Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 16
sá sér til furðu, aö enn hafði hlaö- ist á það þykkt ry klag, svo þykkt, að það var óhugsandi, að það hefði allt komið Ur japönsku strá- mottunni. Borðið var þokugrátt af ryki og strit móður hennar að engu oröið. Ryk huldi smyrsl- baukana og ilmvatnsglösin, og smágeröur grár köngurlóarvefur var að breiöast yfir flöt spegils- ins, sem speglaði nú ekkert nema þennan óhugnanlega gráa blæ hrömunar, sem hvíldi vfir öllu i herberginu. Þaö þýðir ekkert að vera að þurrka af, sagði hún við móður sina. — Þetta er aftan úr öldum. En hún talaði fyrir daufum eyr- um. Linnulaust hélt móðir hennar áfram að þurrka af rykið frá tim- um Loöviks 14., enda þótt það væri óafmáanlegt og ekkert undir þessu ryki gæti nokkurn tima orð- ið hreint og nýtt. Hún haföi lika talað fyrir dauf- um eyrum um nóttina, þegar hún var búin að klæða sig úr serknum og stóð nakin og reiöubúin frammi fyrir eiginmanni sinum. Leyfðu mér að klæða þig úr, hafði hann sagt. Ég er komin úr. En það var sem hann heyrði hvorki né sæi. Mig hefur lengi dreymt um að færa þig úr þessum hvita leynd- ardómsfulla hjúp, sem hylur þig fyrir augum mér, og hún stóð undrandi og orðlaus, þegar hún sá hvita mynd sina birtast I augum hans, og þegar hún leit niður eftir Hkama slnum, vissi hún, að hún haföi séð rétt^ hún var komin i hvitan siðan brúðarkjól, og blúnduslör bylgjaðist niöur frá höfði hennar og alla leið niður á gólf. Þá fyrst á ég þig, hvislaði hann. Þegar ég hef rifið utan af þér þennan hvita hjúp. Þá ertu min. Þegar hann réðist á hana og fór að rifa utan af henni silki, blúndur og slör, fór hún að æpa. Það var engu likara en hann væri að rifa utan af henni húðina. Innsta kvika tilveru hennar stóð opin og óvarin, svo jafnvel andrúmsloftið nisti hana eins og svipuhögg, og hún veinaði af sársauka. En sár- ast veinaði hún undan augnatilliti hans, sem endurspeglaði i sifellu nýja mynd af henni, ýmist af blfðu, losta eða grimmd, og hún var ofurseld þessum ókunnu konumyndum, sem hún sá i aug- um hansog hafði sjálf ekki lengur vald á þvi, hver hún var. Hún æpti enn, pegar hann Iagoi hana upp i silkihjúpaða himin- sængina og hafði ekki einu sinni rænu á að undrast, hvað orðið var af dýnunni þeirra þykku á sökkl- inum, og enn æpti hún, þegar hún var komin i þennan framandi austurlenska silkibúning og hana grunaði, já, hún var viss um, að Ibúðin þeirra i Breiðholtinu væri orðin að höll kalifa og i hverju herbergi lægi kona i rólyndislegri undirgefni kvennabúrsins og biði herra sins. Hún æpti, þangað til lögreglan kom. Einhver hafði hringt. Þeir stóðu þarna allt i einu, tveir sam- an, og horfðu á konuna i silki- klæðunum á silkilökunum með sængurhimin yfir höfði sér, og þeir horfðu á útflúraða franska snyrtiborðið og hinn japanska samisen, og hún vissi, að það þýddi ekkert aö útskýra þetta i smáatriöum, svo hún sagði, að maðurinn væri að nauðga sér. Maðurinn hennar gapti af undr- un yfir oröum hennar og sagði lögregluþjónunum, að þau væru gift. Viö þessar upplýsingar urðu þeir vandræðalegir yfir þvi að hafa brotist þarna inn, þvi hér hafði þá ekki verið framið neitt refsivert, en hún skipaöi þeim að taka hann burt...burt...burt.... Og þeir tóku hann burt, eða fór hann kannski með þeim sjálf- viljugur? Kannski það. Hún gat ekki fyllilega gert sér grein fyrir þvi, sakir þess aö þeir höfðu „ÖRYGGI FRAMAR ÖLLU" kemstu langt NR. 1 f SPARAKSTURSKEPPNI. í sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins 20. okt. 1974, var SAAB 99 fyrstur í V. fl. vélarstærð 1901—2200 rúmcm. með 6.631. á lOO lcm. NR. 1 í SPARAKSTURSKEPPNI. í Sparaksturskeppni íslenzka bifreiða- og vélhjólaklúbbsins 20. okt. 1974, var SAAB 96 fyrstur í III. fl. vélarstærð 1301—1600 rúmcm. með 5.20 I. á lOO km. „ORYGGI FRAMAR OLLU ' BIÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530 gengið út með mestu spekt eins og bræður, allir þrir. Gegnum grámósku herbergis- ins grillti I móður hennar, sem bograði óbuguð i rykmekki sinum yfir hinum japanska samisen og var aö reyna að fá fram á honum gljáa. Þó settist ryk á hann jafn- óðum eins og á allt annað. En þolinmæöi móöurinnar við þetta vonlausa verk var svo yfirveguð, að engu var likara en hún héldi, að þaö væri undir sér komið, aö þær græfust ekki báðar lifandi undir rykhaugnum. Og nú hvarfl- aði að ungu konunni, að kannski þekkti móðir hennar þessa ryk- föllnu draumórakenndu veröld allra tima af eigin reynd og hefði ekkert sér til varnar nema af- þurrkunarklútinn. Mér finnst þú ættir að reyna að fá hann út, sagði móðirin skyndi- lega. Hvað sem gerst hefur, þá hafði hann þó þann manndóm til að bera að biðja þá að hringja I mig, svo þú værir ekki ein. Unga konan svaraði ekki, og móöirin hélt áfram eftir stutta þögn. Það er eina leiðin, sagöi hún, þú verðurað fara sjálf og fá hann út. Liklega var þetta rétt hjá móð- ur hennar. Hún yrði að koma sér upp úr þessari himinsæng. Þess- ari furöulegu himinsæng. Hún hafði ekki vitaö, að hann var svona hrifinn af Þúsund og einni nótt. Eöa var það kannski sjón- varpsþátturinn um ameriska geimfarann, sem fann flöskuna, og upp úr henni liðaðist undurfög- ur andavera kvenkyns I austur- lenskum silkibuxum, sem kross- lagði hendurnar á fjallháum barmi, um leiö og hún laut karl- manninum og spurði, hvers hann óskaði, húsbóndi hennar og herra? Æ, hvort heldur var, þá yrði hún að koma sér upp. En þegar hún reis fram úr rúminu sá hún, að ekki var allt sem-sýndist með þetta austurlenska silki. Það var slitið og bliknað og mölétið, og hún fann gegnum silkiklæðnað- inn, hvernig viðbjóðslegt gróm árþúsunda limdist viö hörund hennar. Hún yrði að koma sér úr þessu. Og komast héðan út. En það var ekkert annað fatakyns I herberginu — ekkert nema slitur af hvitum siöum brúöarkjól á gólfinu og blúnduslör yfir likt og fiskinet, sem fangað hefur bráð sina. Þá vissi hún, að þetta var til- gangslaust. Hún komst ekki til aö fáhannlausan úr fangelsinu. Hún var læst inni i draumheimi hans, og hann einn gat hleypt henni út. -Hann er aö snyr ja eftir bér,það vona er að irinnstg-lfosti 16 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.