Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 21
Blaðað I FORD-sögunni Glfurlegur áhugi hefur nú vaknað hér á landi fyrir þvt að endurvekja gamla blla og nú er svo komið, að þvl eldri sem bfllinn er, þeim mun meiri athygli vekur hann. 1 fyrstu Isiensku Rally-keppninni tók til dæmis þátt gamall Buick, nánar tiltekið árgerð 1955, og óhætt er að segja, að af honum hafi veriö teknar svona þrisvar sinnum fleiri myndir en öðrum keppnisbflum. Þennan hugsunarhátt nefna amerikana „nostalglu", sem útleggst þrá eftir hinu liðna og „nostalglan" gerir allt, sem gamalt er, bæði gott og faliegt. Þar sem áhugi manna fyrir gömlum bllum virðist ótakmarkaður, sbr. American Graffiti, þá langar mig að blaða lltilsháttar og lauslega I Ford sögunni. Allir þessir bilar hafa meira eða minna sögulegt gildi þeir eru þvi virkilega þess verðir að þeir séu geröir upp, e.t.v. komast þá fleiri á þá 'skoðun, aö gömlu bílarnir séu bæði betri og fallegri en þeir nýju. 1. 1896. Fyrsti bill Henrys Ford. Hann handsmiðaði þennan bil og ók honum slðan I gestamóttöku, þar sem billinn var seldur á 200$, en Ford keypti bilinn aftur. t dag er fyrsti Fordinn geymdur I safni I Greenfield I Bandarikjunum. 2. 1903. Model A. Fyrsti bfllinn, sem FORD Motor Company framleiddi, létt og lipur skotta. Vélin, tveir liggjandi strokkar og glr- kassinn sólhjólasamstæða, tveggja glra. BIII- inn kostaöi 850$ og komst á um 50 km hraða. 5. 1907. Hér leggur Ford mikið upp úr þæg- indum og flottheitum. Þessi blll, sem búinn var 6 cyl vél, náði 100 km. hraöa. En hann varðdýr, seldist illa, og verksmiðjurnar hófu árið eftir verkefni, sem entist. 8. 1934. Enn ein nýjung fjórða áratugsins, hljóðlát en snögg v-8 vél. Billinn var á viö- ráðanlegu verði og setti þvl llf og fjör I al- menning með sinum 30 hestafla flatheddara. 3. 1904 Model B. Með fjögurra strokka upp- rétta vél. Þetta var fjögurra manna bíll, sem gat náö 60 km hraöa. þó aðeins með tvo glra áfram. En verðið var lika komiö upp I 2000$. 6. 1908. Sá hinn frægi T-Ford. Framleiösla hans stóð til 1927, og á þeim tlma breyttist hann ekkert tæknilega, en útlit hans var sam- ræmt tíðarandanum, með trega þó. Þegar hætt var að framleiða bllinn, voru um 10 mill- jónir þeirra enn I notkun, svo að varahluta- framleiðsla hélst um árabil. 4. 1904 var lika búinn til hálfgerður kapp- akstursbill. Þarna stendur Ford hjá einum ökumanna sinna, sem setti óstaðfest hraða- ineö á landi 91.4 mllur á klst. Strokkarnir I vélinni voru engin smásmiði 7x7 tommur hver. 7. 1928. Nýtt A Model Ieysir T af hólmi. 1 þennan bll var lögð óhemju vinna og mikiö hugsað, og egar hann sá dagsins ljós I desem- ber 1927, varð umferöaröngþveiti I New York, allir vildu fá að llta nýja Fordinn augum. Með þessum bfl kom þaö form glr- kassa, sem enn I dag er I undirstööuatriðum eins. 9. 1935. Loksins 100$ blllinn, sem var aöeins 8 hestöfl, en hafði linurnar frá stóru bræðrum sinum. Hann naut glfurlegra vinsælda um árabil. 10. 1946. Areiðanlegur, hagkvæmur og um- frarn allt dæmigeröur breti, framlciddur milli striða og eftir seinni heimsstyrjöld. Hann var og er I mörgum tilfellum enn knú- inn áfram af 10 hestafla Prcfect vél. Þessir bflar eru hreint ekki sjaldséðir I Bretlandi I dag og sannar það, að framleiðandinn hefur lagt allan sinn heiðarleika I að búa hann til. 25. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.