Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 12
$Uáí!Ví!X!iW*Ú1 mgm wmm ni®mk #.WSliW>Vfti vk-V; ;>>v-vv7 I • r ' ' |p$|ÉÉ|i töamp -<ÍíijyÍth mmÆÉ&m- Ósammála sagnfræðingi Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifaö þér áöur, en mig hefur lengi langaö aö skrifa þér. Ég er nefnilega svo andskoti hræddur um, aö þiö hættiö meö Prins Valiant, vegna þess aö einhver „sagnfræöingur” sagöi, aö þetta væri rugl um pissi- dúkkur. Og hann ætti ekki aö segja, að „hali foster” eins og hann kallar höfundinn sé einhver ameriskur fáviti, þvi aö þá getur hann verið afhausaöur reykvisk- ur þorskur, sem skrifar ævisögu göldróttrar gaddaskötu. Ég vona svo, aö hann hætti að kalla Aletu og Lydiu bölvaðar engilfriöar og ófrjóar pissidúkk- ur. Meö fyrirfram þökk. (Þaö er aö segja, ef þetta lendir ekki i hinni heimsfrægu ruslakörfu.) Og hvernig er stafsetningin? Ég spyr ekki um skriftina! Þinn aödáandi, Baddi. Vertu alveg óhræddur, Baddi minn, viö hlaupum ekki eftir um- mælum eins og eins manns, þótt þeir titli sig sagnfræöinga. Viö vitum fullvel, aö Prins Valiant nýtur töluveröra vinsælda les- enda og lifum og breytum eftir þeirri meginreglu aö gera sem flestum lesendum til hæfis. A hinn bóginn er ég ekki alveg viss um nema Valiant hafi haft einhver óheilla vænleg áhrif á þig, eöa af hverju kallaröu veslings „sagnfræöinginn” afhausaöan? Stafsetningin er ekki sem verst, en þú mættir samt gæta meiri ná- kvæmni, þegar um er aö ræöa punkta og kommur yfir sérhljóö- um. Og heppinn varstu aö spyrja ekki um skriftina. Ballettnám. Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en mig langar mikiö til aö biöja þig aö leysa úr nokkrum spurn- ingum fyrir mig. Ég hef mikinn áhuga á að komast i ballettskóla Þjóðleikhússins. Til hvers á ég að snúa mér til þess aö fá upplýsing- ar um hann? Hvenær er inntöku- próf tekið inn i hann? Er þaö erfitt? Hvaö kostar aö vera I skólanum? Ég vona, aö þú getir leyst úr þessum spurnjngum. Hvernig er stafsetningin og hvernig er skriftin? Hvaö heldur þú, aö ég sé gömul? Meö fyrirfram þakklæti. Ballerina. Þú getur áreiöanlega fengiö all- ar upplýsingar um ballettskólann á skrifstofu Þjóöleikhússins og simanúmeriö þar finnuröu á blaö- siöu 298 i simaskránni. Stafsetn- ingin er nokkuö góö, en skriftin ómótuö, enda ertu ekki nema ellefu. ára. Á undan í skola. Kæri Póstur! Mig iangar að spyrja þig nokk- urra spurninga, sem ég þarf nauösynlega aö fá svör viö. Eng- inn hefur hingaö til getaö svaraö þeim, svo ég sný mér til þin. 1. Ef maöur er éinu ári á undan I skólá, hvað þarf maöur þá aö fá hátt I aöaleinkunn til aö komast i gaggó? 2. Hvaö þarf maöur aö gera til aö komast i M.R. 3. Hvernig fara hrúturinn (stelpa) og fiskurinn (stelpa) saman? 4. Hvaö lestu úr skriftinni og hvað heldurðu, aö ég sé gömul? Meö fyrirfram þökk. Ellý. 1. Pósturinn hefur ekki heyrt þess getiö, aö þótt fólk sé á undan I námi, gildi einhverjar sérstakar reglur um einkunnir þess. 2. Ljúka landsprófi meö fram- haldscinkunn, sem var 6.00 sföast þegar Pósturinn vissi. 3. Ætla þær aö fara eitthvaö saman? Líklega taka þær bara strætó. Ef þú átt viö, hvernig þær eiga saman, þá geta þær oröiö ágætar vinkonur. 4. Ég les ekkert úr skriftinni, þvi aö hún er mjög ómótuö ennþá. Hins vegar get ég fullvissaö þig_ um þaö, aö þú veröur aö bæta' bæöi stafsetninguna og málfar þitt mjög, ef þú ætlar einhvern tlma aö veröa á undan I skóla. Ekki neitt um tiðir. Hæ Póstur! Við þökkum þér fyrir allt gamaltog gott. Við ætlum ekki aö spyrja þig um tiöir eða þess hátt- ar, þvi að við höldum, að við vit- um nógu mikið um það. Hins veg- ar langar okkur til aö spyrja þig, hvaö nöfnin Asta, Valgerður og Þórhalla merkja. Geturðu sagt okkur, hvernig nautið (stelpa) og vatnsberinn (strákur) eiga saman? Hvernig er skriftin og hvaö helduröu, að ég sé gömul? Meö fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Tvær aö heiman. Pósturinn telur bréfritara vera fjórtán ára og þótt hann geti ekki byggt á ööru en grun sinum er hin af ykkur tveimur á svipuöu reki. Gott er til þess aö vita, aö þiö vitiö nóg um tlöir og þéss háttar, sem vonandi er rétt haldiö hjá ykkur. Nautsstelpu og vatnsberastrák er ekki spáö of góöu gengi saman. Asta er forn stytting úr nafninu Astrlöur, sem merkir þá, sem goöin unna og vernda. Valgeröur er sú, sem nýtur verndar vals, og Þórhalla er sett saman úr nafninu Þór, sem er goösheiti og nafninu Halla, sem merkir steinn. 12 VIKAN 25.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.