Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 40
mig dreymdi Talandi kýr Kæri draumráðandi! Þetta er í fyrsta skipti, sem ég skrifa þér og ég vona, að þú svarir þessu bréf i, og ráðir drauminn f yr- ir mig. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera stödd í gömlu f jósi, sem var tví- skipt eins og tvö f jós væru í sama húsinu. AAilli f jós- anna voru tröppur. í f jósinu voru tveir hópar af belj- um — sinn hópurinn í hvoru f jósi, en ég man sérstak- lega eftir einni beljunni. Það var svo eitt .sinn, að ég var búin að gefa beljun- um í öðru f jósinu, en hafði gleymt að loka dyrunum milli f jósanna á eftir mér. Þá sá ég eina beljuna koma þjótandi niður stigann úr f jósinu, sem ég var búin að gefa í, og stefna út, út í hitt fjósið. Ég spurði hana, hvert hún væri að f ara. Þá svaraði hún: Ég er að gá að því, hvort hinar beljurnar fá betri mat en við. Þetta sagði beljan á fullri ferð út í hitt f jósið og þannig endaði draumurinn. Með þakklæti fyrir ráðninguna. D.Þ. Þessi draumur er fyrir því, að þú ræður þig í at- vinnu, sem þér fellur ákaflega vel, og þú munt ná langt i. Einnig er líklegt, að þessi vinna sé allvel laun uð. BARSMIÐAR. Kæri draumráðandi! Mig iangar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst vera veisla heima hjá mér. Meðal gest- anna voru gamall maður og lítil stelpa, sem kom með honum. Einnig var þarna önnur lítil stelpa, en ég man ekki eftir fleirum sérstaklega. Mér fannst litlu stelpurnar vera að leika sér saman, og svo voru þær allt i einu komnar að kjallarastigan- um og búnar að opna hurðina ofan i kjallarann. Þá förum við, gamli maðurinn og ég, að gæta þess, að stelpurnar detti ekki niður. En þá voru þær komnar niður og gamli maðurinn fer á eftir þeim. Skömrnu seinna kemur önnur þeirra aftur upp og ég ætlaði þá að fara niður að sækja hina (þá, sem kom með gamla manninum.) Þegar ég kem niður, sé ég, að gamli maðurinn er búinn að ná henni og farinn að lemja hana. Ég stóð aftan við hana, svo að gamli maðurinn sló mig óvart. Þá hljóp ég upp og gamli maðurinn rak stelpuna á undan sér á eftir mér. Þegar við komum upp, sagði gamli maðurinn, að hann hefði oft tekið mjó plaströr og flengt stelpuna með þeim, einnig sagðist hann hafa lamið á f ingurna á henni með þeim. I því vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Hanna. Það er ekki ómögulegt, að einhverju smávegis verði hnuplað frá þér. UNDARLEGUR STRAUMUR. Elsku draumráðandi! Mig langar svo mikið að biðja þig að ráða fyrir mig einn stuttan draum. Ég sat inni ístofu og var að leggja kapal, en auk mín var enginn heima, nema pabbi. Allt í einu heyrði ég sprengingu. Mérfannst hún koma frá lítilli snyrtingu, sem gengið er inn í úr forstof unni. Mér brá hræðilega og þaut f ram og pabbi kom hlaupandi á eftir mér. Ég ætlaði að opna hurðina inn á snyrtinguna, en hún var þá læst. Ég kallaði og spurði, hver væri þarna inni. Ekkert svar. Með einhverjum undarlegum hætti tókst okkur pabba samt að opna hurðina. Þær höfðu ekki opnast nema til hálfs, þegar skrækt var undarlega kaldri rödd að innan: I am taking a bath! Ég varð furðu lostin, því að ekkert bað er þarna inni. Síðan leit ég bak við hurðina, og sá þá, að búið var að hengja þar sturtu upp á vegg. Það fossaði vatn úr sturtunni og ég áttaði mig nú á því, að það var hljóðið í henni, sem ég hafði haldið vera sprengingu. Ég sá engan, en vissi samt, að þarna hlaut einhver að vera. Mér fannst einna helst það væri liðin manneskja og ég skynjaði hana. Hún stóð beint undir sturtunni. Ég stakk hendinni inn í bununa, en hún blotnaði ekki. Ég fann undarlegan og sterkan straum leggja upp handlegginn. Pabbi stakk líka hendinni undir bununa, en höndin á honum rennblotnaði. Mér fannst manneskjan undir sturtunni endilega vera... Þegar ég vaknaði, fann ég ennþá strauminn í hægri hendinni, og ég var mjög skelfd. Vonast eftir birtingu. Ein í draumaheimi. Þessi draumur stendur ekki í neinu sambandi við manninn, sem þér fannst endilega vera undir sturt- unni, heldur er hann fyrir einhverri farsótt, sem gengur, en þú sleppur við. Hins vegar mun faðir þinn veikjast af henni, en veikin mun ekki leggjast það þungt á hann, að ástæða sé til að hafa nokkrar áhyggj- ur. PRESTUR DREPUR TITTLINGA Kæri þáttur! Mig langar til að fá ráðningu á draum, sem var svona: Mér fannst ég vera í kirkjunni hérna. Ekki man ég eftir nema f jórum manneskjum í kirkjunni, prestin- um, mér, kærastanum mínum og frænda hans. Ég og kærastinn sátum á bekk í miðri kirkjunni hægra meg- in. Frændinn sat aftast vinstra megin. Presturinn var að tala um syndir manna og var alltaf að drepa tittlinga f raman í mig. Frændinn tók eftir því og benti mér að koma, þegar ég leit á hann. Ég færði mig til hans og við héldumst í hendur. Kærastinn og presturinn litu heldur illu auga á okk- ur og við það vaknaði ég. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. Minní. Prestur er fyrir hamingjusömu hjónabandi, sama hvernig hann er á svipinn. Og að vera í kirkju er fyrir þvi að sættast við óvin sinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.