Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 27
Andrea Guðmundsdóttir. Auður Þorbergsdóttir Teresia Guömundsson. Asta Magnúsdóttir. Frakklands og Þýskalands 1929. Kristln var starfandi læknir á Isafiröi 1917—1931 og aðstoðar- læknir sjúkrahúslæknis þar, en slðan starfandi læknir I Reykja- vlk. Auk læknisstarfa liggja eftir Kristlnu nokkur rit um heilsu- fræðileg efni og fjöldi þýðinga. Fyrsti lyfsalinn Jóhanna D. Magnúsdóttir, dótt- ir Camillu Stefánsdóttur, fyrsta Islenska kvenstúdentsins, og Magnúsar Torfasonar sýslu- manns, lauk kandidatsprófi frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1919, og var fyrsta Islenska kon- an, sem varð lyfjafræðingur. Jó- hanna fékk leyfisbréf til lyfsölu 2. aprll 1929 og stofnaði lyfjabúðina Iðunni 16. desember sama ár. Fyrsti unglinga- og iðnskólastjórinn Svafa Þórleifsdóttir, dóttir Sesselju Þórðardóttur og Þórleifs Jónssonar prests á Skinnastað i Axarfirði, lauk kennaraprófi árið 1910. Svafa var skólastjóri bamaskólans á Bíldudal árin 1913—1919 og barnaskólans á Akranesi 1919—1944. Arin 1921—1943 var Svafa skólastjóri unglingaskólans á Akranesi og varð fyrst islenskra kvenna til að gegna sliku starfi. Þá var hún einnig fyrsta og að öllum likind- um eina íslenska konan, sem ver- ið hefur skólastjóri iðnskóla, en Svafa var skólastjóri iðnskólans á Akranesi frá stofnun hans árið 1938 til ársins 1944. Fyrsti alþingismaðurinn 15. febrúar 1923 settist fyrsta konan á alþingi islendinga. Það var Ingibjörg H. Bjarnason for- stöðukona Kvennaskólans I Reykjavlk, en hún var kjörin til alþingis árið áður. Fyrsti héraðslæknirinn Katrln Thoroddsen, dóttir Theodóru Thoroddsen og Skúla Thoroddsen alþingismanns og rit- stjóra á Isafiröi lauk kandidats- prófi I læknisfræði árið 1921, fjór- um árum á eftir Kristlnu Ólafs- dóttur, en Katrin var fyrsta kon- an, sem gegndi héraðslæknisem- bætti á tslandi, en hún var hér- aðslæknir I Flateyjarhéraði árin 1924—1926. Eftir það starfaði Katrln að læknisstörfum i Reykjavlk, var m.a. læknir ung- bamaverndar Liknar, en Katrln var viðurkenndur sérfræðingur i bamasjúkdómum árið 1927. Siðar var Katrin læknir Heilsuverndar- stöðvar Reykjavlkur og yfirlækn- ir hennar 1940—1955, en þá varö hún yfirlæknir barnadeildar stöövarinnar og gegndi þvi starfi til ársins 1961. Katrin var lands- kjörinn alþingismaður 1946—1949 og bæjarfulltrúi i Reykjavik 1950—1954. Fyrsti doktorinn Björg Þorláksdóttir Blöndal hlaut doktorsnafnbót Sorbonne- háskólans I Parls áriö 1925. Dokt- orsritgerö hennar nefndist Llf- eölisupptök eðlishvatanna. Björg var fyrsta fslenska konan, sem hlaut doktorsnafnbót og jafn- framt fyrsti Islendingurinn, sem varð doktor frá Sorbonne. Fyrsti þulurinn Strax og útvarpið tók til starfa áriö 1930 var kona ráðinn þulur stofnunarinnar. Það var Sigrún Ogmundsdóttir. Fyrsti rikisféhirð- irinn Asta Magnúsdóttir, dóttir Guð- rúnar Jónsdóttur og Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara, vat skipuð rlkisféhirðir 1. október 1933, og er eina konan, sem hefur gegnt því starfi. Fyrsti veðurstofu- stjórinn Teresfa Guðmundsson, lauk veöurfræðiprófi frá háskólanum I Osló árið 1937, og var fyrsta Is- lenska konan, sem lauk því prófi. Teresia var veðurstofustjóri á ár- unum 1946-1963. Teresía var norsk að uppruna, dóttir Ingeborg og Ingebret Anda I Kristiansand. Eina Islensk fædda konan, sem lokið hefur kandidatsprófi I veð- urfræði er Adda Bára Sigfúsdótt- ir, en því lauk hún frá háskólan- um I Osló árið 1953. Fyrsti guðfræðingur- inn Geirþrúður Hildur Bernhöft, dóttir Hildar Helgadóttur Zoega og Jóns Sivertsens skólastjóra Verslunarskóla Islands, lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla tslands ár- ið 1945, fyrst kvenná. Fyrsti atvinnuflug- maðurinn Ema Hjaltalin, dóttir Svövu Hafstein Hjaltalfn og Steindórs Hjaltalin útgerðarmanns á Akur- eyri, lauk atvinnuflugmannsprófi Sigrún ögmundsdóttir. Guðný Guðmundsdóttir. Katrin Thoroddsen. Asta Arnadóttir. 25. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.