Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 20
Nora haföi tekiö ákvöröun. Þar sem flokksforinginn var ekki viö daginn eftir, þá hélt Nora þrá- kelknislega áfram aö hreinsa til á boröinu sínu, eins og hiin ætlaði eftir sem áöur til San Juan. Klukkan fimm kom Joe Capretto. ,,Hæ”, kallaði hann glað- hlakkalega, ,,er verið að leggja I hann?” „Þaö veröur ekkert brúðkaup, Joe”. „Hvað kom fyrir? Heyrðu ann- ars komum og fáum okkur hress- ingu. ÞU segir mér svo allt af létta”. Þegar þau voru sest i básinn sinn hjá Vittorio leit Nora þrjóskulega framan i Joe og sagði: „Ég ætla mér að klekkja á þessum Earl Dana. Ég á frl næstu vikuna og ætla að nota hana til þess aö grafa allt upp um hann, sem ég get. Ég held, að þetta sé ekki fyrsta nauðgunin hans. Má vera, að hann sé ekki á skrá, vegna þess að það hefur ekki verið lögð inn kvörtun fyrr. Ég er alveg viss um, að hvort sem hann hefur gert þetta áður eða ekki, þá á hann eftir að endurtaka það”. „Vertu róleg”, sagði Joe þýð- lega. „Setjum svo, að þU komir upp um fyrri afbrot hans, eða það næsta, þá breytir það ekki Ur- skuröinum yfir Gabriellu”. „Þaö, sem var Dana einna drýgst var, aö hann var ekki á sakaskrá. Ef ég get sýnt fram á, aö hann hafi brotið af sér á svip- aðan hátt áður, þá hlýtur það að gera málstað Gabbyar trUverð- ugri. Að minnsta kosti gæti þaö orðið til þess að styrkja hana. HUn þarf þá siður að óttast, að henni sé ekki trUað”. „NU hlustarðu á yfirmann þinn, stUlka min”, sagði Joe. „ÞU ert orðin tilfinningalega flækt I þetta, og ég vil ekki, að þú farir að taka lögin I þínar hendur”. „Finnst þér ég vera að þvi. Það þykir mér leitt”. Nora iðraðist ekki lengi. „Mér leyfist þó að láta mér gremjast svolitið”. Framhaldssaga eftir Lillian O’Donnell ÞÖGULT „Það er einmitt það. I tvö ár hef ég verið að reyna að gleyma þessu, svo að þetta eru nokkur umskipti”. „Jaá”, stundi Joe. „Það tók mig tvö ár að taka við mér, og nU átt þU heimtingu á umhugsunar- fresti, en hafðu hann ekki eins langan, Nora, gerðu það”. HUn hefði átt að vera glöð. Hvað var þá að? Þegar hUn var lögst upp I rUm, gerði hUn sér ljóst, hvaö á vantaði. Joe hafði ekki tekið það fram, að hann elsk- aði hana. En hvað gekk honum til að biðja hennar, ef hann elskaði hana ekki? Henni varð illa við, er hUn gerði sér ljóst, að hUn var að Ihuga hvatir Joe, eins og hann væri sakborningur. Þegar tor- tryggnin Ur starfinu var farin að leika lausum hala I einkalífi hennar, þá var llklega kominn timi til að hætta, en ekki fyrr en hUn hefði bætt Ur máli Gabbyar. James Felix liðsforingi ein- bllndi grænleitum augunum á Noru, á meðan hUn bar upp mál sitt. Þegar það var afstaðið, sagði hann: „Það er bUiö að stofna nýja deild, sem sér um rannsókn svona mála, Kynferðisafbrotadeildina. Viltu láta flytja þig einhvern tak- markaðan tlma, þá þyrftirðu ekki að eyöa friinu þinu?” „Ég hef ekkert á móti því að nota eigin tlma, liðsforingi”. Sá möguleiki var fyrir hendi, að þetta yröi varanlegt, og henni var ekki um það. „Viljiö þér ekki lofa mér þessari viku”, bað hUn, „og ef ég hef þá ekki komist að neinu nýju og mér stæði þetta þá til boða...” Hann kinkaði kolli. Lee Wilburn liðsforingi, yfir- maður Kynferðisafbrotadeildar- innar, var lág vexti, ljóshærð, fríð og innlifuð I starf sitt. „Þaö gleður okkur að fá yður hingað, Mulcahaney. Felix liðs- foringi hefur skýrt fyrir mér málavexti, og við komum okkur saman um að li'ta á þetta sem sér- stakt verkefni. Hvað höfuð þér hugsaö yður?” „Fyrst og fremst leikur mér hugur á að geta hrakiö fullyröing- ar sakborningsins um, að hann og Gabriella Constante hafi eytt saman tveimur klukkustundum, áður en þetta gerðist. „Allt I lagi, en það væri samt best fyrir þig áð láta nýju deild- ina,sem er verið að stofna og fæst við svona mál, sjá um þetta”. „En mig langar til að gera þetta sjálf”. Joe yppti öxlun^. Hann skildi hana mæta vel. Joe sagði fátt á meðan þau óku heimleiðis. Hann lagði bílnum fyrir utan heimili hennar og drap á honum. Hann virti hana fyrir sér I birtunni af götuljósunum. „Llður þér ckki betur nUna?” „JU, og þakka þér fyrir ábend- ingarnar”. „Við eigum vel saman. Við skiljum hvort annað, við getum talað. Við höfum sömu áhuga- málin. Hvernig væri, að við gift- um okkur”. Nora varð aldeilis hlessa. „Þegar við sáumst slðast, fyrir nokkrum vikum, baðég þig um að hugsa um mig. Ég átti við, að þU hugsaöir um okkur. Gerðirðu það?” „Ég bjóst ekki við, að þU minnt- ist á þetta svona fljótt aftur”, fór Nora undan í flæmingi. „Satt að segja bjóst ég ekki við þvl heldur. Ég ætlaði að blða með þaö, þangað til ég fengi stöðu- hækkun, annars hefði ég ekki ver- ið að eltast við hana. Þú hlýtur að hafa séð I gegnum það”. „Nei”. „Fjandakomið, ég hef látið mér þaðivndaað vera undirforingi I tólf ár. Hvers vegna ætti ég svo sem að fyllast metorðagirnd allt I einu?” Hann glotti litillega. „Menn ættu að hafa upp á eitt- hvað að bjóða, þegar þeir biðja sér konu. Liðsforingjar þurfa ekki að leggja sig I hættu eins oft og undirforingjar, og þeir hafa miklu betri tekjur. Og eins og ég sagöi, þá ætlaði ég að biöa með þetta, en I kvöld fannst mér — við höfum þegar beöiö fjandi lengi. Sem sagt.... viltu giftast mér?” Nora,brosti allti einu. „Ég hélt, að þU myndir aldrei spyrja”. Hann dró hana að sér. „Nei blddu... ég meina... ég meina, að ég bjóst ekki við aö þU myndir spyrja. Ég hef verið hálf- skotin I þér frá þvi aö viö sáumst fyrst, manstu?” Joekinkað kolli. „Kannski varö ég það Hka, en gerði mér bara ekki grein fyrir þvl”. 20 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.