Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 56

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 56
Styrjöld. Komdu sæll draumaþáttur! Viltu gera svo vel að ráða fyrir mig þennan draum, sem mig dreymdi árið 1971? Mig dreymdi, að stríð væri á islandi. Ég var stödd á Nesvegi og var klædd í dökkgrænan hermannabúning. Ég gekk inn í húsagarð við hús nr..., en þar á næst- besta vinkona mín heima. Þaðan leit ég inn í húsagarð við hús númer..., en þar á kennari minn heima. Ég sá, að sá garður var allur f ullur af húsarústum, en þar er mikið blómaskrúð á sumrin. Maður með steinhöfuð kom út og sagði mér, að ég væri með tímasprengju í litlum kassa á öxlinni. Síðan hvarf hann. Ég tók kassann og setti hann í tré bak við hús númer... og hljóp síðan út á götu. Rétt á eftir kom rauður bíll akandi eftir götunni og í honum var ung kona og mörg börn. Skömmu síðar sá ég rauðgulan blossa bak við húsið, og síðan lagðist húsið fram á götuna. Rétt áður sá ég Ijós í glugga einum á annarri hæð, og inni í herberginu sé ég mann ganga f ram og aftur með bók í hendinni. Mér fannst þetta vera sérstakt bóka- herbergi, en í raunveruleikanum er það ekkert í hús- inu. Við þetta vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna í blaðinu. Ein á Melhaga. Þessi draumur er fyrir því, að þér verður falið á- byrgðarmikið starf, þar sem þú þarft að starfa með mörgu fólki. Leiðst í draumi. Kæri þáttur! Ég sendi hér tvo drauma, sem mig langar til að fá ráðningu á. Fyrri draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég og vinkona mín standa á götuhorni. Þá sáum við strák, sem ég var einu sinni hrif in af, og við skulum kalla S. Hann var að koma út frá vini sín- um og var á leiðinni út í bílinn hans. Þá sá hann okkur og brosti til mín, gekk siðan til okkar og tók i hönd mína — þá vinstri. Ég tók svo í höndina á vinkonu minni. Vinur S. var líka kominn þarna, og tók S. í höndina á honum. Síðan bættust fleiri hópinn, en ég þekkti hitt fólkið ekkert. Við gengum niður götuoa og héldumst í hendur. Ég gekk á eftir S. Hann þrýsti hönd mina, strauk hana og sagði: Það er svo gott að halda í höndina á þér. Hún er svo mjúk,. Sömu nóttina dreymdi mig annan draum, sem var svona: Ég, S. og stelpa, sem ég þekki ekkert, gengum niður Laugaveginn. Ég gekk við hliðina á S., og vorum við eitthvað að tala saman, en ég man ekki, hvað við töl- uðum um. Stelpan gaf mér það í skyn, að hún vildi ganga við hliðina á S. Mér fannst það alveg sjálfsagt og leyfði henni það. Hún hélt, að S. myndi taka í höndina á sér, en í þess stað tók hann í höndina á mér. Stelpan var á milli okkar, særð og móðguð. Við héld- um höndunum framan við hana, en hún virtist ekki vilja færa sig. Þannig gengum við glöð og ánægð niður Laugaveg- inn. Með kveðju og von um ráðningu. S.S. Báðir þessir draumar eru fyrir nýjum vinum, senni- lega gengurðu í einhvern félagsskap, sem berst af eldmóði fyrir einhverjum hugsjónum. Ekki er ólík- legt, að þú og félagar þínirrekið ykkur á alvarlega hindrun, en þið setjið hana ekki fyrir ykkur, heldur berjist áfram margefld. Hringur fenginn að láni. Elsku draumráðandi! Viltu vera svo góður að ráða þennan draum fyrir mig, en mig dreymdi hann í nótt? Mér fannst ég vera stödd á leiksviðinu í Þjóðleik- húsinu ásamt tveimur stelpum í bekknum mínum og einhverjum strák. Þarna á sviðinu stóð eitt rúm, en á gólfinu var einhvers konar dýna. Ég segi við aðra stelpuna, sem héitir H.: Get ég fengið lánaðan trúlof unarhringinn þinn? (Þessi stelpa er trúlofuð í raunveruleikanum.) Hún rétti mér hringinn, en þá sagði hin stelpan, sem heitir S.: En þú mátt ekki setja hann undir rúmið, því að það er fyrir slæmu að setja hring undir rúm. Þá á eitthvað illt að koma fyrir. Ég lofaði að setja hringinn ekki undir rúmið og sett- ist á dýnuna. Þegar ég stend upp, tek ég eftir því, að ég hafði sest ofan á hringinn, og var hann þá brotinn og linur. Ég varð alveg f urðu lostin yf ir þessu og fór að hugsa um, hvernig ég ætti að fara að því að útvega mér peninga til þess að kaupa nýjan hring handa stelpunni. Mér fannst eins og stelpan, sem átti hringinn, hefði skroppið eitthvað frá, og fór ég að bíða eftir henni. Þegar ég sá hana koma gangandi á móti mér, hljóp ég til hennar og sagði henni frá þessu. Þá sagði hún, að þetta væri allt í lagi, því að hún gæti auðveldlega gert við hringinn sjálf. Ég bauðst til þess að fara með hringinn til skósmiðs og láta gera við hann, en það vildi stelpan alls ekki. Þessi draumur varð ekki lengri Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. N.N. P.S. Svo langar mig til þess að vita, hvað það merkir að dreyma sig vera stadda á leiksviði, því að mig dreymir það næstum á hverri nóttu. Sama Það er ætíð fyrir erf iðleikum að dreyma leikhús og ekki síst leiksviðið sjálft, sem er hið allra helgasta í leikhúsinu. Draumurinn er allur fyrir erfiðleikum, sem að mestu eru sjálfskaparviti, en þau eru verst, eins og máltækið segir. Svar til Katrínar og Þóru. Ekki ætti að vera ástæða til þess fyrir ykkur aðkvíða neinu í framtíðinni, þó að draumurinn sé vissulega svolítið svakalegur á köflum. öll táknin, eða að minnsta kosti flest, í draumnum eru semsé fyrir góðum f járhagshorfum, og veitir vfst ekki af, að ein- hver eygi bjart framundan á þessum siðustu og verstu tímum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.