Vikan

Tölublað

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 45

Vikan - 29.05.1975, Blaðsíða 45
NÝTT Á PRJÓNUMUM FRÁ ÁLAFOSSI & B DÖMUJAKKI Stærð: Nr. 38 (40) 42 Efni: Lopi 4 1000 g. Langir prjónar, nr. 5 og 6, Prjónafesta: 11 1: 10 cm. Ef þörf krefur, skal skifta um stærð á prjónum, til þess að rétt prjónafesta náist. Mynstur I: prjónað á prjóna nr. 5. 1. p: 1 slétt, 1 brugðin. 2. p: prjónið slétta lykkju yfir slétta, brugðna lykkju yfir brugðna . Þessir 2 prjónar mynda mynstur I. Mynstur II: prjónað á prjóna nr. 6. 1. p (rétta): sléttur. 2. p (ranga): 2 sléttar, x 1 tekin óprjónuð af prjóninum, með bandiö framan við lykkjuna, 3 sléttar, endurtakið frá x, þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2 lykkjur sléttar. Þessir 2 prjónar mynda mynstur II. Bak: Fitja upp á p nr. 6, 57 (61) 65 1. Prjóna 2 p garðaprjón, síðan mynstur II. Þegar bak- ið mælist 48 (50) 52 cm, er fellt af fyrir hand- veg 4 1 hvoru megin. Prjónið nú laskaúrtök- urnar þannig, frá réttunni: 2 sléttar, 1 lykkja tekin óprjónuð af prjóninum, 1 slétt og ó- prjónuðu lykkjunni steypt yfir hana. Þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónast 2 lykkjur sléttar saman og 2 sléttar. Endurtakið þessar úrtökur á öðrum hvorum prjóni, þar til komnar eru 16 (17) 18 úrtökur. Fellið af og prjónið Vinstri boðang: Fitja upp á prjóna nr. 6, 34 (38) 41 lykkjur. Prjónið 2 p garðaprjón, síðan mynstur II, nema síðustu 7 lykkjurnar, sem eru prjónaðar með garðaprjóni. Látið sléttu lykkjuna næst garðaprjónskantinum halda sér alla leið upp að öxl. Þegar boðangurinn mælist 48 (50) 52 cm, eru felldar af 4 lykkj- ur fyrir handveg. Prjónið nú þannig: I. p (réttan): 2 sléttar, 1 tekin óprjónuð af, næsta lykkja prjónuð slétt og óprjónuðu lykkjuni stcypt yfir hana. Þegar 9 lykkjur eru eftir á p cr prjónað þannig: 2 slétta saman (við háls- mál), auka í 1 lykkju, 7 sléttar. 2. p: 8 sléttar, að öðru leyti eins og p 2 í mýnstri II x—x. 3. p: 2 sléttar, 1 tekin óprjónuð af, næsta prjónuð slétt og óprjónuðu lykkjunni steypt yfir hana. Þcgar 8 lykkjur eru eftir á prjónin- um. I lykkia aukin í, 8 sléttar. 4. p: 9 sléttar, að öðru leyti eins og p 2 í mynstri II x—x. Endurtakið þessa 4 prjóna, þar til úrtökurnar við hálsmálið eru 5 (7) 9. Haldið áfram að bætá lykkjum við kragann, þar til þær eru 19 (20) 21. Þegar komnar eru 16 (17) 18 úr- tökur fyrir handveg, eru felldar af 2 1. Verða þá eftir 20 (21) 22 lykkjur fyrir kraga, sem cru prjónaðar áfram með garðaprjóni, þar til komnir eru 18 (20) 22 prjónar. Prjónið hægri boðang gagnstætt. Lykkið sam- an kragann að aftan. Ermar: Fitja upp á prjóna nr. 6 37 (41) 45 lykkjur. Prjónið 24 slétta prjóna (garðaprjón), síðan mynstur II. ■Þegar ermin mælist 22 (25) 27 cm, er 1 lykkju bætt við hvoru megin, 2svar sinnum á 10 Prjónum. Eru þá 41 (45) 49 1 á prjóninum. Þegar errnin mælist 48 (50) ,52 cm, eru felldar af 2 lykkjur hvoru megin fyrir handveg. Prjónið 4 p og byrjið síðan á laskaúrtökum eins og á bakinu. Þegar komnar eru 15 (16) 17 úrtökur, er fellt af. .. - Bclti: Fitja upp á prjón nr. 6, 9 lykkjúr, og Prjónið garðaprjón. Þegar beltið mælist 150 (160) 170 cm, er fellt af. Erágangur: Saumið jakkann saman með garða- Prjónssaum. Gerið bönd í hliðarnar fyrir belt- 'ð. Gangið frá lausum endum. Pressið peys- úna ekki en leggið hana á milli tveggja vel UPP undinna handklæða, þar til þau eru þurr. Herrapeysa Stærðir: 48 (50) 52. Efni: Lopi, 1000—1100 g. Prjónar eins og fyr- ‘t' dömujakkann. Bak: Fitja upp á prjóna nr. 5, 64 (65) 69 lykkjur. Prjónið 12 p af mynstri I. skiftið um Prjóna og prjónið mynstur 11, þar til bakið mælist 50 (54) 58 cm. Fellið 4 lykkjur af fyrir handveg hvoru mcgin, og prjónið laskaúrtök- úr eins og á dömujakkanum. Þegar komnar eru 18 (19) 19 úrtökur, er fellt af. Eramstykki er prjónað eins og bakið. Ermar: Fitja upp á prjóna nr. 5, 29 (33) 33 lykkjur. Prjónið mynstur I, 12 prjóna. Skiftið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið mynstur II. Aukið út á 6. hverjum prjóni 1 lykkju hvoru megin. þar til 45 (49) 49 lykkjur eru á prjón- 'num. Prjónið, þar til ermin mælist 50 (51) 52 cm, fellið þá niður 4 lykkjur hvoru megin fyrir handveg. Byrjið þá laskaúrtökur, 3svar sinnum á 4. hverjum prjóni, síðan á 2. hverj- Pað er leikur að læra í brother prjónabókinni eru 1000 munstur. Auk þess getið þér prjónaö á vélina hvaöamunstursem yöur dettur i hug. Á BROTHER PRJÓNAVÉL, SEM ER SÚ FULLKOMNASTA Ef viö auglýstum að BROTH ER KH 820 hefði útbúnað fyrir brugðið prjón f ram yf ir aðrar prjónavélar, værum við að segja ósatt og auglýsa fáfræði okkar um prjónavélar, því allar prjónavélar hafa nú slíkan útbúnað. Hinsvegar hef ir nýjasta gerð BROTHER KH 820 þetta fram yfir allar aðrar prjónavélar, sem hér eru boðnar: 1. sjálfvirkur nálaveljari í sleða. 2. mynsturkort gengur í hring, þannig að ekki þarf að setja það i að nýju. 3. 24ra nála breidd á mynstri og prjónar þvi helmingi stærra mynstur en aðrar vélar. 4. stærö á sniðreiknarafilmu er 63X104 cm. KH 820 hefur einnig alta bestu kosti annara prjónavéla: ÖrotTier KH820 prjónar 2 litl i einu sjálfvirkt. brother KH 820 prjónar allt mynstur sjálfvirkt eftir tölvukorti örother KH 820 prjónar auðvitað bœði slátt og brugöið. brother hefir einnig sleða fyrir sjálfvirkt knipplingaprjón. brother skilar einnig ofnu munstri. Með brother KH 820 getiö þér fengiö sniðreiknara. Þér þurfið aðeins að teikna stykkið inn á filmuna. Reiknarinn segir síðan til um hvenær á að fella af eða auka i. brother kh 820 er langfullkomnasta heimilisprjóna- vélin á markaðinum. Komiö, sjáiö, sannfærist BORGARFELL 9 Skólavörðustíg 23 sími 11372 4. prjónn: 3. og 4. hver lykkja prjónuð saman prjóninn út. 5.. 6. og 7. prjónn: gafðaprjón. 8. prjónn: 2. og 3. hver lykkja prjónuð saman. 9., 10. og II. prjónn: garðaprjón. 12. prjónn: 2 lykkjur prjónaðar saman prjóninn út. Dregið upp úr lykkjunum. seni cftir eru. Saumið saman húf- una og gangið frá lausum endum. Frágangur eins og scgir um dömujakkann. Prjónauppskrift: Bára Þórarins Öll réttindi áskilin 22. TBL. VIKAN 45 nm prjóni. þar til úrtökurnar eru orðnar 15 (16 )16. Fellið af. Hálslíning: Saumið peysuna saman. Takið upp 58 (60) 60 lykkjur kringum hálsmálið á prjón nr. 5, prjónið mynstur I. 16 umf. Fellið af og saumið kantinn niður á röngunni. Pressið peysuna ekki, en leggið hana á milli tveggja vel upp. undinna handklæða, þar til þau ern þurr. DÖMUHÚFA Efni: Lopi. 100 g 4 Tweed. 2 prjónar nr. 6. Fitja upp 53 lykkjur, prjóna 24 prjóna garða- prjón, síðan mynstur II. þar til húfan mælist 23 cm. Prjónið þá 3 prjóna garðaprjón. 44 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.