Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 7
V og túlka það, sem maður er að segja, þannig að fólk trúi þvi. — Attu draumahlutverk? Nú kom hálfgerður Jónatans- svipur á Bessa, og hann sagði: — Komdu ekki með þessa. — Eftir stutta þögn hristi hann höfuðið og sagði: — Nei. — Þú sagðir áðan, að þér þætti gaman að fara út á land i sam- bandi við sjónvarpsþættina. En hvernig finnst þér að leika úti á landsbyggðinni — er stemmning- in öðruvisi en í Þjóðleikhúsinu? — úti á landi eru allar sýningar eins og á laugardagskvöldi i Þjóðleikhúsinu. Þá eru áhorf- endur miklu léttari en ella — þetta er fridagur hjá flestum og fólk ekki eins þreytt. Margir fara niður i Þjóðleikhúskjallarann á eftir eða á einhvern skemmtistað og eru búnir að hlakka lengi til laugardagsins. Úti á landi eru leiksýningar svo sjaldan, að fólk er ákveðið i að skemmta sér. Þar er þvi alltaf laugardagsstemmning jafnvel þótt mánudagur sé. —■ Kinnst þér nóg gert al pvi ao fara með sýningar út á land? — Nei, engan veginn. En samgönguerfiðleikar eru svo miklir á vetrum, að leikferðum verður ekki kómið við á milli sýninga i leikhúsinu sjálfu. Vegir eru lokaðir vikum saman, og flugvellir geta verið lokaðir dög- um saman og illfært á sjó. t vetur, meðan Norðurlandaráðsþing var haldið i Þjóðleikhúsinu var gerð tilraun til að fara út á land. Þetta var ákaflega erfitt ferða- lag, og það þurfti að fá snjósleða, snjóbila og báta til að koma leikurum og leiktjöldum á milli staða. Svona leikferðir eru þvi nær ógerlegar, nema i byrjun og lok leikárs. En Þjóðleikhúsið hef- ur skyldum að gegna við alla landsmenn, og þvi held ég, að þróunin hljóti að verða sú, að komið verði upp sérstökum leik- flokki á vegum leikhússins, sem yrði eingöngu i leikferðum og þvi óháður stundaskrá sjálfs leik- hússins. Nú hringdi siminn, og þáð mátti heyra á svörum Bessa, að sam- talið snerist um hesta. Bessi ætlaði að fara si'ðar um kvöldið að gefa þeim. — Ertu mikill hestaiuaður? spurði ég að simtalinu loknu. — Það get eg ekki sagt. En ég hef gaman af þessu og hef verið með tvohesta siðustu 5 eða 6 árin. Við erum nokkrir saman með hesthús yfir i Viðidal, hér hinum megin við hæðina. Það er góð upplyftingað fara á hestbak, þeg- ar maður á fristund. Við fáum mann til að gefa hrossunum á morgnana, en skiptumst á að gefa þeim á kvöldin — sin tvö kvöldin hver. Hestamennskan er helsta tómstundagaman mitt — og svo sundið. — Syndirðu mikið? — Ég reyni að fara i laugarnar á hverjum morgni, um niuleytið, áður en æfingar byrja i Þjóðleik- húsinu. — Er þá kannski leikarafundur i einhverjum pottinum? — Nei, það eru ekki nógu marg- ir, sem fara reglulega, til að hægt sé að tala um ,,fund”. Þeir mættu vera fleiri, þvi sjálfum finnst mér alveg nauðsynlegt að byrja dag- inn á að liðka mig með sundi. Það er nefnilega ekki svo litil áreynsla, sem strangar leikæfing- ar geta verið. Meðan ég var að æfa Koppeliu i vetur, léttist ég um þrjú kiló. Ekki svo að ég hafi séð eftir þeim, þvi þau eru fljót að koma aftur. En þetta sýnir, hve strangt þetta getur verið. Maður lendir oftast i einu svona megrunarhlutverki á vetri, oftast i söngleikjum. — Já, þú hefur gert talsvert af þviað syngja,bæðiileikhúsinu og á plötum. — Ég hef ekki sungið annað inn á plötu en kvæðin hans Stefáns Jónssonar, fyrir utan minn þátt i Kardemommubænum og Dýrun- um i Hálsaskógi. En i leikhúsinu hef ég talsvert verið settur i hlut- verk I söngleikjum, allt frá þvi ég var i „Sumar i Týról”, þá nýbyrjaður að leika Það gekk erfiðlega. Ég lék þar á móti sænskri söngkonu og réði á engan hátt við hlutverkið. Eftir að farið var að setja mig i sönghlutverk, ætlaði ég að fara i söngtima til að læra að beita röddinni. En þá var mér eindregið ráðið frá þvi, þvi þá færi ég að hlusta á, hvernig ég syngi, og taka sönginn alvarlega. og það var ekki talið heppilegt. Svo ég hætti við það, og nú er ég löngu hættur að spekúlera i þvi, hvemig égsyng. Ég reyni bara að 22. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.