Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 6
HVAR STERKU KONUR? HINAR Finnska konan Helvi Sipila, semeinn aðstoðaraðalritari Sameinuðu þjóðanna, á hugmyndina að alþjóðlega kvennaár- inu 1975 og er aðalritari þess. Hér á eftir fer viðtal, sem blaðamaður átti fyrr á árinu við hana i aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna i New York. — Imyndið ykkur ekki, að við getum breytt öllu á einu ári. Auövitað getum við það ekki. En við getum verið á verði og látið að okkur kveða á árinu. Viö verðum að berjast einhuga gegn þvi, að ein manneskja geti misnotað sér aöra. Og engu máli skiptir, hvort um er að ræða karl eða konu. En við vitum, hvernig lif konunnar er i samanburðu við lif karlmanns- ins, og hver og einn verður að gera þaö upp við sig, hver misnot- ar hvern. Þið hafið heyrt hennar getið áð- ur. Helvi Sipilá heitir hún og er finnsk. Hún verður sextug á miðju þessu ári, sem hún hefur barist fyrir undanfarin ár, og gef- iðvar heitið: Alþjóðlega kvenna- árið 1975. Hún á fjögur uppkomin böm og tvö barnabörn. Helvi Sipilá er einn aðstoðar- aðalritari Sameinuðu þjóðanna og býr i New York. Þetta er virðulegtstarf, og engin kona hef- ur komist eins hátt i virðingar- röðinni innan Sameinuðu þjóðanna, en þar ráða karlmenn auðvitað lögum og lofum. Mörg- um þætti eflaust nóg að veita for- stöðu deild, sem ber heitið Social Development and Humanitarian Affairs (félagsþróun og mannúðarmáD, en henni hefur verið falið annað stórt verkefni að auki.» Kurt Waldheim útnefndi hana aðalritara kvennaársins, og auðvelt er að imynda sér, að það er mikið starf að stjórna ráð- stefnu, sem tekur heilt ár og fer fram alls staðar i heiminum. Helvi Sipilá er lögfræðingur og á að baki langan starfsferil. Hún starfaði i ýmsum ráðuneytum á striðsárunum, og árið 1960 tók liún fyrst sæti i finnsku sendi- nefndinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, og hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir finnsk kvennasamtök. lielvi Sipilá litur á ráðstefnuna um mannfjölgunarvandamálið, sem haldin var i Búkarest fyrr á árinu,sem ótviræða sönnun þess, hvers konur séu megnugar.ef þær standa saman. — Það er athyglisvert, segir Helvi Sipilá, að konan elur af sér bömin. Konur gegna þvi mikil- vægasta hlutverki i' öllu mannlifi. Eigi að siður eru það karlmenn, sem hcTttla um stjórntaumana i fjárhagslegum, félagslegum og stjórnmálalegum efnum.og beita með þvi bæði beint og óbeint kon- ur og börn miklu meira harðfengi en karlmenn. Vist er það tákn- rænt, að konur i mörgum þró- unarlöndum geta ekki einu sinni mótmælt. En hvar eru hinar ... við ættum að blygðast okkar fyrir að bera okkur saman við systur okkar í þróunar- löndunum, sem ætið hafa alið börn sin einangraðar og einsamlar.... sterku evrópsku konur? Við, sem höfum lög, sem systur okkar i Indlandi þyrðu ekki einu sinni að láta sig dreyma um, kvörtum að visu, en við látum karlmennina um að taka allar meiri háttar ákvarðanir. Hvers vegna þorum við ekki að taka virkari þátt i stjórnmálum? Hvers vegna sitja ekki fleiri konur i bæjar- og sveitastjórnum og á þjóðþingum. Hvers vegna stunda ekki fleiri konur langskólanám? Þvi meiri trú sem hver einstök kona hefur á sjálfri sér, þeim mun meiri verður samheldni kvenna. Þá getum við flutt fjöll, og við ættum að blygðast okkar fyrir að bera okkur saman við systur okkar i þróunarlöndunum, sem ætið hafa alið börn sin einangraðar og ein- samlar. Við berum ábyrgð á þvi sem konur. — Þó er það mikilvægasta að taka til starfa hver I sinu þjóð- landi. Heima verður breytingin fyrst að gerast. Þar eigum við heima. Það er mikiivægara að þoka einhverju i betri átt heima fyrir en sitja auðum höndum og dást að alþjóðlegum kvenna- samtökum. Helvi Sipiia er þvi ekki I neinum vafa um, að það sem mestu máli skiptir er, að konur taki þátt i baráttunni fyrir mannréttindum, að þær taki þátt i starfsemi kvennahreyfinga i heimabyggð sinni séu engar kvennahreyfingar starfandi i byggðarlaginu, eiga konur að stofna þær. Það er erfitt að tala um stöðu konunnar i heiminum sem heild, þvi að staða kvenna er ákaflega mismunandi eftir rikjum og álf- um, og jafnvel innan instakra rikja. Þess vegna skiptir miklu máli, að konur i hverju landi fyrir sig einbeiti sér að þvi að kanna stöðu kvenna i heimalandi sinu. Siðan er hægt að snúa sér að þvi að vinna að bættri stöðu þeirra. Nú þegar starfa nefndir i Beirut, Bangkok og Santiago að slikum könnunum. Ennfremur hefur ver- ið sett á laggirnar heil stofnun i Addis Abeba, sem vinnur að þvi að gera heildarkönnun á stöðu afriskra kvenna. Það er ákaflega mikið og'flókið verkefni, þvi að I Afriku eru 45 ríki, og staöa HOLME GAARD OFOOPENHAŒN Brc AW3*<n4TNI TO the *orn. pamsh ccmm ►ONOtuO MO* lEVt RANOW Eldhússamstæöan Palet óskadraumur húsmóðurinnar. 11 K 1f* Byrjiö aö safna Palet strax í dag. Þessir fallegu hlutir iiafa notagildi. Afborgunarskilmálar. Þeir fást meö litilli útborgun og góöum greiöslukjörum. m SlMI 40380 - ALFHÓLSVEGI 11 6 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.