Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 3
 r i KYNIANNA )IN Rætt við Halldóru Eldjám forsetafrú. Fyrrum sátu danskir amtmerin og fógetar á Bessastöðum á Alfta- nesi, og fyrir um það bil tveimur öldum var reistur þar á staðnum myndarlegur bústaður handa þcim dönsku embættismönnum, scm fóru með stjórn á islandi I umboði danakonungs. Hús þetta, sem er sleinhús, á sér nierkilega sögu. éar var Bessastaðaskóli til húsa og seinna bjuggu þar Bessa- staðabændur, og síðan islenska lýðvcldið var stofnað hefur það verið bústaður forseta islands, en Sigurður Jónasson gaf islenska rikinu jörð og hús á Bessastöðum fyrir forsetabústað. Þá teiknaði Gunnlaugur Halldórsson arkitekt móttökusal og blómaskála, sem bætt var við húsið, og hann haföi jafnframt umsjón með þeim breytingum og lagfæringum, sem gerðar voru á eldri húshlutanum. í tiö Asgeirs Asgeirssonar var enn bætt við bústaðinn, þegar byggð var bókhlaða, sem Gunn- laugur teiknaði einnig. Þar er nú varðveitt bókasafn, sem forscta- cmbættinu var gefið fyrir nokkrum árum, en mestur hluti þess er úr bókasafni Boga ólafssonar. llúsgögn i forseta- bústaðnum voru flest keypt I Englandi undir lok siðari heims- styrjaldarinnar, og málverkin, scm prýða bústaðinn eru flest I eigu Listasafns islands. Eins og flestir vita hafa þrir forsetar setið á Bessastöðum, þeir Svcinn Björnsson, sem var fyrsti forseti lýðveldisins, Asgeir Asgeirsson, sem kjörinn var forseti árið 1952, og Kristján Eld- járn, sem kjörinn var forseti árið 1968 og tók viö embætti sama ár. Kristján nam fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla árin 1936 — 1939, og siðar stundaöi hann nám I heimspekideild Iláskóla tslands, þaðan sem hann lauk meistaraprófi i islenskum fræðum sama ár og lýðveldið var stofnað. Ari siðar gerðist Kristján safnvörður á Þjóðminjasafninu, og árið 1947 tók hann við embætti þjóðm injavarðar, sem hann gegndi þar til hann tók við em- bætti forseta tslands. Kona Kristjáns og forsetafrú er Hall- dóra Eldjárn, en þau hjónin giftust áriö 1947. Þau eiga fjögur börn, en af þeim eru ekki nema yngri sonurinn, Ingólfur Arni, lengur heimilisföst hjá foreldrum sinum. Fyrir nokkru heimsóttum við t blómaskálanum sáum við þennan myndarlega fálka. 25. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.