Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 54

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 54
Meö Savannatrlóinu hófst nýr kafli I sögu tónflutnings á Islandi, þjóðlaga-*- eöa vlsnasöngur fá- mennra söngflokka meö lág- stemmdum hljóöfærum. 1 kjölfar Savannatriósins fylgdu aörir söngflokkar, og meöal þeirra voru Nútlmabörn, sem skemmtu víöa um land fyrir nokkrum ár- um, sungu inn á plötu, sem enn heyrist viöog viö, og héldu hljóm- leika. Meölimir Nútlmabarna voru fimm, fjórir piltar og ein stúlka, sem heitir Drlfa Kristjánsdóttir. Um daginn hitt- um viö Drlfu aö máli og byrjuöum á þvl aö rifja upp gamla daga og Núttmabörnin. — Viö Ómar Valdimarsson höföum veriö skiptinemar I Bandarikjunum samtimis, sagöi Drlfa. Þegar viö komum þangaö út nokkrir Islendingar, vorum viö drifin upp á sviö og látin syngja nokkur Islensk lög. Einhvern veg- inn æxlaöist þaö þannig, aö viö Ómar leiddum þennan söng. Svo var Ómar aöalhvatamaðurinn aö þvl, aö Nútimabörn uröu til, og þá mundi hann eftir þessum söng okkar og spuröi mig, hvort ég vildi ekki vera meö. — Hvers konar tónlist fluttuö þiö? — Viö höföum annan hátt á en Savannatrlóið, þvl aö viö ein- skoröuöum okkur ekki viö neina tegund tónlistar, heldur reyndum aö hafa sem fjölbreyttast lagaval og syngja það, sem áheyrendum féll best I geö. Viö sungum þess vegna alls konar múslk. — Höföuð þiö lært eitthvaö aö syngja? — Nei, ég held ekkert okkar hafi lært neitt aö syngja, nema þaö, sem viö höföum fræöst um meö áhuganum og af sjálfu sér, en þaö var ekki mesta vandamál- iö. Þaö háöi okkur miklu meira, aö ekkert okkar kunni aö vinna eins og svona söngflokkur þarf að vinna. Oft tók þaö okkur hálfan æfingattmann aö byrja æfinguna, svo tlminn nýttist ekki sérlega vel. — Sunguö þiö pólitiska söngva? — Ekki er nú hægt aö segja þaö,. þó aö viö bærum þaö viö aö syngja eitt og eitt lag, sem var á- deila I. En viö héldum eina hljóm- leika, sem voru svolítið pólitlskir. Þaö var, þegar strlöiö I Biafra stóö sem hæst. Viö efndum til hljómleika I Austurbæjarbiói og létum ágóöann renna til hjálpar- starfsins þar suöur frá. Til liös viö okkur fengum viö ýmsar hljóm- sveitir, en viö komum alltaf fram milli atriöanna og héldum hljóm- leikunum saman. Til þess aö gefa þessu meiri baráttusvip, sýndum viö myndir, þar sem glöggt sást hörmungarástandiö I Biafra. — Hvaö varö Nútlmabörnum aö fjörtjóni? — Ég held, aöengin ein ástæöa hafi verið fyrir þvl, aö viö hættum aö syngja saman. Þetta æxlaöist bara þannig margra hluta vegna. En mér þótti óskaplega leiöinlegt aö hætta, aöallega vegna þess, aö ég hélt, aö þar meö væri mínum ferli sem söngkonu endanlega lokiö. Þaö var þó ekki, þvl aö fljótlega eftir aö Nútímabörn lögöu upp laupana, fór ég aö ENGIN AFSÖKUN AD BÚA AFSKEKKT Viðtal við Drifu Krístjánsdóttur kennara og söngkonu. syngja meö Hljómsveit Jóns Sig- urössonár. Þar komst ég aö aöal- lega fyrir þrákelkni Siguröar Rúnars Jónssonar, sem æfði meö mér nokkur lög og allt aö þvi krafðist þess, aö ég syngi meö hljómsveitinni. Þetta var dans- hljómsveit og flutti allt annars konar tónlist en viö höföum gert I Nútlmabörnum. Ég kunni þetta þvl ekki meira en svo i byrjun, en maður komst fljótlega upp á lag- iö. Ég kunni ágætlega viö hljóm- sveitarsönginn, og eitt var mér algerlega nýtt varöandi hann — ég fékk sæmilegt kaup. Nútlma- börn voru vlst aldrei sérlega kröfuhörö I launamálum. — Þú varst I Verslunarskólán- um um þetta leyti? — Já, ég fór i Verslunarskól- ann. Hvers vegna veit ég eigin- lega ekki, en eigi aö slöur kunni ég ágætlega viö mig þar. Félags- llfiö var mikiö, og ég kunni vel aö meta slikt. — Söngstu meö' Verslunarskól- anum? — Ekki fyrsta veturinn minn I skólanum. Ég var dauöhrædd um, aö þaö þætti asnalegt aö vera I kór og þoröi ekki aö sækja um inngöngu I kórinn. Svo reyndist þetta vera hinn skemmtilegasti kór, og ég var I honum alla þá þrjá vetur, sem ég átti eftir af skólanum. Viö sungum aöallega lög úr söngleikjum, og siöasta veturinn varö Háriö fyrir valinu. Okkur þótti afskaplega gaman aö spreyta okkur á þeim söng, bæöi eru lögin skemmtileg og söngleik- urinn var mjög umtalaöur um þetta leyti. — Seinna lékstu svo I Hárinu. — Já. — Kom þér á óvart, aö þú „Nútimabörn voru vist aldrei sérlega kröfuhörö I launamál- um,” segir Drifa, en þessi mynd var tekin af Nútimabörnum, þeg- ar þau voru upp á sitt besta. „Þetta er skemmtilegasta vinna, sem ég hef stundaö,” segir Drifa um kennsluna. skyldir vera beöin um þaö? — Nei, ekki beinllnis. Nokkuö löngu áöur en hafist var handa um eiginlegan undirbúning sýn- ingarinnar, haföi þaö kvisast út, aö Leikfélag Kópavogs heföi fengiö sýningarrétt á verkinu. Þá var ég að syngja meö Hljómsveit Jóns Sigurössonar, og mér varö aö oröi viö Sigurö Rúnar: Þaö er ég viss um, aö þú veröur beöinn um aö vera söngstjóri! Og hann svaraöi: Þá veröur þú meö I sýn- ingunni! Þetta uröu svo nokkurs konar áheit hjá okkur, og fljót- lega eftir aö Siguröur Rúnar var farinn aö vinna aö sýningunni, haföi hann samband viö mig og baö mig um aö vera meö. — Var þetta ekki spennandi tlmi? — Vlst var hann þaö, en llka svolltiö erfiöur. En ég held sýn- ingin hafi tekist nokkuö vel, og þaö var auövitaö fyrst og fremst Brynju Benediktsdóttur, sem var leikstjóri, aö þakka. ----Fannst þér Háriö eiga er- indi viö okkur Islendinga? — Sum atriöi Hársins voru auövitaö dálitiö séramerlsk, en aö meginhluta til þótti mér efnið eiga fullt erindi viö okkur. Þetta er áróöur fyrir friöi, og ég tel okk- ur islendinga geta lagt okkar af mörkum til aö koma á friöi I heiminum. Þaö er engin afsökun aö búa afskekkt og vera fáir og smáir. — Þiö komuð fram nakin I þágu friöarins! — Já, þessi sena, sem viö kom- um fram nakin I, vakti svolitið umtal. Eiginlega skil ég ekki hvers vegna. Kannski stafar þaö nú af þvl, aö Brynja fór svo af- skaplega vel meö þetta, aö engin vandræöi uröu út úr framkvæmd- inni, þvi aö auðvitaö kviöum viö öll fyrir, þótt þetta heföi veriö rætt fram og aftur, og viö heföum öll gengist inn á aö taka þátt I þessari senu. Hún var ekki æfö nema einu sinni fyrir sýningu og olli aldrei neinum erfiöleikum. Viö vorum llka öll sammála um, aö henni mætti ekki sleppa. Þegar Floyd hefur veriö kallaöur I herinn, er hann á barmi örvænt- ingar, vegna þeirra ógna, sem biöa hans. Til þess ab leggja á- herslu á, aö styrjaldir eru meö öllu óþarfar, ef komiö er hreint fram og heiöarlega, er einfald- leiki nektarinnar sýndur. — Hvaö tók viö hjá þér aö loknu verslunarprófi? — Ég fór aö vinna á skrifstofu, og þaö átti afskaplega illa viö mig. Mér fannst eins og ég heföi lokast inni á staö, þar sem ég vildi ekki vera. Þetta varö til þess, aö ég sótti um inngöngu I Kennara- skólann og komst þar inn I þriöja bekk eftir gamla kerfinu, svo aö ég þurfti ekki nema tveggja ára nám til að ljúka kennaraprófi. — Hvernig féll þér vistin I Kennaraskólanum ? — Aö mörgu leyti vel, en mér fannst félagsllfiö afskaplega dauflegt. Þaö fannst mér slæmt persónulega, og auk þess held ég, aö blómlegt félagsltf sé alger nauösyn I kennaraskóla, þvl aö hvernig á fólk aö geta haldiö uppi félagslífi I skólum seinna á llfs- leiöinni eins og margir kennarar þurfa aö gera, ef þaö er ekki fært um aö starfa sjálft að félagsllfi á námsárum slnum. — Hefurðu starfaö viö kennslu? — Já, I fyrravetur fór ég aö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.