Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 16
Smásaga eftir indverska höfundinn Sundari BIÐIN LANGA Kukum var haidið utan við allt i tengda- fjölskyldu sinni. Eiginkona, sem ekki getur eignast barn, nýtur ekki mikils álits i Indlandi. En hún vissi, að ekkert gekk að henni, þvi að allir læknamir höfðu verið sammála um það. En hvernig átti hún að fara að þvi að segja Anil, að hann ætti að láta rannsaka sig. Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun særa manninn sinn.... Þau höfðu verið gift lengi. f meira en tíu ár, hugsaði hún. En hún hafði ekki enn eignast barn. Nei, þaö var ekkert að henni. Allir læknamir, sem hún hafði leitað til, höfðu verið sammála um það. „Þaöer engin ástæða til að ætla, að þú getir ekki eignast barn. Þú ert heilsusterk, og ekkert gengur að þér.” En samt hafðj ekkert gerst. Hún vissi hvers vegna, en bun hafði leynt manninn sinn þvi. „Hvaö sagði læknirinn?” spurði hann i hvert skipti, sem hún hafði veriðhjá lækni. „Læknarnir geta ekki sagt neift ákveðið. Þeir vita ekki, hvað er að mér,” svaraði hún. Hún hafði aldrei þorað að segja við manninn sinn, að hann ætti að fara til læknis. Hún vissi, að hann myndi aldrei samþykkja það. Hann var svo sannfærður um karl mennsku sina. Það var eitthvað aðhenni, það var hún, sem ekki gat eignast börn. Ekki einungis maðurinn hennar, heldur einnig allir ættingjar hans, voru sann- færðir um það, að hún væri öbyrja. Tengdamóðir hennar hafðf ekki talað við hana i mörg ár. Hún ásakaði tengdadóttur sina fyrir að hafa ekki gefið sér sonarson- inn, sem hún þráði svo mjög að eignast. Fyrstu hjónabandsárin höfðu allir verið vondjarfir. „Þið hafiö nægan tima. Ykkur liggur ekkert á þvi að eignast börn,” sagði tengdamóðirin i hvert skipti, sem þetta bar á góma fyrstu árin. „Þið hafið ekki verið gift nem.a i tvö ár, er það ekki rétt, Kumkum?” „Nei, kæra tengdamóðir. I desember verða það tvö ár,” leið- rétti Kumkum tengdamóður sina varfærnislega. „Þá er engin ástæða til að hafa áhyggjur,” sagöi tengdamóðirin brosandi. Fyrstu hjónabandsár sln haföi Kumkum gengið fyrir öllu ööru hjá manni'sinum. Hann var vanur að fá sér frl I vinnunni einu sinni I viku til þess að geta veriö hjá henni . Þá fóru þau oft til Kalkútta um helgar. Stórborgin með kvik- myndahúsunum, veitingahúsun- um og næturklúbbunum var ákaf- lega spennandi. Hann fór með hana I stóru leikhúsin og á dýru veitingastaðina, þar sem þa'u sátu timunum saman og héldust I hendur, og hann gaf henni dýr og nýtískuleg föt. Þá töluðu þau aldrei um að eignast börn og höfðu engar áhyggjur áf framtíðinni. Þau vissu, að barniö myndu þau eignast fyrr eða siöár. Þaö var engin ástæða til aðhafa áhyggjur, þó að það drægist svolitið. A þennan hátt lifðu þau i þrjú ár. Þau fóru til Kalkútta um helgar, skemmtu sér við að fara i kvik- myndahús og veitingahús, komu heim aftur og undu mestan part ein alla vikuna fram að næstu helgi. En undanfarin ár höfðu verið allt öðru visi. Hann var hættur að taka sér fri á skrifstofunni, og það var langt siðan þau höfðu farið til Kalkútta. Hann var næstum aldrei heima á sunnud ögum. „Hvert ætlar þú slðdegis i dag?” spuröi hún einn sunnudag- inn. „Eg þarf að ljúka ákveðnu verki,” svaraði hann stuttur I spuna. „Hvaða verk er það?” „Það kemur þér ekki við.” „Hvers vegna ertu aldrei heima hjá þér i seinni tlð?” spuröi Kumkum. „Ég hef engan tíma til þess, þvi að ég þarf svo oft að vinna eftir- vinnu á skrifstofunni.’ „En á sunnudögum? Þú þarft þó ekki að vinna þá?” spurði hún svolltið örg. „Jú, það verð ég að gera,” svaraði hann og fór. Hann var hættur að biðjast af- sökunar, þegar hann fór. Og siðan hann fór að halda sig frá henni, hætti hún að finna hjá sér löngun til aö biðja hann um að fara ekki. Hvers vegna ætti hún að gera það? Hún vissi vel, að ekkert gekk að henni. En hann vildi ekki horfast I augu við það. Hann hafði haldiö sig frá henni I næstum fimm ár og meö þögninni sakaö hana um aö vera óbyrju. Það var ekki bara hann. Engum I fjölskyldu hans datt I hug, að neitt gæti verið að honum, þvi að hann var karlmaður Allir voru hættir afskiptum af henni. Mágkonur hennar voru ekki beinlínis fjandsamlegar I hennar garð, en mjög kaldar i viðmoti. Þær voru hættar að trúa henni fyrir leyndarmálum sínum, og enginn nennti að hlustá á hana, ef hún ætlaði að tala rólega um vandamálið, sem hafði skilið hana frá fjölskyldunni. Vitaskuld gat hún sagt sann- leikann. Hún vissi, að hún gat fengið einhvern læknanna til að staðfesta, að hún gæti eignast barn. En hún vildi ekki koma illa við manninn sinn. Hún hafði von- að, að hann myndi sjálfur sjá að sér og fara til læknis. En til þessa vissi hún ekki, að hann hefði gert það. Þá hefði hann undir eins fengið að vita, hvers vegna þau höföu ekki eignast barn. Kumkum velti þvi fyrir sér, hvers vegna hann hafði flúið vandamálið. Hann var ekki heimskur. Honum hefði átt að koma til hugar, að eitthvað gæti verið að honum lika. En margir karlmenn áttu erfitt með að skilja, að karlmenn geta lika veriö ófrjóir. Þeir ásökuðu ætíð konuna. „Ég ætla að flytja inn i hitt her- bergið,” sagði hann einn morgun- inn. „Hvers vegna?” spurði Kumkum. „Það er engin ástæða til þess, aö viö séum að sofa saman.” „Mér finnst margar ástæður vera til þess, að við sofum saman.” „Ég vil heldur hafa herbergi út af fyrir mig. Og stundum kem ég seintheim á kvöldin. Þá er óþarfi, að ég sé aö vekja þig.” Slðan haföi hann sofið I her- berginu við hliðina á hennar. Kumkum hafði aldrei komiö þangað inn að kvöldlagi, hafði aldrei svo mikið sem stungið höföinu inn um gættina til að aðgæta, hvort hann væri kominn heim eða ekki. Kannski hann kæmi alls ekki heim sumar næt- ur? En hún var harðákveðin I þvi aö láta hann komast að sannleik- anum, áður en það yrði of seint. Síðan hann fór að sofa einn i herbergi, hafði hann ekki nálgast hana. Fyrstu kvöldin eftir að hann flutti þangað, hafði hann komið inn til hennar á kvöldin, strokið henni um kinnina og boðið góða nótt. Þá hafði hann enn ein- hverjar tilfinningar til hennar. En nú stóð honum greinilega á sama um hana. Hann hafði leitað hælis hjá móður sinni. Það var móðir hans, sem ól önn fyrir honum núna.' A morgnana, áður en hann fór til vinnu, talaði hann við hana um ýmislegt, sem Kumkum fékk aldrei að vita neitt um, og þegar hann kom heim frá vinnu, gekk hann beint til eldhúss, þar sem móðir hans hafði tilbúinn mat handa honum. „Hvað ertu alltaf að tala um við móður þina?” spurði Kumkum einn daginn. „Ekki neitt sérstakt. Bara það, sem ég er að gera á skrifstof- unni.” „Þú hefur aldrei talað um slikt við móður þina fyrr. Aður varstu vanur að tala um það við mig.” „Já, ég veit það. En hún vill gjarnan fá að vita, hvað ég er að fást við.” Með þessa afsökun á vörunum fór hann út til fundar við vini sina. Kumkum vildi ekki snikja blíðu af manni sinum, en hún kærði sig heldur ekki um að vera lögð til hliðar á þennan hátt. Hún vildi vita, hvar hún stóð og hvað var alltaf veriðað tala um, en hún fékk aldrei að heyra. Hún hafði það á tilfinningunni, að öll fjöl- skyldan hefði svarist i bræðralag gegn henni. En hún gat engan spurt. Mágkonur hennar, sem á.ður höfðu veriö henni vinveittar, höfðu snúið við henni bakinu. Nú þurfti hún ekki að hafa neinar áhyggjur af húsverkunum. En hún hélt sjaldnast kyrru fyrir I herbergi slnu,heldur fór hún oft á fund vinkvenna sinna. í þorpi eins og þessu var sjaldnast langt til fólks. Hún talaöi um gamla daga við vinkonur slnar og um skóla- vist þeirra. Allar vinkonur henn- ar voru giftar og áttu börn. Hún fór til einhverrar þeirra næstum á hverjum degi. Vinkonur hennar hjálpuðu henni til að missa ekki kjarkinn, en hún trúði engri þeirra fyrir leyndarmáli sinu. „Anil er farinn að hugsa um að fá skilnað.” Þetta heyrði hún einn daginn, þegar henni varð gengið fyrir gluggann, þar sem mágkonur hennar sátu og spjölluðu saman. Þær vissu ekki, að hún var komin heim, héldu, að hún væri enn hjá 16 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.