Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 14
Svava Jakobsdóttir í DRAUM Þaö var tekiB að birta af degi. I breibu IburBarmiklu riími meB sængurhimni yfir lá ung kona á silkilökum. MóBir hennar bograBi lit I homi og var aB þurrka af, og dóttirin furBaöi sig á þvi, aö hún skyldi einskis hafa spurt. En móöirin haföi enn ekki sagt neitt. Hún hamaöist bara meö afþurrk- unarklútnum llkt og ekkert væri sjálfsagBara svo árla morguns á þessum fyrsta hjúskapardegi dóttur sinnar. Hún var aö þurrka af snyrti- boröi. Þetta var stórt og þung- lamalegt snyrtiborB meö gráleitri marmaraplötu. BorBfæturnir sveigöust út á viö I sverúm boga hlaBnir upphleyptu bronslituöu skrauti alla leiö niöur á gólf, þar sem þaö greindist I fjóra volduga hnausa svo minnti á ljónsfætur. Unga konan greindi ekki, hvort skrautiö átti aö.merkja samflétt- aöa blóma- og ávaxtaklasa eöa nakta konullkama. A boröinu stóö spegill I gylltum útflúruöum ramma. Baukar, krukkur og ilm- vatnsglös stóöu I rööum á borö- inu, og þarna var llka örsmár pillubaukur úr skelplötu. Ungu konunni varB starsýnt á ilm- vatnsúBara meö stórum belg og lafBi niBur af honum dúskur. óljóst rámaöi hana I, aB borö I þessum stll væru kennd viB Loö- vlk 14. frakkakonung, og hún hugsaöi meö sér, aö þaö væri eng- inn öfundsveröur af aö þurrka ryk af öllu þessu upphleypta útflúri, en móöirin þreif og fægöi hvern blett samviskusamlega og þurrk- aöi rykiö af þessum framandi baukum og ilmvatnsglösum af svosjálfsagöri elju og þolinmæöi, aB engu var llkara en hún sjálf heyröi til sama tlma og boröiö og væri horfin aftur i aldir. Þó haföi hún aldrei séö boröiö áöur. Eitthvaö yröi hún aB segja viö móöur slna, en þegar hún horföi á hana svona samgróna timum LoBvIks 14., fannst henni hún yröi aöbeitakröftum til aö ná til henn- ar og fá tímana til aö renna sam- an. Og þegar hún renndi augum niBur eftir likama slnum, var hún heldur ekki viss um úr hvaöa tlma hún sjálf yröi aö tala; hún var klædd víöum náttkjól úr næf- urþunnu austurlensku silki. Frá Iágu hálsmálinu, sem huldi varla brjóstin, féllu gagnsæjar silki- slæöur niöur eftir lendum hennar og sveipuöust um hana alla eins og dularfullur hjúpur úr Þúsund og einni nótt. ósjálfrátt þreifaöi hún um andlit sér. Nei, hún var ekki meö blæju. Ég var komin I þetta, þegar lögreglan kom, sagöi hún loks. Þetta er nú meiri skömmin, sagöi móöirin, án þess aö leggja frá sér afþurrkunarklútinn. Aö lögreglan skuli þurfa aö stilla til friöar milli hjóna sjálfa brúö- kaupsnóttina. Maöur getur ekki horft framan i nokkurn mann. Maöur ætti kannski aldrei aö gera þaö. Hvaö? Horfa framan I nokkurn mann, svaraöi unga konan og minntist augnatillits brúöguma sins um nóttina. Aldreihaföihana grunaö, aö hann byggi yfir slikum draum- um, en skyndilega og ódulbúnir höföu þeir brotist fram i augum hans, þegar hann horföi á hana, og magnaö hana til sin. Óöar en varöi var hún oröin fangi i hug- skoti hans. Situr hann enn inni? spuröi hún. Þaö gerir hann sjálfsagt, sagöi móöirin og opnaöi einhvers konar svalaglugga, sem girtur var járn- grindum aö utanveröu. Einhvers staöar haföi hún séö svona glugga áöur. Jú, á leiksviöi. Þau höföu séö sýningu á Rómeó og Júllu fyr- ir skömmu, og Júlia haföi staöiö úti I svona glugga og breitt ástrik- an faöminn mót Rómeó. Leikkon- an haföi leikiö vel. Hún haföi leik- iö svo vel, aö hver einasti karl- maöur 1 áhorfendasalnum haföi leitaö athvarfs i þessum örvænt- ingarfulla faömi fullum af þrá, og nú var móöir hennar komin út aö þessum glugga meö japanska strámottu og var aö hrista úr henni ryk. Rykiö þyrlaöist upp og myndaöi grátt og mettaö ský um höfuö móöur hennar, sem kveink- aöi sér þó ekki, en hélt áfram aö hrista, uns sá varla i hana, og unga konan leit undan: hvernig gat svona ryk haldist I strámottu? Rykiö virtist leita inn fremur en út, og þaö fyllti herbergiö og öll hennar skilningarvit, uns henni fannst hún vera aö kafna. Hún átti hvergi athvarf I þessu her- bergi fyrir ryki, hvernig sem hún skimaöi, en þegar hún kom auga á strengjahljóöfæri úti I horni, gleymdi hún sviöanum I augunum og rýndi fast. Þetta var framandi strengjahljóöfæri, en hún haföi einu sinni séö þaö I blómynd og minntist þess óljóst, aö þaö hét samisen. Japönsk geisha meö svart uppsett hár I gljáandi silki- slopp haföi setiö á strámottu á gólfinu meö hljóöfærið á hnjánum og spilaö og sungið ljóöræna ást- arsöngva fyrir karlmann, sem lá I rúmi og hlýddi á. Rödd hennar hafbi risib og hnigiö á vlxl I inni- legrí seiöandi tjáningu, uns tilvist hennar var hvergi nema I þessum söng, og þegar sál hennar og lik- ami voru oröin eitt I huga karl- mannsins, sem hlustaöi, tók hann hvort tveggja til sln; likama hennar og sál. Höföu þau séö þessa blómynd saman? Þaö hlaut aö vera. Hvernig I ósköpunum haföi þessi samisen annars komist hingaö inn? Rödd móöur hennar barst til hennar úr rykmekki japönsku strámottunnar. Hann sagöi þetta væri állt þér aö kenna. Mér að kenna! Og unga konan reis til hálfs upp af silkilökunum I himinsænginni, reið og hneyksl- uö. Hann sagöi þaö. Ekki veit ég hiö sanna. Jæja, sá er góöur. Og þú heldur bara áfram aö þurrka burt allt þetta ryk. Heldurðu, aö þú ættir ekki aö hætta þvl. Þú ert aö eyöi- leggja sönnunargögn. Eyöileggja sönnunargögn! Meö þvi aö þrlfa?! Núfyrstgeröimóöirinhléá iöju sinni og horföi ákveðin beint framan i dóttur sína. Ég er ekkert aö taka hans partl, en þú getur nú llka veriö óþolandi sérvitur. Ekki gastu gift þig I hvltum brúöarkjól til dæmis. Nei...i staöinn þurftiröu aö iklæö- ast þessum .... þessum serk! Þaö skipti engu máli, sagöi unga konan mæöufull, er hún minntist þess,aö hann haföi hvort eö var séö hana I hvltum slöum brúöarkjól meö blúndum og slöri I nótt sem leið. Hún haföi staðiö I þeirri trú, aö hann væri samþykk- ur þvt, aö hún gifti sig I marglita kjólnum sinum. Hann var aö vlsu ekki nýr — hún hafði oft klæöst honum áður, og kannski mátti kalla hann serk — hann var viöur og þvingaöi hana þvf hvergi, og þess vegna gat hún hreyft sig I honum áhyggjulaus, og I honum gat hún frjáls fariö allra sinna feröa, og hún haföi sagt viö unn- usta sinn, aö hann væri tilvalinn brúöarkjóll. Sérstakur hvitur brúöarkjóll meö blúndu geröi mann aö manneskju, sem maöur heföi aldrei veriö áöur og þekkti ekki einu sinni sjálfur, og þaö værí þab minnsta, hafði hún sagt, ab maöur þekkti sjálfan sig á brúökaupsdaginn. 1 serknum sln- um gæti hún þó verið viss um, aö þaö væri hún sjálf, sem væri aö ganga I þetta hjónaband, en ekki einhver ný manneskja. Þaö var ekki fyrr en I nótt, sem hún komst aö því, aö hann leit 14 VIKAN 25. TBl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.