Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 27
Ljósgrár tóbaksreykur liðaðist hægt gegnum veitingasalinn og sameinaðist smám saman rauðlitu skini vegglampanna, þeirra einu Ijóstækja, sem húsið átti upp á að bjóða. ,,Ég segi ykkur satt", gall við í Páli dökkhærðum, kraftalegum ná- unga við innsta boröið, ,,þetta askotans rauða Ijós fer i taugarnar á mér. En það eykur þörfina fyrir drykkinn og þar er vínveitinga- mönnum rétt lýst. Þeir egna fyrir okkur eins og fyrir nautin". Enginn svaraði, því nú beindust augu allra viðstaddra að Dís, sem gekk hátíðlegum skrefum milli þéttsetinna borða ogstefndi til Páls. Þar var hún vön að sitja ein kvöld eftir kvöld, en nú hafði hún orðið sein fyrir. ,,Gott Ijúfan", sagði Páll og lyfti glasi sínu, þegar hún nálgaðist. ,,Það var það eina, sem mig vantaði, rauðhærða þokkadís til að verma hugann". Dís svaraði engu fremur en hún var vön, en settist gegnt Páli og leit ekki á hann. Þjónn kom með bakka, sem á voru tvö glös af þynntum vodka, og setti hjá Dís, en hún greiddi honum glösin orðalaust. Þetta vor orðið að vana, og allir f astagestir f orðuðust að yrða á Dís, þeir vissu sem var, að hún svaraði þeim aldrei, en brosti aðeins, eins og hún vissi af nærveru þeirra, en þeir skiptu hana engu. Páll, sem var nýr á staðnum, var ekki á því að sætta sig við áhUgaleysi hennar. Hann færði stólinn nær borðinu, laut yfir það og hvíslaði: ,,Þú skalt koma með mér heim á eftir Ijúfan. Ég á nóg í isskápnum. Við getum haft það notalegt". Dis leit á hann, og það var auðséð, að augnaráð hennar kom honum á óvart, því að hann hallaði sér aftur- ábak og leit á hana með undrunar- svip á veðurbitnu andlitinu. ‘ ,,Þú þarft ekki að taka þetta svona", sagði hann vandræðalega. ,,Ég ætlaði alls ekki að móðga þig. Ég vildi bara, þú skilur?" En Dís lyfti hátíðlega öðru glas- inu að munni sér og drakk út í ein- um teyg. ,,Ja, fari það í hvínandi", sagði Páll og leit á hana eins og eitthvert viðundur, en þá lyfti hún síðara glasinu og gerði því sömu skil. ,,Nú er hún komin á sokkastigið, sagði maður við næsta borð hljóðlega við andsæting sinn, og það stóð heima. Dís opnaði tösku sina og tók upp hálf prjónaðan barnasokk, lokaði töskunni og fór að prjóna hægt eins og í leiðslu. „Áttu lítil börn?" surði Páll, því að honum fannst þögnin óbærileg. En Dís leit á hann, dökkum fjar- huga augum, og það var sem hún horfði gegnum hann eitthvað langt í burtu. „Láttu hana eiga sig", hvíslaði maður við næsta borð yfir til Páls. „Hún svarar aldrei neinum, en hún prjónar sama sokkinn, uns hún kemur að þriðja glasinu, en þá.!" og hann sagði ekki meira, en leit ibygginn á Pál. „Þriðja glasinu," sagði Páll steinhissa og leit út undan sér yfir salinn, en það var eins og hávaðinn hefði horfið við komu Dísar. Allir sátu og horfðu í áttina til hennar, þessarar ókunnu ungu konu, sem hrokkna rauða hárið yfir björtu og háu enni. „Hún verður full manneskjan", hugsaði Páll og aðgætti, hvort ekki væri laust sæti fyrir sig við annað borð, en svo var ekki, enda fannst hónum hálfpartinn, að hann gæti ekki hlaupið burt f rá Dís, sem hafði sest hjá honum ekki ólíkt því, sem hún væri að leita þar athvarfs. Auk þess minnti hún hann á einhvern, sem hann gat ekki komið fyrir sig. Dís lagði frá sér prjónaverkið á borðið, lyfti upp hægri hendinni, og þjónn, sem var á ferð um salinn, birtist von bráðar með þriðja glasið og setti f yrir f raman hana. Dís rétti honum seðil, og hann setti skipti- mynt við hlið glassins og fór orðalaust. „Þriðja glasið", hugsaði Páll „skyldi hún demba því í sig líka", en nú tók hún upp sokkinn og herti sig við prjónana, þar til sokkurinn virtist vera að verða tilbúinn. Þá lagði hún sokkinn aftur á borðið, tók glasið hægt upp, bar það að vörun- um og renndi úr því enn í einum teyg. „En sú harka", sagði Páll og starði á stúlkuna. „Þetta hefði ég ekki leikið eftir, og er ég þó eldri en tvævetur", og hann horfði stórum undrunaraugum á stúlkuna. „Skyldi hún vera eitthvað trufluð auminginn," hugsaði hann með sér, en þá tók hún sokkinn upp og rakti hægt og hægt allt, sem hún hafði prjónað. Þegar því var lokið, setti hún band og prjóna í tösku sína, reis hægt á fætur og gekk hl jóðlega út úr salnum. Páll gekk í humátt á eftir henni, en þegar fram í anddyrið kom, var hún horfin, og aðspurður sagðist dyravörður enga grein geta gert fyrir henni. „Hún kemur hér bara, kaupir sér veitingar, prjónar og fer og er engum til ama." Páll varð að láta sér nægja skýringar dyravarðar, en minning- in um hávöxnu, rauðhærðu konuna með f jarrænu augun fylgdi honum út í kalda vetrarnóttina. 21. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.