Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 18
Margt hefur veriö um jafnrétti kynjanna hjalaö á þessu blessaöa kvennaári, og margur er farinn aö stynja þungan: — Æ, þetta er nil einum of stór skammtur svona f einu. Ég get þó ekki stillt mig um að leggja orö I belg, fyrst viö hérna á Vikunni tókum upp á þvf aö minnast kvennaársins. Mig lang- ar til aö velta aöeins vöngum yfir þvi, hvers vegna konur láta svo lltiö aö sér kveöa I þjóðfélagi nú- tlmans, nú þegar þeim eru sagðir allir vegir opnir og færir. Kveikjan aö þessum vangavelt- um — sem aö vlsu höföu lengi bú- iö I undirvitundinni — varð eigin- lega til, þegar ég var beðin um að hafa framsögu á kvenfélagsfundi um stööu konunnar I þjóöfélag- inu. Ég haföi ekki fyrr oröiö svo fræg aö koma á kvenfélagsfund og vildi fræðast af formanni, hvemig sllkir fundir færu fram. Hún kvaöst yfirleitt reyna aö fá einhverja — helst konur — til þess aö opna umræöur með framsögu- erindi. Þaö væri bara svo erfitt aö fá konur til þess aö tala. Þær segöu nógu margt, þegar þær spjölluöu saman I smáhópum, en væru ófúsar til þess að standa I sviösljósinu og láta skoöanir sln- ar I ljósi opinberlega. Og spurningarnar leituöu á mig. Hvers vegna eru konur svo tregar til aö koma fram? Af hverju tala þær ekki á fundum? Hvers vegna taka þær ekki þátt I félagsllfi nema I kvenfélögum og þá helst þannig aö hlusta á aöra? Hvers vegna eru svo fáar konur I áhrifastööum I þjóðfélaginu? Hvers vegna sitja aðeins 3 konur á alþingi, enda þótt meiri hluti þjóðarinnar sé konur? Hvers vegna eru konur almennt aöeins skrautblóm á þeim friöu listum karlmanna, sem kjósendur velja um I kosningum til alþingis og sveitarstjórna og til forystu I félögum ? Af hverju er verkstjórinn i frystihúsinu alltaf karlmaður, meöan konur vinna aö snyrtingu og pökkun, forstjóri fyrirtækisins karlmaöur, en ritarinn kona, skólastjórinn karlmaður, en kennarinn kona? Svona er hægt aö telja upp endalaust. Karlmaö- urinn er alls staöar skör hærra en konan. Konan felur sig á bak viö karlmanninn, þorir ekki aö opna munn á fundum, a.m.k. alls ekki ef karlmenn eru I nánd, sættir sig viö lægra sett störf og óæöri starfsheiti, lægri laun. Hverju er um aö kenna? Stendur konan svona langt aö baki karlmanninum, hvaö snertir hæfileika og gáfnafar? Fæstar konur vilja llklega viöurkenna þaö, Ekki ég heldur. Spyrjum foreldra og kennarana I skól- unum. Eigiö þiö von á því, aö þeir segi strákana frá upphafi hæfi- leikameiri og duglegri I hvers konar námi en stelpurnar? Ég á satt aö segja frekar von á þvl gagpstæöa. Ekki vegna þess aö stelpur séu almennt greindari og hæfileikameiri en strákar, heldur taka þær yfirleitt fyrr út þroska sinn og nýta þannig oft betur námshæfileika sina heldur en karlkyns jafnaldrar þeirra. Kristin Halldórsdóttir: STEINN- INN ÍGÖTU KON- UNNAR Stúlkur standa sem sagt piltum slður en svo að baki lengi framan af ævi. En þær staðna. Þær þroska ekki hæfileika slna til jafns viö piltana. A" kynþroska- aldrinum — eða svolltið slöar, ef vel tekst til — er eins og klippt sé á þráö, og stúlkan hefur allt í einu ekki lengur þann metnað til að bera fyrir sjálfs sln hönd, aö hún haldi áfram að mennta sig. Eða þá ef hún gerir það, er hún samt vsem áöur vis til þess að giftast einhverjum skólabróöurnum og hætta slnu eigin námi til þess að geta unniö fyrir eiginmanninum, meöan hann lýkur sínu námi. Og ekki þarf aö spyrja aö þvl, hver fómar námi eða starfi, ef ungu hjónin eignast barn. Hvaö hefur gerst? Jú, þjóö- félagiö — viö öll — þjóöfélagið er búiö aö heilaþvo stúlkuna. Þaö er búiö aö koma því inn hjá henni, aö hennar óumflýjanlegu örlög séu hjónabandiö, og . námsstrit eöa sjálfvaliö starf séekkert annaö en þrjóska. Og þrjóskist hún samt sem áöur viö, rekur hún sig alls staöar á erfiöleikana. Viö höfum dæminallt I kringum okkur, ef viö á annaö borð nennum aö taka eft- ir þeim. Menn segja: Konur hafa sömu möguleika til náms, þær geta stundab læknisfræöi, lög- fræöi, guöfræði, verkfræöi, farið I sjómannaskólann, vélskólann, bændaskólann, ef þeim býöur svo viö aö horfa. Og mikil ósköp, þannig lltur þaö út á papplrnum, og nokkrar leggja ótrauöar I hann, En konur þurfa aö vera haldrrar ótvlræöum og brennandi áhuga til þess aö leggja út I langt nám. Þær vita nefnilega mæta vel, aö þegar þær giftast, sem flestar gera — og vilja gera — þá gjörbreytist þeirra aðstaða, og það er alls ekki gefið, að þær geti notaö menntun sina, þegar út I hjónabandið er komið. Hjónabandið snýr á mjög ölik- an hátt við konunni og karlmann- inum. Fyrir karlmanninn sem einstakling er þaö raunverulega ávinningur — fyrir konuna þýðir þaö skeröingu á persónufrelsi. Hjónabandiö bindur að vísu karl- manninn við það að sjá fjölskyldu sinni farborða, vinna fyrir dag- legum þörfum hennar, koma upp húsnæöi yfir hana, en það skeröir á engan hátt möguleika hans I þjóöfélaginu. Þvert á móti virðist þaö fremur styrkja stöðu hans I þjóöfélaginu. Karlmaöurinn verður meiri fyrir bragðið af að eiga konu, helst. fallega konu og mátulega gáfaöa — ekki samt gáfaðri og menntaðri en hann er sjálfur — konu, sem býr honum fallegt heimili og elur honum mannvænleg börn. Karlmaðurinn er höfuö fjölskyldur|nar, a.m.k. efnahagslega, og kemur fram fyrir hennar hönd I augum mann- félagsins. Konan rennur inn I stétt eigin- mannsins, og vlöast hvar erlend- is verður hún að bera hans nafn. Hér á landi fær konan þó aö halda nafni slnu á papplrnum, þótt oftast þurfi aö bæta viö, hvers kona hún sé, og börnin eru vitan- lega kennd viö fööur sinn, hvort sem þau þekkja hann eöa ekki. Konan fylgir manninum þangaö, sem starf hans kallar hann, heimilisfesta fjölskyldunnar fer eftir vinnustað hans. Hann er 'skrifaöur fyrir slmanum, húsinu, bílnum og yfirleitt öllum eignum fjölskyldunnar, hvaö sem liöur öllu hjáli um sameign. Karlmenn eru hátt tryggðir hjá llftrygg- ingafélögunum, meðan fáum dettur I hug, að konan sé þess viröi. Og svo eru það blessuö börnin. Llffræðilegt hlutverk konunnar 1 viöhaldi mannkynsins hefur löng- um veriö notaö gegn henni. Ef nokkuð væri, ætti konan að njóta sérstakra hlunninda fyrir aö ganga með og ala upp böm. Hún hefur þó ekki farið fram á annað en mega halda áfram að vera sjálfstæður einstaklingur, enda þótt hún sé orðin móöir. En nú er konum mismunaö, bæöi i atvinnullfinu og á heimilinu einmitt vegna þessa. í mörgum starfsgreinum þýöir það vinnutap og þar með launamissi I langan tlma, ef konan verður barnshaf- andi. Og I mörgum starfsgreinum finnst þeim, sem ráöa, ekki koma til greina aö treysta konum fyrir ábyrgöarstöðum eöa hleypa þeim inn i of háa launaflokka vegna t þess möguleika, að þær gætu orö- iö barhshafandi, eða vegna þess, aö þær eiga börn, sem gætu orðið veik. Auövitaö er það skiljanlegt, að atvinnurekendur séu ekki hrifnir af því að hafa mikið af óstöðugum vinnukrafti, konum,sem verða að fara úr vinnu til þess að eignast börn eða tilþess aö sitja yfir veik- um bömum. Það getur þýtt ansi marga tapaöa vinnudaga, ef kona á t.d. 3—4 börn. Og þarna erum viö náttúrlega komin að dálitiö viökvæmum punkti. Auövitað þurfa veik börn sérstaka umönn- un, en er það svo alveg sjálfsagt mál, að veikindi barnanna þýöi vinnutap móðurinnar? öll börn eiga slna feður, og sem betur fer eiga mörg þeirra heima hjá báð- um foreldrunum. Er ekki alveg eins sjálfsagt, að feðurnir taki sér fri úr vinnunni dag og dag vegna veikinda barna sinna? Svariö viö þeirri spurningu er þvi miður nei, þvi það finnst nú karlaþjóðfélaginu okkar ekki. Sárafáum karlmönnum finnst sama skylda hvila á þeirra herö- um og mæöranna 1 sambandi viö umönnun barnanna. Konan hefur því llffræöilega hlutverki að gegna 1 viðhaldi mannkynsins aö ganga meö börn og fæöa þau. Viö getum ekki breytt þvl, enda vafamál, aö nokkur vildi breyta því. Til aö giröa fyrir hugsanlegan misskiln- ing vil ég taka þaö skýrt fram, aö ég tel þetta stórkostlegt hlutverk, semkonunni er faliö.Viö góöap aö- stæöur foreldra er ekki hægt aö hugsa sér neitt undursamlegra en bamsfæöingu. En hvers vegna þarf þjóöfélag- iö aö refsa konunni fyrir þetta? Refsa henni fyrir aö hlýöa lög- málum lifsins og náttúrunnar og vera trú eöli slnu? Af hverju fær konan eins og hnefahögg I andlitiö viö hverja barnsfæöingu: Jæja, kelli mln, nú ert þú ekki lengur einstaklingur meö sjálfstæöar skoöanir og vilja, þú ert oröin 18 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.