Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 11
VORSTOLKA VIKUNNAR 1975 Keppnin um titilinn Vorstúlka Vikunnar 1975 hef- ur sannarlega mælst vel fyrir, það sýnir hin ágæta þátttaka lesenda i vali þeirra, sem efstu sætin hrepptu. Á ritstjórn Vikunnar var reglulegt kosn- ingaandrúmsloft, meðan verið var að telja upp úr kassanum. Lengi framan af skiptust atkvæðin svo jafnt, að úrslit virtust tvisýn, en smám saman skýrðust linurnar, og endanlegt val lesenda var ó- tvirætt. Vorstúlka Vikunnar hlýtur auk titilsins Italiuferð með Sunnu, og i næsta blaði fá lesendur að vita, hver varö sú heppna. I NÆSTU VIKU A VEÐURSTOFU ISLANDS ,,Ef heiöskirt er og himinn klár / á helga Pálus- messu. / Mun það veröa mjög gott ár, / markast það af þessu.” Svona spáðu menn nú i gamla daga. Veðrið hefur ómæld áhrif á andlega og likamlega velferðokkar, enda mun rikisútvarpinu engin timi jafn heilagur og veðurfregnatiminn. Á árum áöur spáðu sjómenn sjálfir fyrir gæftum og ógæftum og bændur fyrir þurrki og rosa, en nú hefur Veðurstofa Islands löngu tekið við veöur- spám og spáir veöri jafnt fyrir alla. A dögunum heimsótti Vikan Veðurstofuna og fékk aö kynnast starfsemi hennar. Frá þvi segir i næstu Viku. NÝ FRAMHALDSSAGA „Barbara Lang var eftirsóttasta tiskusýningar- stúlka New York borgar. Cesare Cardinali greifi var ómótstæðilegasti glaumgosi Sikileyjar. Hvar sem þau fóru saman, greifinn og stúlkan hans, fylgdi dauðinn i fótspor þeirra — dauðinn i liki rýt- ings.” Meö þessum orðum kynnir Vikan fram- haldssöguna, sem hefst i næsta blaði, sérstæða og afar spennandi sögu eftir Harold Robbins, þann á- gæta höfund. Sagan nefnist á frummálinu „Stiletto”, og var gerö kvikmynd eftir henni, sem væntanlega verður sýnd i Hafnarbiói. Á Islensku nefnist hún „Rýtingurinn”. HJA OSMONDFJÖLSKYLDUNNI Allir þekkja Osmond-bræöurna, en fáir hafa heyrt nokkuð af foreldrum þeirra, Olive og George Os- mond. í næsta blaði segir frá heimsókn biaða- manns til Osmondsfjölskyldunnar og viðtali við frúna. Frú Olive Osmond elur upp sina frægu syni og þeirra einu systur eftir ströngustu trúarreglum mormóna. Hún setur ákveðin lög, sem ekki verða brotin. I eldhúsi sinu hefur hún fjarskiptaútbúnað, svo hún getur veriö i sambandi viö fjölskylduna, hvar sem hún er stödd hverju sinni. LAGLEGIR LAMPASKERMAR Þaö erekki bráð nauðsynlegt að kaupa ljósaútbún- aö I sumarbústaðinn eöa heima dýrum dómum út úr búð, þvi það er ákaflega auðvelt aö búa til lag- legan lampaskerm á eigin spýtur. 1 þann þarf ekki annað en svolitinn tuskusnepil, nál og tvinna, já og auðvitað lampaskermsgrindina. Og eigi lampinn að vera enn ódýrari, má búa hann til úr svo til engu. Hvernig það má gerast sést I næsta blaði, þar sem kynntar eru 15 hugmyndir að laglegum lampaskermum. VIKAN Útgefandi: Hilmirh.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Matt- hildur Edwald, Trausti Olafsson, Þórdís Arnadóttir. Útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndun: Ljósmyndastofan Imynd. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 200.00. Áskriftarverð kr. 2.200.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega, kr. 4.100,00 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega, eða kr. 8.000.00 i ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. vikan 25. tbl. 37. árg. 19. júní 1975 BLS. GREINAR 18 Steinninn í götu konunnar. Grein eftir Kristínu Halldórsdóttur. 24 Þær ruddu brautina. Sagt f rá kon- um, sem urðu fyrstar til starfa í ýmsum greinum. VIÐTOL: 2 Verkaskipting kynjanna mjög rót- gróin. Rætt við Halldóru Eldjárn forsetafrú. 6 Hvar eru hinar sterku evrópsku konur? Rætt við Helvi Sipilá höf- und kvennaársins. 30 3 konur í pólitík svara 15 spurning- um Vikunnar. SoGUR: 14 i draumi manns. Smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur. 22 Þögult óp. Framhaldssaga eftir Lillian O'Donnell. Sjötti hluti og sögulok. 36 Rósa. Fimmti hluti framhalds- sögu eftir Onnu Gilbert. YMISLEGT: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 21 Á f jórum hjólum. Bílaþáttur Vik- unnar og F.I.B. í umsjá Árna Árnasonar. 34 Svolítið um sjónvarp. Kynning á efni næstu viku. 36 Stjörnuspáin. 40 Draumar. 42 Matreitt úr sítrónum í Eldhúsi Vikunnar i umsjá Drafnar H. Farestveit. 44 Ormurinn langi — einkavinur barna. Handavinna. 25. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.