Vikan

Tölublað

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 19.06.1975, Blaðsíða 44
LANG Þaö er margsannað mál, að tuskubrúður, tuskudýr og önnur heimatilbúin leikföng eiga oft miklu greiðari aðgang að hjörtum barna en iburðarmikil og dýr verksmiðjuframleidd leik- föng. Mjúku tuskudýrin þola allt— þau brotna hvorki né detta í sundur, hvernig sem farið er með þau. Það má faðma þau, toga í þau og fleygja þeim i gólf eða vegg, án þess að þeim verði meint af. Engum koma þvi á óvart þær vin- sældir, sem ,,ormurinn langi" hefur hlotið á þeim heimilum þar sem hann hefur skriðið inn og hreiðrað um sig. Hann er mjúkur og getur tek- ið á sig margar myndir. Hann býður þvi upp á nær óendanlega möguleika í leik, hann er ein- f aldur að gerð og þarf ekki að kosta mikið. Ormurinn langi er gerður úr efnisafgöngum. Breidd þeirra þarf að vera hálfur metri (á með- fylgjandi sniði er hálf breiddin sýnd), en lengdin skiptir ekki máli. Efnisbútarnir eru saumaðir saman i eina lengju,og ormurinn á meðfylgjandi myndum er 7 1/2 metri á lengd. Síðan er ormur- inn saumaður saman á röngunni, eftir endilöng- um kviðnum, en á meters fresti er skilið eftir 20 sentimetra op til að auðvelda ítroðslu fyllingar- efnis. Sem fyllingarefni má nota margt, t.d. kurlaðan svamp, gamla nælonsokka og lérefts- tuskur. Þegar búið er að sauma orminn langa saman á röngunni er honum snúið við, f yllingaref ni troðið í, saumað fyrir götin, og að lokum eru saumuð á augun, sem eru skrautlegar tölur, og tungan, sem er úr f ilti. Og þar með er ormurinn langi til- búinn. P lf—/5-») VT’ — 2.5cm I 1,5 M

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.