Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 2
Fy.rsti laxinn, 7 punda, kominn á land. „Þannig er best að halda á stönginni,” segir Þorvaldur við frú Higgins, sem reynir hér að veiða lax i fyrsta skipti. Hann er á, og pú er ekki um annað að ræða en bjarga sér sjáif. Nú cru laxveiðimenn sem óðast að taka fram veiðibúnaðinn og búa sig undir sumarveiðina. Þeir strjúka linuna nærfærnislega, áð- ur en „dagarnir” koma. Það er eins gott að hafa alit tilbúið, þvi laxveiðitiminn er á næstu grösum — hefst 1. júni. Ekki eru það eingöngu Islend- ingar, sem farnir eru að hlakka til aö berja straumharöar árnar, þvi stöðugt færist I vöxt, að efnaöir útlendingar komi hingað til lax- veiða. Eru skiptar skoðanir á þvi, að hve miklu leyti æskilegt sé að leigja útlendingum islenskar lax- veiöiár — en við látum það mál liggja milli hluta hér. Vestur I Bandarikjunum er nú að koma veiðihugur I marga, sem hyggjast koma tii Islands til lax- veiða I sumar. Meðal þeirra er 10 manna höpur, sem komiö hefur hingað til veiða I Grlmsá siöustu fjögur sumur og er búinn að tryggja sér veiðileyfi I viku hvcrt sumar út þennan áratug. Þessir menn horfa ekki I kostnaðinn við tslandsferöina, þvl þeim finnst þeir fá hann margfait endurgold- inn með veiöigieðinni, útiverunni, og ekki hvað slst hreinu iofti og ö- spilltri náttúru. Meðan þessir útlendingar dveljast við Grimsá, hafa þeir is- lenska leiðsögumenn, sem aka þeim á veiðistaði, leiöbeina þeim, ef á þarf að halda, og aðstoða á annan hátt. Er einn leiðsögumað- ur með hverjum tveimur lax- veiðimönnum. 1 höpi ieiðsögu- mannanna hefur undanfarin sumur verið Þorvaldur Jönsson, og hefur Þorvaldur notaö til þessa sumarleyfi sitt frá Vikunni, en þar er hann prentmyndasmiður. Meöfyigjandi myndir sendi einn úr höpnum Þorvaldi til minningar um veiöidagana á liðnu sumri. Við birtum þær hér I þeirri trú, að fleiri hafi ánægju af og komist I hæfilegan veiðihug við að sjá þær. Myndir : Higgins 2 VIKAN 22. TBL. Dágöö morgunveiöi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.