður að teljast nokkuð gott, a.m.k. er jafn mikil eftirspurn eftir frum- sömdu lögunum og erlendu lögun- um á dansleikjum hljómsveitar- innar. Fyrr i vetur réði hljómsveitin sér sérstakan framkvæmdastjóra til þess að annast allar ráðningar hljómsveitarinnar og höndla fjár- mál. Hefur siðan verið unnið að þvi með oddi og egg að koma Eik á framfæri hér innanlands, og hefur hljómsveitin liklega aldrei haft eins mikið að gera og nú. Og eftir öllum sólarmerkjum virðist Eik vaxa með verkefnunum, en úr þvi fær aðeins timinn epdan- lega skorið. 20. TBL. VIKAN 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.