Vikan

Tölublað

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 60

Vikan - 15.05.1975, Blaðsíða 60
Allt er þá þrennt er Joan Collins hefur um langt skeiö verið ein af eftirsóttustu leikkonum Bretlands, bæði til leiks á sviði og í kvikmyndum. Hún stendur nú á fertugu, hefur meira en nóg að gera og hefur nú, að eigin sögn, fundið hina full- komnu hamingju i hjónabandi sínu meö Ron Kass. Ron Kass er bandarískur og er einn af framkvæmdastjórum hljómplötudeildar Warner Bros. Þetta er þriðja hjónaband þeirra beggja og þau eru bæði viss um, að þarna hafi sannast málshátt- urinn „allt er þá þrennt er”, þvi nú hafi þau fundið það, sem þau hafi leitað að. Joan Collins og Ro« Kass búa i London, I húsi, sem verður að teljast nýlegt á enskan mæli- kvarða — byggt eftir 1930. Að ut- an er það ósköp venjulegt og likt öðrum húsum, en að innan likist það fremur stjörnusloti I Holly- wood. Aðalstofan er klædd silfur- litu veggfóðri, viðargólfið litað blátt, húsgögnin eru gullslegin og klædd plussi og silki, og gler er mjög i hávegum haft. í öðrum herbergjum er mikið um leður og skrautgripi forna og nýja frá ýmsum heimshornum. í baðher- berginu er sjálft baðið úr marm- ara en á veggjunum, sem eru klæddir rósóttu veggfóðri eru speglar i gylltum römmum. Á efstu hæðinni er litill kvikmynda- salur, þar sem fjölskyldan getur haft „einka-bió” og þar er „juke- box”, ef einhverjir skyldu vilja fá sér snúning. Veggirnir eru klædd- ir myndum af húsmóðurinni i kvikmyndahlutverkum siiium. Joan Collins fæddist með leik- listina I blóðinu, þvi faðir hennar var umboðsmaður leikara, og á heimilinu snerist allt um leiklist. Hún fór i konunglega breska leik- listarskólann, RADA, og hún var ekki nema 17 ára, þegar hún gift- ist Maxwell Reed, sem þá var vinsæll leikari. Joan dáði hann sem leikara og hélt, að hann hlyti aö vera draumaprinsinn. En áður en árið var liðið var hjónabandið komið i rúst. Það var þó ekki fyrr en 6 árum siðar að þau skildu endanlega. Maxwell dó úr krabbameini fyrirtveimur árum, 52 ára að aldri. Næsti eiginmaður var leikarinn og rithöfundurinn Anthony New- ley. Með honum átti Joan tvö böm, Tara og Sacha. Þau halda mjög góðu sambandi við föður sinn og dveljast oft hjá honum i skólaleyfum. Hann býr i Banda- rlkjunum með núverandi konu sinni og ungu barni þeirra. Joan er ákaflega fegin þvi hve hún og bömin halda góðu sambandi við Anthony. „Ég hef andstyggð á foreldrum, sém notfæra sér börn- in til að ná sér niöri hvortá öðru,” segir leiKkonan Joan Collins, sem nú segist hafa fundið hamingjuna i þriðja hjónabandi sfnu. Þessi mynd er ekki úr kvikmynd, heldur tekin af Joan Collins á heimili hennar I London. segir hún. „Og satt að segja er samband okkar Tony betra núna en það var. Við erum miklu betri sem vinir en sem hjón.” Fyrir þremur árum giftist Joan núverandi manni sinum, og þau eiga saman tveggja ára dóttur, sem heitir Katyana. Ron hafði verið kvæntur tvisvar áður og á þrjú börn úr öðru þeirra hjóna- banda. Þau ættu þvi að vita, hvað þau eru að gera, hjónakornin. Kvikmyndirnar, sem Joan hef- ur leikið i, eru nú jafn margar og árin, sem hún hefur að baki, þvi hún lauk nýlega við að leika i fer- tugustu kvikmyndinni. Aður en langt um liður lýkur hún við að leika I kvikmyndinni „Alfie Darling”, sem er eins konar framhald kvikmyndarinnar „Alfie”, sem viða var sýnd við metaðsókn fyrir nokkrum árum. 1 „Alfie Darling” kemur hún i fyrsta skipti fram nær nakin — og finnst svo sem allt i lagi með það, nema hvað hún á erfitt með að muna,hvað hún á að segja, þegar hún er fatalaus. „Maður verður að horfast i augu við timann,” segir hún um nektaratriðið. „f flestum kvik- myndun nú til dags eru nektarat- riði og imyndunaraflið hefur ekk- ert til að fást við. Aður fyrr var ég mjög viðkvæm fyrir þessu — en nú þýðir ekkert að vera gamal- dags.” Hvernig getur kona verið jafn önnum kafin i kvikmyndaleik jafnframt þvi að eiga mann og börn? Joan segist gera sér grein fyrir þvi að hún vinni stundum einum of mikið. En hún reyni að vera sem mest heima, þegar eldri bömin tvö eru i frii úr skólanum, og á heimilinu er alltaf barnfóstra til að annast yngsta barnið. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ákaflega mikilvægt fyrir konu að vinna úti. Maður sér allt of margar niðurbældar heimakon- ur, sem fjölskyldurnar nota eins og skóþurrkur. Ég veit að ég gæti á margan hátt verið betri móðir, en vinna min gerir það þó að verkum, að börnin virða mig og meta. Auk þess er gott fyrir konur að fara út að vinna, þegar börnin eru komin á skólaaldur. Hvað geta þær annars gert? Stundað góðgerðarstarfsemi? Hún er góð svo langt sem hún nær, en þegar henni sleppir taka við kaffiboð og blaðursamkundur. Nei, þá er betra að hafa vinnu.” Ron er alveg á sömu skoðun og Joan I þessum efnum. Hann virðir það, að hún skuli vilja vinna og styöur hana i þvi — en til að vera viss um að hún gleymi honum aldrei sendir hann henni blóm- vönd daglega. 60 VIKAN 20. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.