Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 13
Júdó og karate Kæri Póstur! Þakka þér fyrir a).lt gamalt og gott, mér finnst Vikan yfirleitt góö, en hún mætti þó birta eitt- hvað um iþróttir. Ég er viss um, að margir mundu taka undir þaö, þvi alls konar efni um iþróttir er alltaf vinsælt. Ég hef t.d. mikinn áhuga á júdó, og þvi langar mig til að spyrja þig, Póstur góður, hvert ég ætti helst aö snúa mér, ef mig langar til þess að læra það. Veistu, hvort einhvers staðar hér á tslandi er hægt að læra eða kynnast karate? Mér þætti mjög gott, ef þú gætir eitthvaö upplýst mig um þessi mál, þvi ég hef mik- inn áhuga á þeim. Að lokum langar mig til að spyrja þig, hvort þú getir nokkuð lesiö út úr þessu klóri og hvort stafsetningin er slæm hjá mér. Með fyrirfram þökk. Sigurjón. tþróttir skipa svo veglegan sess i daglegu fjölmiðlunum, dagblöð- um, útvarpi og sjónvarpi, að við höfum hingað til ekki talið þörf á stiku efni i Vikunni. En könnunin, sem efnt var nýlega til meðal les- enda um efni blaðsins, kom I Ijós, að lesendur eru á öðru máli, og nú er þetta til athugunar. Júdó er oröin nokkuö vinsæl iþrótt, hérlendis og ætti ekki aö verða vandkvæöum bundiö fyrir þig að stunda hana. Júdódeild Ar- manns starfar meö miklum blóma, og skaltu snúa þér þangaö um frekari upplýsingar. Júdó- deild Ármanns er til húsa aö Ár- múla 'i'l, og siminn þar er 83295. Karate hefur lika haldið innreið sina á islandi, og til er Karate- félag Keykjavikur, sem hefur haft æfingasal aö I.augavegi 178, Orkuhúsinu Kolholtsmegin. Þar voru haldin námskeiö i vetur fyrir karla, konur og unglinga. Skriftin þin er alls ekkert klór, þvert á móti, og hún gefur til kynna sterka skapgerð og viljafestu, en stafsetningin er þvi miöur ekki i sem bcstu lagi, vonandi geturðu beitt viljafestu þinni til aö lag- færa liana. Brjóstastækkunartæki Kæri Póstur! Ég vona, að þú svarir þessu bréfi, en látir það ekki fara i ruslakörfuna, þvi að mér liggur mikið á svari. Vandamál mitt er, að ég er með svo litil brjóst, og mér finnst það svo leiöinlegt, mér finnst allir horfa á mig og taka eftir þvl. Hvaö get ég gert við þvi, kæri Póstur? Ég sá einhvers stað- ar auglýst brjóstastækkunartæki, hvar fæ ég upplýsingar um þau? Gera þau eitthvert gagn? Viltu svara þessu Póstur minn, mér liggur þetta þungt á hjarta. Hvernig er skriftin? Ella. Þaö er áreiöanlega tóm imynd- un f þér, aö allir séu aö horfa á þig og velta fyrir sér brjóstastærö þinni, það er fullt af kvenfólki meö lftil sem engin brjóst og lifir þó góöu lifi. Þér er kannski hugg- un aö heyra, að kona, sem nýlega var viöstödd miklar tiskusýning- ar i Paris, sagöi mér, aö allar tiskusýningardömurnar hefu ver- iö gjörsamlega brjóstalausar, svo aö það er augljóst, hvaö veröur i tisku á næstunni. Fyrir örfáum árum geröu neytendasamtök i Bretlandi könnun á þvi, hvert gagn væri af ýmsum aöferöum, sem auglýstar eru meö brauki og bramli og eiga að tryggja kven- fóiki hveifdan barm á örfáum vikum. Hópur kvenna var látinn prófa alls konar tæki og æfingar i tiltekinn tima, og niðurstööur uröu þ'ær, aö ailt þetta brambolt haföi nákvæmlega engin áhrif á stærð brjóstanna, og þaö eina, sem konurnar höföu upp úr þessu, voru sterklegri vöövar i hand- leggjunum eftir átökin og æfing- arnar. Bresku neytendasamtökin komust sem sagt aö þeirri niöur- stöðu, aö stækkun brjósta fengist ekki öðruvisi en meö plastiskum aðgeröum. Skriftin er snotur. Pennavinir Lilja Njálsdóttir, Suöur-Bár, Eyrarsveit, Snæf. óskar eftir bréfaskiptum við stelpur og stráka á aldrinum 15-16 ára. Áhugamál: Böll, hestar, popp, tónlist og góðar bækur. Mark A. Gravelle, 8 Buck St., Bucksport, Maine 04416, U.S.A. langar að eignast pennavini á Is- landi. Hann er 18 ára og hefur áhuga á flestum greinum iþrótta. Fjóla Berglind Helgadóttir, II v a m m s t a n g a b r a u t 10, Jfvammstanga, V-IIún. óskar að komast i bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 15-19 ára. Ólöf H. Samúelsdóttir, Esjubraut 22, Akranesi,— Kakel Arnadóttir, Brckkubraut 24, Akranesi — Eybjörg Guömundsdóttir, Esju- braut 43, Akranesi og Margrét Þorvaldsdóttir, Jaöarsbraut 37, Akranesi óska allar eftir bréfa- sambandi við krakka á aldrinum 14-16 ára. Kolbrún Einarsfjjóttir, Melshorni, Pjúpavogi S-Múl. óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelp- ur á aldrinum 15-16 ára. Guðlaug Helga Ingólfsdóttir, Kleif Breiðdal S-Múl. óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelp- ur á aldrinum 14-15 ára. Fanncy Helga Hannesdóttir, Skriöustekk, Breiödai, S-Múl. óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 15-16 ára. 21. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.