Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 21
Hinn nýi yfirmaöur Noru kink- aöi kolli. „Samkvæmt kvörtun- inni, voru göturnar auöar, en þar sem hún var i uppnámi.... Lofiö ungfrú Constante að jafna sig, en takiö Dana fyrir fyrst”. Nora hringdi fyrst á stöðina, þar sem Earl Dana vann. Eig- andinn sagöi henni, að Dana heföi sagt upp deginum áöur. Næst haföi hún samband viö konuna, sem Dana leigöi hjá. Hún sagöi henni, aö hann heföi komið heim mjög æstur, tekiö föggur sínar og fariö meö þaö sama. Eitthvað það haföi gerst, sem kom Dana til að hypja sig, og þaö var helst aö komast aö þvi á stöö- inni. Stöövareigandinn haföi brugðið sér frá til aö fá sér aö boröa . Nora vék sér að ungum af- greiöslumanni. Nafn hans var saumað á brjóstvasann hans. „Ég heiti Mulcahaney og er frá rannsóknarlögreglunni, Bill. Þaö er út af Earl Dana”. Hún virtist hikandi. ,,Þú getur kannski hjálp- aö mér, þ.e.a.s. ef þú hefur veriö hér seinni partinn i gær, þegar hann hætti”. „Ég var hér”. „Mér skilst, að hann hafi komiö i vinnuna eins og venjulega, en tveim stundum sföar hafi hann ætt inn á skrifstofuna og sagt upp. Var hringt i hann?” „Neibb, þaö ók bill hérna upp- aö, og Dana fór aö afgreiöa hann. Svo veit ég ekki fyrr til en hann kemur inn og segir mér aö taka viö, og snýr sér svo að Gerard og segir: „Ég er hættur”. Þetta var nú allt og sumt”. „Tókstu nokkuö eftir kúnnan- um?” „Já reyndar”. „Var þetta einn af föstum viö- skiptavinum ykkar?” „Nei, aldrei séö hana áöur”. „Gætiröu lýst henni?” „Hm.... ljóshærð... llklega um fertugt. Hún var á Chevrolet Im- pala ’74”. Nora brosti ánægð. „Greiddi hún i reiöufé?” Hann varð hugsi. „Ég held ekki. Ég held, að hún hafi haft viðskiptakort”. „Hún hefur þá kvittað. Hún ætti þá aö vera á skránni”. „Já, jú, en ég man ekki, hvað hún hét. „Hvað segiröu um að fara i gegnum listann. Kannski rifjast þaö upp fyrir þér”. En það lánaöist ekki, til þess voru kvennanöfnin of mörg. Nora skrifaði þau öll upp, og þau fylltu tvær siður i minnisbókinni henn- ar. Búiö var að kveikja ljósin á hinni litlu skrifstofu Kynferöisaf- brotadeildarinnar, þegar Nora kom þangað. Hún kynnti sig fyrir konunni, sem var á vakt. „Ég heiti Dolly Dollinger”, svaraöi konan. „Ég þarf að hringja í nokkur númer”, sagði Nora og sýndi henni nafnalistann. „Þú verður i allt kvöld aö þessu, á ég aö hjálpa þér?” „Það væri ágætt, þakka þér. Þetta eru, sjáðu til, nöfn þeirra, sem fengu bensin út á reikning á Broadwaystöðinni i gær. Þar vann Earl Dana, þangaö til I gær. Ljóshærður kvenmaður kom á stööina, og þegar hann sá hana, fór hann inn og sagöi upp. Það fyrsta, sem við þurfum þvi að gera, er aö velja kvenfólkiö úr og svo að finna út, hvénær konan kom á stöðina. En ég vil ekki gera hana hrædda”. „Og hvað eigum við að segja við hana?” „Að það hafi fundist verömætt kvenúr á stöðinni og, að við séum aö reyna aö finna eigandann”. Dolly og Nora kepptust viö verkiö, án þess að tala saman. Klukkan sex rétti Dolly Dollinger úr sér og varp öndinni. „Jæja, þá er þetta komiö, ég er meö þrjár, sem koma til greina”. „Og ég tvær”, sagöi Nora. „Ég ætla aö drífa mig i þetta”. „Ég dreg I efa, aö þú fáir þaö út úr þeim, sem þú vilt, ef þú talar viö þær, þegar eiginmenn þeirra eru heima”. „Satt segiröu, ég biö þá meö þetta þangaö til á morgun. Þakka þér fyrir, Dolly”. Nora geröi þvi skóna, að konan, sem komiö haföi á stööina, heföi oröiö fyrir baröinu á Dana. Hvort sem hún hafði komiö, vegna þess aö hún haföi séö mynd af honum i blöðunum, eða af tilviljun og hvort sem hún hafði yfirleitt þekkt hann, þá hafði hann sýni- lega þekkt hana. Nora kaus fyrst aö tala við konu aö nafni frú Catherina Mercer. Frú Mercer bjó I Tiunda austurstræti, og Dana hafði einmitt unniö I sama hverfi, áður en hann fór aö vinna á Broadwaystöðinni. Frú Mercer var bæði ljóshærö og á fertugs- aldri, þó erfitt væri að hugsa sér þessa rólyndislegu og glæsilegu konu sem fórnarlamb nauögara. Nora kynnti sig. „Mér skilst, að þér hafiö keypt bensin á Broad- waystöðinni um fimmleytiö á miövikudag. Skiptiö þér venju- lega við þá stöð?” „Nei”. „Viö hverja þá?” „Er þetta út af úri, sem einhver EGE GÓLFTEPPIN VEGGFOÐUR ÚRVAL GÓLFDÚKA MALNINGARVÖRUVAL 22. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.