Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 15
NÝTT LEIKHÚS Á HÓTEL LOFTLEIÐUM Höfundaleikhúsið er um þessar mundir að hefja sýningar á nýjum einþáttungi eftir Jökul Jakobsson i fundarsal Hótels Loftleiða. Vikan leit inn á æfingu á verk- inu og forvitnaðist um það og leikhúsið. Þjóðleikhúsiö er nýorðið aldar- fjórðungsgamalt, og starfsemi þess I tuttugu og fimm ár hefur verið tíunduð i blöðum. Lof hefur verið borið á sumt, sem vel hefur þótt fara hjá leikhúsinu, en fundið að öðru. Meðal þess, sem að- finnsluvert hefur þótt, er að leik- húsið hefur ekki orðið sú lyfti- stöng islenskri leikritun, sem vonast var til, og hefur ýmsu ver- ið um kennt. Um þessar mundir er nýtt leik- hús að hefja sýningar, og þvi er beinlinis ætlað að hvetja islenska leikritahöfunda til dáða. Leikhús- ið gengur undir nafninu Höfunda- leikhúsið og mun einbeita sér aö þvi að sýna ný verk islenskra höf- unda. Sýningar leikhússins fara fram i fundarsal Hótels Loftleiða. Fyrir nokkru litum við inn á æf- ingu á fyrsta verkefni leikhúss- ins, en það er einþáttungur eftir Jökul Jakobsson, sem ber heitiö Hlæðu Magdalena hlæðu. Leikritið fjallar um tvær konur, Ingiriði og Magdalenu. Þær hafa einangrast frá umheiminum og hafa nánast engin samskipti viö annað fólk. 1 einangruninni hefur myndast milli þeirra djúpstætt samband, þar semMagdalena stjórnar Ingiriði og hefur nautn af að kvelja hana. Sér til framfæris reka þær Ingiriöur og Magdalena tau- og tölubúð, en verslunin gengur ekki betur en svo, að þær búast við þvi að það verði lokað fyrir rafmagnið á hverri stundu. Með hlutverk kvennanna fara þær Þóra Friðriksdóttir og Herdis Þorvaldsdóttir, en Hrafn Gunn- laugsson stjórnar sýningunni i samráði við höfundinn. Else Duch sér um búninga og leikmynd. Að sögn þeirra Jökuls og Hrafns er hugmyndin að Höf- undaleikhúsinu ekki alveg ný af nálinni, þótt leikhúsið hafi ekki farið fyrr af stað. Þeir lögðu áherslu á, að tilraunaleikhús sem þetta væri ákaflega þýðingarmik- ið fyrir leikrithöfunda, þvi að þarna gæfist höfundum kostur á að koma á framfæri verkum, sem að lengd væru ekki miðuð við heilskvöldssýningu, en til þessa hefðu atvinnuleikhúsin tvö veigr- að sér við að sýna einþáttunga og önnur styttri verk, jafnvel þótt um væri aö ræða tvö eða fleiri verk, sem saman hefðu fullnægt kröfum um sýningarlengd. Þeir Hrafn og Jökull tóku fram, að Höfundaleikhúsið væriekki stofn- sett til höfuðs atvinnuleikhúsun- um, enda hefðu þau sýnt málinu skilning og veitt ýmsa aðstoð. Hrafn og Jökull kváðust ekki kviða þvi, að verkefnaskortur yrði leikhúsinu fjötur um fót I framtiðinni, þvi að margir höf- undar hefðu sýnt leikhúsinu áhuga. Þeir nefndu nokkur nöfn i þvi sambandi, en I algerum trún- aði, svo við þorum ekki að hafa þau eftir, heldur biðum aðeins eftir fleiri sýningum Höfunda- leikhússins, svo það megi sanna ágæti sitt. 21. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.