Vikan

Tölublað

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 22.05.1975, Blaðsíða 31
kertaljós. Það var svo ótrúlegt hve tljótt henni hrakaði. Faðir ykkar átti erfitt með að skilja þetta, .þegar hahn kom heim og lengi að ná sér, ef hann þá kemst nokkurn tíma yfir þá sorg.... t minningum okkar Lucy var hún nánast dýrlingur og oft, þegar við vorum búnar að tala lengi um hana og rifja upp minn- ingarnar, sem voru okkur ljósar, þá fórum við laumulega inn i herbergið hennar, sem ennþá var óbreytt uppi á lofti. Við drógum alltaf skóná af fótum okkar, áður en við gengum þangað inn, til að skemma ekki gólfábreiðuna. Svo opnaði önnur okkar varlega efstu skúffuna i snyrtiborðinu og við tókum upp munina, sem alltaf voru þar i snyrtilegiim röðum og lögum þá upp á borðið við hliðina á silfurslegnu greiðunni og hár- burstanum. Dýrmætast af öllum eigum hennar fannst okkur eyrnalokk- amir vera. Þeir voru lika mjög sérkennilegir, úr gulli og niður úr þeim voru viðhengi með rósalagi, lika úr gulli. Hún gekk alltaf með þessa eyrnalokka, en það sem okkur fannst ákaflega athyglis- vert, var það, að Rósa frænka'átti lika svona eyrnalokka. Reynar hafði Rósa fengið sina á undan mömmu, en þegar fóreldrar mömmu dóu, fór hún til Adams frænda og önnu frænku og þau létu gullsmiðinn i Athelby búa til eyrnalokkana handa mömmu. Það var sagt að þetta væru mjög sjaldgæfir hlutir. Minningar okkar um móður okkar voru mjög tengdar við dvöl hennar hjá þessu frændfólki, æskudögum hennar á Appelby End — og svo frásagnir hennar af sambandi hennar og Rósu frænku. Frænkurnar tvær höfðu leikið jórhent á pianóið, sofið saman i stóru himinhvilunni og dreymt um það að giftast bræðrum og svo ætluöu þær að skira dætur sinar i höfuðið hvor á annarri. Þessir draumar höfðu ekki orð- ið að veruleika, að þvi einu und- anskildu að ég var skirð Rósa Ell- en. A unglingsárum mömmu fór fljótt að bera á einkennum tær- ingarinnar, þessa hræðilega sjúk- dóms, sem hafði orðið foreldrum hennar að bana. Það var þvi grip- iðtil þess ráðs, að senda hana til ömmusystur hennar, sem bjó á Whighteyju en þar var mildara loftslag. Þar kynntist hún paba og giftist honum. Hún fór aldrei aftur til Appelby End. Ferðin þangað var bæði löng og erfið. Svo hafði hún lfka nógu að sinna heima eftir að við fædd- umst. Ann frænka hafði látist fyrir tiu árum, en Adam frændi lifði og dró fram lifið, bitur og las- inn og búinn að missa allar eigur sinar. „Vesalings Rósa” hafði fórnað lifi sinu til að hugsa um hann. Hún háfðialdreigifst.Það var eitthvað piskrað um það, að hún hefði orð- iðfyrir vonbrigðum, en hver þau voru, vissum við ekki, það var alltaf talað undir rós, þegar við heyrðum til. Þegar mamma dó, skrifaði pabbi Rösu frænku og sagði henni að heimili sitt stæði henni alltaf opið. Rósa skrifaði og þakkaði fyrir, en hún hafði ekki látið verða að þvi að koma. Við höfðum beöið hennar I sjö ár, svo við vor- um ekki bjartsýnar, bjuggumst ekki við henni lengur. Fyrir rúmu ári höfðum við frétt að Adam frændi væri nú loksins búinn að fá hvildina og að Rósa frænka væri „frjáls” að lokum. Við fréttum lika að hún væri hræðilega einmana. Hún ætlaði að leigja húsið og koma svo til að sjá um litlu telpurnar hennar Lilith. Pabbi hafði heyrt frá henni um jólin. Það voru einhverjir erfið- leikar með að fá leigjanda og lög- fræðingarnir voru svo hræðilega seinlátir. Rósa frænka var orðin hálf óraunveruleg i hugum okkar, en alltaf höfðum við löngun til að vita i hverju „vonbrigði” hennar voru fólgin. Við urðum að visu svolltiðlifsreyndari með árunum, en þessi vandræði Rósu frænku voru mjög dularfull. Það var Lucy sem færði þetta einhvern tima I tal við Nancy Kirkup, stúlkuna frá Mill Cottage, sem kom til að aðstoða við heimilisstörfin. — Vonbrigði? Ó, þú átt við eitt- hvað eins og kom fyrir Cissie Pellow. Það er hræðilegt hvernig það getur farið með þær, finnst ykkur það ekki? Við urðum heldur daufar i bragði. Hvaða ósköp gátu það verið, sem dunið höfðu yfir Rósu frænku? En við vorum að sálast úr forvitni, og drifum okkur strax i gönguferð eftir Plum Lane I átt- ina að Pellowhúsinu. Við fundum gat i runnagirðingunni og sáum þá einhverja veru sem ráfaði um i sólskininu innan um byggið og burknana á akurræmunni. — Sjáðu! Þarna er Cissie Pellow. Við Lucy krupum niður til að virða hana fyrir okkur. Hún var i bómullarpilsi, sem var stutt að framan og undirpilsi, sem kom niöur undan. Svo var hún I þung- um stigvélum og svörtum sokk- um og i einfeldni minni fannst 24. sept. — 22. okt. Þú hefur verið allt of værukær aö undan- förnu og verkefnin hafa hrúgast upp hjá þér, svo að nú sérðu ekki fram úr þeim lengur og verður að leita þér aðstoðar ann- arra. Reyndu að láta þetta ekki henda þig aftur. 24. okt. — 22. nóv. Rómantikin og ástin setja ákaflega mikinn svip á þessa viku hjá þér. Og draumarnir eru ekki einungis dagdraumar, heldur einnig raunverulegir draumar, sem rætast i hversdagsleikanum. 22. nóv. — 21. des. Þú átt tiltölulega auð- velt með að um- gangast fólk og kynn- ast þvi á yfirborðinu, en hve marga raun- verulega vini áttu? Væri ekki hyggilegra fyrir þig að reyna að afla þér fáeinna raun- verulegra vina i stað allra kunningjanna? 22. des. — 20. jan. Þar kom að þvi, að þú fékkst tækifærið, sem þú hefur beðið eftir eins lengi og þú manst almennilega eftir þér. Láttu það nú ekki ganga þér úr greipum, þvi að ómögulegt er að segja, hvenær þér býðst það aftur 21. jan. — 19. febr. Mundu, að erfiðleik- amir eru til þess að sigrast á þeim, en freistingarnar ekki nærri alltaf til þess eins að falla fyrir þeim. Þú þarft að læra að neita þér um ýmis- legt og einnig þarftu að gæta betur að þér i umgengni viö fólk. 20. febr. — 20. marz Sunnudagurinn verður sérstaklega skemmti- legur og óvenjulegur. Einn þessara daga, sem enginn býst við fyrirfram. Þú þarf að leysa úr ákveðnum vanda, áður en þú getur tekið nokkrar ákvaröanir varöandi framtiðina. 21. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.