Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 29
stjóra á ísafirði, lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Islands 1935 og varðfyrst íslenskra kvenna til að ljóka þvi prófi. Auður var kosin i bæjar(borgar)stjórn Reykjavik- ur árið 1946 og varð fyrsti kven- borgarstjóri Reykjavikur 1959. Al- þingismaður varð Auður 1959 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1969. Auður er fyrsta konan, sem setið hefur i rikisstjórn Islands, og hin eina til þessa. Fyrsti borgardómarinn Auður Þorbergsdóttir, dóttir Guðrúnar Simonardóttur og Þor- bergs Friðrikssonar skipstjóra i Reykjavik, lauk lagaprófi frá Háskóla Islands árið 1958. Auður varð borgardómari i Reykjavik árið 1972. Fyrsti leikhússtjórinn Vigdis Finnbogadóttir, dóttir Sigriðar Eiriksdóttur og Finnboga Rúts Þorvaldsonar, tók við starfi leikhússtjóra Leikfélags Reykja- vikur 1. september 1972, og er fyrsta konan, sem gegnir starfi leikhússtjora hérlendis. Fyrstu einkennisklæddu lögregluþjónarnir Lögregluþjónar númer 151 og 152 I Reykjavik eru konur. Þær heita Dóra Hlin Ingólfsdóttir og Katrin Þorkelsdóttir og hófu störf hjá lögreglunni i fyrrahaust. Þær eru fyrstu konurnar, sem klæðast einkennisbúningi lögreglumanna og gegna almennum lögreglu- störfum, en áður höfðu lögreglu- konur verið starfandi um langt skeið, en höfðu aðeins haft með höndum sérstök mál. Fyrsti presturinn Haustið 1974 var fyrsta islenska konan vigð til prestþjónustu. Það var Auður Eir Vilhjálmsdóttir, dóttir Ingu Amadóttur og Vil- hjálms Þ. Gíslasonar fyrrverandi útvarpsstjóra. Auður Eir la’uk embættisprófi i guðfræði frá Há- skóla Islands 1962. Að loknu prófi stundaði Auður Eir ýmis störf, meðal annars hjá kvenlögregl- unni i Reykjavik, en var sem áður sagði, vigð prestur til Suðureyrar i Súgandafirði siðastliðið haust. Fyrsti gagnfræðaskóla- stjórinn Gerður G. óskarsdóttir var skipuð skólastjóri gagnfræða- skólans á Neskaupstað haustið 1974 og er fyrsta konan, sem er skólastjóri eiginlegs gagnfræða- skóla á Islandi. Kristin óiafsdóttir. Svafa Þórieifsdóttir. Auður Auðuns. Rannveig Þorsteinsdóttir. Björg Þ. Blöndal. Geirþrúður Bernhöft. 25. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.