Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 34
•O SVOLITIÐ UM SJONVARP Upp á toppinn. Sendiráð i Santiago Á sunnudagskvöldiö sýnir sjón- varpiB sænska sjónvarpsleikritið Sendiráðið eftir Fernando Ga- beira og Barbro Karabuda. Leik- rit þetta gerist i Santiago de Chile haustiö 1973, skömmu eftir valda- rán fasista. Þegar hervaldi var beitt gegn chileönsku þjóðinni með valda- ráni 11. september 1973 og ógnar- öldinni, sem f kjölfarið fylgdi, var ekki um að ræða nema eina leið til björgunar, ekki nema eitt hæli. Mörg þúsundchilebúar áttu ekki i neitt hús að venda nema erlendu sendiráðin. Eitthvað svipað hefur ástandið sjálfsagt verið i flestum styrjöld- um, en i Chile urðu sendiráðin mikilvægari en i nokkurri annarri styrjöld. Hvemig átti flóttafólkið að komast úr landi? Það var ekki hlaupið að þvi að fara yfir Andes- fjöll til Argentinu og þeim mun siður var Kyrrahafið árennilegt. Og ekki var beint glæsilegt að leggja út á eyðimörkina á norður- landamærunum. 1 Chile þekktist engin flótta- mannarómantik — engin Sound of Music með edelweiss og tilheyr- andi. 1 Santiago var flóttinn svo vonlaus, að hann var nánast óhugsandi. Eina vonin var að komast inn i eitthvert erlendu sendiráðanna — annað hvort með þvi að laumast að baki varðanna, sem stóöu gráir fyrir járnum úti fyrir og vörnuðu öllum inngöngu, eða með þvi að fela sig i farang- ursgeymslu á sendiráðsbil og treysta þvi, aö morðóðir spor- hundar herforingjanna væru of uppteknir af þvi aö miða rétt á meöan bilnum var ekið inn um hliðið svo þeir gæfu sér ekki tima til þess aö leita dauðaleit i biln- um. Engar óyggjandi tölur liggja fyrir um fjölda þeirra, sem kom- ust undan á þ. hátt, en þeir hafa áíeiðanlega vefið 7000. Rúmlega 700 þeirra leituðu hælis. i argen- tiska sendiráðinu viö Plaza Italia, sem er stórt og reisulegt hús girt háum járnrimlum. Það eru flóttamennirnir i þessu sendiráði, sém Barbro Karabuda iýsir i leik- riti sinu Ambassaden — Sendi- ráðiö. 1 argentiska sendiráðinu leituöu hvað flestir flóttamann- anna hælis, en Barbro Karabuda velur það einkum vegna þess, að þar leitaði Fernando Gabeira meðhöfundur hennar hælis. Barbro bjó I Chile á Allendetim- anum, og Fernando er brasiliu- maður, sem hafði flúið til Chile undan herstjórninni i heimalandi sinu. Þegar herforingjar tóku völdin I sinar hendur I Chile, varð hann að flýja á nýjan leik. 1 sameiningu hafa þau Kara- buda og Gabeira alla þá þekkingu á raunverulegum atburðum i sendiráöinu til þess aö leikrit þeirra verði sannferðugt. Rúmlega 700 manns, konur ( margar barnshafandi), karlmenn og börn höföust við i fáeinum her bergjum, þar sem sendiherrann var vanur að halda kokkt.boð sin Flestir herforingjarnir, sem nú skipuöu mönnum sinum aö skjóta miskunnarlaust alla þá, sem reyndu að leita skjóls i sendiráð- unum, höfðu nokkrum dögum áð- ur veriö gestir i þessum sömu sal- arkynnum. Flóttafólkið var „fangið” f sendiráðinu, einangr- að frá umheiminum og fullt ó- vissu og ótta. Fæða var af skorn- um skammti og öll læknishjálp ó- hugsandi. Börn fæddust á mat- borði sendiherrans. Ofan á þetta bættist alger óvissa um, hvort þeim yröi leyft að fara úr landi eöa ekki. Nokkrir flóttamenn fengu að fara úr sendiráðinu. Hluti þeirra fór með flugvél til Argentinu, þar sem peroniska stjórnin með öll segl fyllt hægri vindi tók heldur illa á móti þeim. Nokkrir þessara flóttamanna hafa látið llfið i hryðjuverkum argentiskra hægrisinna undanfarna mánuði. í leikritinu Sendiráðið er ekki fjallaö um þá stjórnmálalegu ringulreið, sem flóttamanna- straumurinn til sendiráðanna olli utan landamæra Chile. Sendi- ráð suður-ameriskra rikja áttu aldiei I neinum vandræðum með að opna dyr sendiráða sinna fyrir flóttafólki þvi að fyrir löngu er komin hefð á það I álfunni að rikin taki við pólitiskum flóttamönnum hvert frá öðru. Hins vegar var það öllu erfiðara fyrir sendiráö annarra rikja. Þess vegna hafði sú ákvörðun sænska sendiherr- 3. Hermenn gráir fyrir járnum og fórnarlömb þeirra á götum Santi- ago nyrir vtæpum tveimur árum 34 VIKAN 25. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.