Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 26
Þórunn Jónassen. Júliana á einnig viökvæman og heitan streng i kveöskapnum, og hún kveöur dýrt um eiskendurna Sæmund og Agnesi: Mjúkfengan meyjar vanga mundum hann klappar stundum; brenna á beggja munnum blossandi ástar kossar, hart slá i brjósti hjörtun, heitt flæöir blóö um æöar- sál hans i sælum dvala sameinast hringareinar. Fyrsta söguskáldið Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm varö fyrst islenskra kvenna til þess aö koma skáldsögu eftir sig á prent. Yrkisefni Torfhildar hefur lengi veriö þjóöinni hug- leikiö og enn er auövelt aö halda henni viö efniö, en bók Torfhildar, sem kom fyrst út í Reykjavik 1882, heitir Brynjólfur Sveinsson biskup. I eftirmála bókarinnar segir skáldkonan svo meðal annars: „...Sagan er bæði sönn og ósönn. Þótt ég hafi valiö henni þau nöfn, sem einu sinni stóðu á lista hinna lifendu, eru þó mörg atvikin sköp- uö...” Einnig getur Torfhildur þess,aö hún hafi ekki aörar ritað- ar heimildir að skáldsögu sinni en árbækur Jóns Espólín og lýsingu Siguröar málara á Þingvelli. En litum aöeins á, hverjum höndum Torfhildur fer um Brynjólf biskup i Skálholti, og grípum niöur i 22. kapltula sög- unnar. Ragnheiöur Brynjólfsdótt- Ingibjörg H. Bjarnason. 26 VIKAN 25. TBL. Brfet Bjarnhéöinsdóttir. ir hefur fyrir nokkru alið Daða Halldórssyni barn og biskupinn mælt hin fleygu orö Mala domest- ica majora sunt lacrimis (Heim- ilisböl er þyngra en tárum taki). Sögusviöiö er Kópavogur áriö 1662. Erfðahyllingin. „...Óeiröir höföu staðið milli aöalsins og borgaralýösins i Kaupmannahöfn, sem endaöi meö þvi aö Friöriki konungi 3. var fengiö einveldi i hendur, en áöur var stjórn hans mjög takmörkuð af aöalsmönnum. Fyrir þaö voru hortum unnir aö nýju hollustueiö- ar á Islandi eins og í Danmörku, og fór sú hylling fram i Kópavogi skammt frá Reykjavik. Meistari Brynjólfur var hinn fyrsti hjer á landi, er vann holl- ustueiöinn, eins og hann var jafn- an hinn fyrsti til allra fram- kvæmda og stórvirkja. Veizlan var gjörð meö vég og sóma, þrumur og eldingar fallbyssn- anna, hljómur hljóöfæranna, gleöiraddir og hlátrar veizlugest- anna blönduðust saman við berg- mál hæöanna og fjallanna á þeirri fögru júnimánaöarnótt, er veizl- an stóö. En mitt innan um glaöar sálir og glaölega náttúru sat maö- ur einn á hægri hönd höfuðs- manns Bjelke, og horfði þegjandi á allt, sem fyrir augun bar, án undrunar og án gleði. Hiö mikla rauöa skegg, sem náöi ofan á bringu hans, var farið að grána, og brjóst hans hóf sig hátt, en þunglega, meðan annarra augu hvildu á viöhöfninni umhverfis. Þaö var eins og hann vaknaði af óþægilegum draumi, þegar allt i einu ótölulegur grúi af bikurum meö freyöandi víni voru hafnir á lopt og orðin: „Lengi lifi meistari Brynjólfur, hinn ógleymanlegi skjöldur kennimannalýðsins! ” náöu eyrum hans. Hann stóð upp, þakkaöi meö tigulegri stillingu, hringdi staupi sinu og drakk eins og ekkert væri, og þó vissi hann vel, aö allur þingheimur aumkaði sig, og hann skynjaði vel í hinu hyggna hjarta sinu, hversu með- aumkum og fyrirlitning eru ná- skyldar...” Svo segir Torfhildur frá meist- ara Brynjólfi á Kópavogsfundi. En eitthvaö er málum biandiö, ef fleiri islendingum en Brynjólfi hefur ekki veriö þungt i skapi aö loknum Kópavogsfundi, eins þótt þeir heföu engar áhyggjur af Katrin Magnússon. dóttursonum sinum getnum i synd. En um þaö fjallar saga Torfhildar ekki, svo þetta er útúr- dúr. Fyrsti kjósandinn Fyrsta konan, sem neytti at- kvæöisréttar sins á Islandi, var Andrea Friörika Guömúndsdóttir saumakona á tsafiröi, en hún kaus i bæjarstjórnarkosningun- um 2. janúar 1884. Andrea var þá 36 ára. Hún var fædd í Útskála- sókn á Suðurnesjum. Tveimur ár- um áöur en Andrea kaus á tsa- firöi, haföi kona kosiö á Akureyri, en þar sem um misskilning viö þýöingu kosningalaganna úr dönsku hafði verið að ræða, var atkvæöi hennar dæmt ólögmætt. A dönskunni stóö.„mænd”, sem á eingöngu viö karlmenn. Kristin Bjarnadóttir kaus fyrst kvenna i Reykjavik áriö 1888. Fyrsti stúdentinn Camilla Stefánsdóttir (Bjarna- son), dóttir Karenar Emeliu Jörgensen og Stefáns Bjarnason- ar sýslumanns rangæinga, lauk stúderitsprófi i Kaupmannahöfn áriö 1889, og var fyrsta íslenska konan, sem varö stúdent. Fyrstu hjúkrunar- konurnar Ariö 1898 luku tvær Islenskar konur prófum i hjúkrunarfræðum frá Diakonissestiftelsen i Kaup- mannahöfn. Þær hétu Guðný Guömundsdóttir og Kristin Hallgrimsdóttir og voru fyrstu Is- lensku hjúkrunarkonurnar. Þær stöllurnar hófu eftir heimkomuna störf við holdsveikraspitalann, sem opnaöur var sama ár og þær luku námi. Fyrsti málarinn Ásta Kristin Amadóttir, dóttir Sigrlöar Magnúsdóttur og Árna Pálssonar kennara I Innri-Njarö- vlk, lauk málarasveinsprófi i Kaupmannahöfn voriö 1907 og Guörún Björnsdóttir. nokkru seinna málarameistara- prófi i Þýskalandi. Asta var fyrsta íslenska konan, sem varö málarameistari, og trúlega hin fyrsta I heimi. Fyrstu bæjar- fulltrúamir 24. janúar 1908 voru konur kjörnar I bæjarstjórn Reykjavik- ur I fyrsta sinn. Þetta voru þær Þórunn Jónassen, Briet Bjarn- héöinsdóttir, Katrln Magnússon og Guðrún Björnsdóttir. Allar voru þær kjörnar af sama listan- um — kvennalistanum, en hann hlaut flest atkvæði allra lista i kosningunum. Fyrsti bamaskóla- stjórinn Halldóra Bjarnadóttir, dóttir Bjargar Jónsdóttur og Bjarna Jónassonar á Hofi i Vatnsdal, lauk kennaraprófi i Osló árið 1899. Halldóra stundaði kennslu við bamaskólann i Reykjavik vetur- inn 1899—1900 og siðan I Moss I Noregi til ársins 1908, en það ár varö hún skólastjóri barnaskól- ans á Akureyri og fyrsta konan, sem gegndi sllku starfi á tslandi. Ariö 1918 lét hún af skólastjóra- starfinu, en hefur slöan unniö geysimikið starf að uppfræðslu i heimilisiönaði og handavinnu, og eftirhana liggja mörg rit um þau efni. Fyrsti læknirinn Kristln Ölafsdóttir var fyrsta konan, sem lauk kandidatsprófi I læknisfræði frá Háskóla Islands. Kristln var dóttir Ingibjargar Pálsdóttur og ölafs Olafssonar prests aö Lundi I Lundarreykjar- dal og slðar prófasts í Hjaröar- holti I Dölum. Kristln lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um I Reykjavik árið 1911 og læknanámi frá Háskóla tslands 1917. Slöan stundaöi hún fram- haldsnám á sjúkrahúsum i Kaup- mannahöfn og Osló 1918—1919, og fór I námsför til Englands,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.