Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 43

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 43
I :ITT RÓNUM DROFN FARESTVEIT HUSMÆÐRAKENNARI Sitrónudrykkur Þetta er drykkur, sem nota má i boðum sem „long drinks”. Flysjið gula hýðið af með kartöfluhnif og skerið i fína strimla. Leggið i bleyti i 1 dag i 2 dl af konjaki. Leysið 300 gr af sykri upp i 1 ltr. af hvltvini. Siið konjakið saman við hvitvinið og setjiö mulinn is úti. Berið fram með sitrónusneið. italskt appelsinu- og sitrónusalat Þetta salat má nota sem forrétt eða með steiktum kjúklingi eða öðrum kjötréttum. Notið jafn margar appelsinur og sitrónur. Sitrónurnar eru flysjað- ar og skornar i sneiðar, sem siðan er skipt i fernt. Látið liggja góðan tima með rikulegu af sykri. Appelsinusneiðum blandað sam- an við og látið liggja i klukku- stund á köldum stað með oliu, sem i er sett salt, pipar og paprika. Berið fram á salatblöð- um skreytt með mayonesse, og ofan á er sett rifið sitrónuhýði og myntulauf (fást þurrkuð), og eru þau mulin yfir. Hússneskar tekökur 120 gr. af smjöri hrært með 90 gr. af sykri. I egg sett samanvið. 180 gr. af hveiti, 1 tsk. sitrónuhýði og 60 gr. af kúrennum. Fletjið út og takið undan glasi. Sinncpsósa mcð sitrónu Þessi sósa er góö með allskonar fiskréttum. Hristið saman 2 msk. af sitrónu- safa, 4 msk. af oliu og safann úr 2 hvitlauksbátum. Setjið 2 tsk. sinnepsduft (mustard), 1/2 tsk. salt og mikið af grænu kryddi samanvið. Skálarkantinn má sið- an skreyta með sitrónubi'um. Sex salöt með sítrónusósu. Safiúr l/2sitrónu, 1 msk. af vatni og 1 msk. af sykri, ef vill kryddað eitthvað, er einfaldasta og holl- asta salatsósa, sem völ er'á. En eitt skal alltaf hafa i huga. Sósan verður að vera nýlöguð. Gott er að hita upp sitrónuna i heitu vatni áður en hún er kreist, þá fæst meiri safi úr henni. 1. ávaxtasalat. Gott með kjúklingum og kjötaf- gangsréttum. Ananas, appelsinur, bananar, rauð paprika, blaðsalat og sitrónusneiðar til skrauts. 2. Sellerisalat. Með kjötréttum, heitum eða köld- um. 1 litil hrá rifin sellerirót, 1 appel- sina, 1 epli, blaðsalat, 2 hálfar appelsinusneiðar með hýðinu á til skrauts. 3. amerlskt kjúklingasalat. Ljúffengur smáréttur að kvöldi dags. 2-300 gr. smátt brytjaður kjúklingur, 2-3 stilkar selleri, 1 epli, 2 sneiðar ananas, innsti kjarninn úr 1 salathöfði og valhnetukjarnar. 4. Kreolasalat Forréttur eða smáréttur. 4 bananar, 4 sneiðar ananas, '1 paprika, 100 gr. rækjur, blað- salat. 5. Tómatasalat. Með steiktu kjöti og fiski. Tómatar, appelsinur, saxaður hrár laukur, blaðsalat. 6. Ostasalat Forréttur eða smáréttur að kvöldlagi. Agúrka, ananas, blaðselleri, óðalsostteningar og blaðsalat. A öll þessi salöt má nota sinneps- sósuna með sitrónunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.