Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 22
týndi á miðvikudaginn? Það hringdi hingað einhver kona.. voruð það þér?” „Nei, það var annar lögreglu- maður. Er einhver ástæða fyrir þvi, aö þér viljið ekki segja mér, hvar þér kaupiö vanalega bens- In?” ,,Á Amocostöðinni i Áttunda stræti. Og viljið þér nú ekki segja mér, hvað yður er á höndum?” „Við erum, að reyna að klöfesta mann, sem er grunaður um nauðganir. Við höldum, að þér hafið kannski þekkt manninn, sem ætlaöi að afgreiða yður á Broadwaystöðinni”. „Ég! Þekkt nauðgara?”' „Hann þekkti yður. Hringdi Earl Dana í yður og sagði yður að láta ekkert uppi?” „Ég veit ekkert um neinn Earl Dana — eða um hvað þér eruð að tala”. „Ég er viss um, að þér hafið haft yðar ástæður fyrir þvi að til- kynna ekki um tilræðið. En fleiri konur hafa orðið og munu verða fyrir barðinu á honum”. „Ein er þegar búin að þvi, frú Mercer. Hún heitir Gabriella Constante. Tilræðismaðurinn mætti fyrir ákærukviðdómnum og fullyrti, að hún hefði verið vilj- ug og kviðdómurinn neitaði að á- kæra”. „Naumast, að hún hafði upp úr krafsinu”. „Þessi stúlka hefur verið svl- virt og niðurlægð”. „Það er ekki gaman að því, en hvaö get ég gert við þvl?” „Ég ætla mér að sanna, að Earl Dana sé nauðgari. Þegar það verður, þá spyr ég hann um yður. Ég mun sjá til þess, að þér þurfið að bera vitni fyrir rétti. Er það þa_ð, sem þér viljiö, eða ætlið þér að leysa frá skjóðunni núna, og ég lofa þvl,aðþetta ferekki lengra”t- Catherina Mercer neri saman höndunum. „Maðurinn minn er mjög afbrýðisamur, og I seinni tlð hefur hann verið mjög tortrygg- inn. Guð minn góður, ef Jeff kæmist að þessu...” „Ekki mun ég segja honum”. Catherina Mercer dró andann djúpt. „Það hlálega við þetta er það, a6 ég hafði tekið eftir þess- um ...Earl Dana.... á stöðinni héma niður frá. En þegar þetta gerðist, þekkti ég hann ekki. Ekki fyrr en það var búið. Ég reyndi aö gleyma þessu. I fyrstu gat ég ekki um annað hugsað, en þegar frá leið — manni finnst maður ekki geta gleymt sársaukanum eða skömminni — en maður gerir það samt. En þegar hann kom að biln- um mlnum á miövikudáginn, þá trúði ég þvi ekki. Hann haföi auð- vitaö breytt útliti slnu, en ég þekkti hann”. Nora hváði: „Breytt?” „Hann var meö axlasltt, ljóst hár og yfirskegg. En þessum vatnsbláu augum gat hann ekki breytt”. „Tókuö þér eftir, að hann er tattóveraöur á handleggnum?” „Hann var I yfírfrakka”. Nora andvarpaði. „Um hvaða leyti dags gerðist þetta?” „Dætur mlnar voru ekki komn- ar heim úr skólanum, svo að klukkan hefur ekki verið oröin fjögur. Ég var að koma inn um útidymar niðri, þegar einhver kom aftan að mér, greip fyrir munninn á mér og ýtti mér inn. Hann fór meö mig að bakdyra- stiganum”. „Reynduð þér að æpa?” „Hann hélt fyrir munninn á mér og sagði sem svo, að ef ég æmti eða skræmti, mölbryti hann á mér hausinn”. Þetta var nákvæmlega hið sama og hann hafði sagt við Gabby. „Ég varð að jafna mig, áður en stúlkurnar komu heim”, hélt Catherina Mercer áfram. „Það var verst af þessu öllu”. Nora sýndi henni mynd af Dana. „Er þetta maðurinn?” „Svona lltur hann út núna”. „Þakka yður, frú Mercer”. Catherina virti Noru fyrir sér óró- leg. „Ég vildi, að ég gæti borið vitni. Ef þér haldið, að það sé til einhvers eftir allan þennan tima”. Nora var líka hikandi, svo stundi hún. „Ég er hrædd um, að vitnisburður yðar dygði ekki. Ef Dana hefði ekki breytt um útlit og þérhefðuð tekið eftir tattóvering- unni...” Nora bar saman tilræðin tvö. Byggingarnar voru báðar stórar og ópersónulegar. t hvorugri voru dyraverðir — það var sláandi. Ef Dana valdi fórnarlömb sfn fyrir- fram, þá var þetta frumskilyrði. Hún varð að hafa upp á einu fórnarlambinu enn. Það þýddi fleiri lista, meira ráp, og fleiri viötöl. Hún hélt á stöðina, sem Dana hafði unnið á, þegar hann nauðgaði Catherinu Mercer. Þó ekki væru nema tveir mán- uðir frá þvl, að Earl Dana hætti, var það að þakka nýlegri frétt I blöðunum, að hann var ekki gleymdur, útskýrði forstöðu- maöurinn, Paul Zoubek. Zoubek vissi raunar ekkert um einkallf Dana. Nora spurði, hvort hún gæti fengið að sjá ráðningarskýrsl- urnar. Á skýrslu Dana var litið að græða. Undir fyrri störf hafði hann aðeins getið um einn vinnu- stað — bensínstöð I Syracusu. Þaöan hafði hann komið beint hingað. „Hafðirðu sambandi við fyrri vinnuveitandahans?”spurði hún. Zoubek varð kindarlegur. „Ég bjóst ekki viö, aö hann yrði viðloðandi svo lengi, að það tæki þvl. Hannhætti eins og þú sérð.. I lok ágúst. Hann sagðist hafa fengið betri vinnu.” „A hvaða timum vann hann?” „Frá þrjú til ellefu á kvöldin.” Hann hafði ráöist á frú Mercer um fjögurleytið. „Hvenær átti hann frl?” „Það var misjafnt.” „Hvernig kom honum saman við viðskiptavinina?” „Þeim féll vel við hann.” „Var hann nokkuð tiltakanlega stimamjúkur við einhverja konuna?” ,,Ég varö ekki var við neitt sllkt.” „Haldið þið skrá yfir fasta viöskiptavini? Fólk, sem er I reikning.” „Þá.sem borga 1 reiðufé, og þá, sem hafa viðskiptakort hjá oliu- félögum.” „Er þér ekki sama þó ég llti á listana?” „Þaö er nú ekki mikið að sjá, ég geymi þá bara I viku.” „Fyrirtækiö hlýtur að halda ársskýrslu yfir skuldunauta slna.” „Hef ekki hugmynd um það.” „Aðeins ein leið til að komast að þvl”. Nora stóö á fætur. Tilræði það, sem Nora ætlaði sér I lagi að koma upp um, hafði liklega oröið skömmu áður en Dana hætti á stöðinni. Hún varð þó aö athuga allan þann tlma, sem Dana hafði unniö þar. Eftir að hún hafði athugað listana á stöðinni, sneri hún sér að bókhaldi fyrirtækisins yfir skuldunauta þess. Hún sat það sem eftir var vikunnar á skrif- stofu fyrirtækisins og hafði I lok hennar þá skráð hundruð nafna. Oöru hverju reyndi hún að komast að þvi, hvað orðið hafði af Dana. Hún hringdi á bensin- stöðvar I þeirri von, að hann væri enn I New York. Hún fann hann loks á Elitestöðinni I Sutton Place hverfinu. Auk þess að vita, hvar Dana var að finna, hafði Nora ekki annað fram að færa, eftir viku- vinnu, en lengri nafnalista. Hún gerði sér vonir um, að eitt nafn að minnsta kosti væri lika á skrá lögreglunnar yfir óleyst nauðg- unar mál. Hún hélt á lögreglustöðina. Þar settist hún við að gera lista um óleyst nauðgunarmál. Næsta skref var að bera hann samgn við hinn listann. Hún sat ýið i tæpan klukkutlma. Hún trúöi naumast eigin heppni, er hún rakst á sama nafn og sama heimilisfang á báðum listunum: Isabel M. Haggerty, nr. 340 Nitjánda Austurstræti. Tilræöið hafði verið gert átjánda júní, fyrr en Nóra haföi átt von á og áður en frú Mercer lenti I hinu sama. Illvirkinn hafði ráðist aftan að konunni og ruðst inn I ganginn, dregið hana að bakdyra- stiganum og nauðgað henni þar. tlýsingunni af manninum stóð, að hann hefði vérið mjög sterkur, hár, grannur, og með sitt ljóst hár. Þvl miður var ljósaperan i ganginum útbrunnin, og þvi haföi ungfrú Haggerty ekki getaö virt hann vel fyrir sér. „Fjárans ólán”, muldraði Nora. En hvað um það, hér var eitt fómardýr Dana á ferðinni enn. Nú væri aö ná tali af þvl. Hús það, sem Isabel Haggerty bjó I, féll vel inn I forskriftina, I meöallagi stórt, engir dyraverðir, Ibúðarlaust. En Isabel Haggerty haföi farið úr jafnvægi viö til- ræðið og flutt fyrir mörgum mánuðum. Þegar Nora kom að húsinu, sem henni haföi verið tjáð, aö Isabel Haggerty hefði flutt I, varð henni hugsað, að það kostaði liklega sitt aö búa þar. Þar var bæði dauflegur og leiður dyra- vöröur og leiður lyftuvörður. Þegar hún spurði eftir ungfrú Haggerty, góndi dyravörðurinn bara á hana. „Hún á heima hérna, er það ekki?” „Nei, frú mln.” Hann horföi kynlega á hana. „Hvað viljið þér henni?” Nóra sýndi honum þegjandi lögregluskírteini sitt. „Lögregla, og þér vitið þetta ekki? Hún er dauð. Stökk út um glugga fyrir svona ári siðan.” Sjálfsmorðið var framið I Sautjánda umdæmi. Rann- sóknarlögreglumennirnir, sem voru með málið, höfðu enga möguleika haft til að sjá samband milli dauða Isabellu og nauðg- unarinnar, sem gerst hafði I Niunda umdæmi. Skýrslan var sorglega stuttorð. Samkvæmt vitnisburði foreldranna höfðu þau aðeinshaftáhyggjur af þunglyndi dótturinnar, en hún hafði full- vissað þau um, að hún væri bara þreytt og utan við sig vegna mikils vinnuálags. Augljóslega hafði hún ekki sagt þeim frá nauöguninni. Rannsóknin varð ekki ýtar- legri. Ekki er óvenjulegt i stór- borgum, að ungar þrúgaðar og einmana stúlkur stökkvi út um glugga. Málið lá ljóst fyrir. Enda þótt þeir,sem höfðu með málið að gera, hefðu vitað um nauðgunina, hefði það engu breytt. Nora reyndi að sannfæra sig um, að sllkt hefði aðeins orðið til að styðja það enn frekar, að um sjálfsmorð hefði verið að ræða. Hún ein vissi, að Dana bar ábyrgðina á þessu. Hann hafði orðið tsabel að bana, siðferðilega, ef ekki gagnvart lögum. Nora var nú enn ákveðnari en fyrr að kló- festa hann. Framhald I næsta blaði 22 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.