Vikan

Issue

Vikan - 26.06.1975, Page 2

Vikan - 26.06.1975, Page 2
Keppni VIKUNNAR og tisku- verslunarinnar EVU um titilinn Vorstúlka Vikunnar 1975 hefur sannarlega mælst vel fyrir, það sýnir hin ágæta þátttaka lesenda i vali þeirra, sem efstu sætin hrepptu. A ritstjórn Vikunnar var reglu- legt kosningaandrúmsloft, meðan verið var að telja upp úr kassan- um. Lengi framan af virtust at- kvæðin skiptast svo jafnt, að úr- slit hlytu að verða tvisýn, en smám saman skýrðust linurnar, og endanlegt val lesenda var.ótvi- rætt. Þorgerður Kristjánsdóttir hlaut flest atkvæði og samtals 2370 stig, en gefin voru 3 stig fyrir atkvæði i fyrsta sæti, 2 fyrir atkvæði i ann- að sæti og 1 fyrir atkvæði i þriðja sæti. Þorgerður hreppti þvi titil- inn og Italiuferð með ferðaskrif- stofunni SUNNU. Næstar að stigum urðu Ingveld- ur Hrönn Björnsdóttir með 2250 stig og Kristin Hafsteinsdóttir með 1902 stig. Ingveldur Hrönn og Kristin hljóta að launum fatnað að eigin vali frá EVU fyrir 25 og 15 þúsund krónur. Raenheiður Hermannsdóttir, Sigriður Guðjónsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Guðrún Sigurðar- dóttir og Svanborg Jónsdóttir fengu einnig allar mörg atkvæði i sinn hlut, enda vorum við á VIKUNNI fegin að láta lesendum eftir að velja á milli þessara elskulegu stúlkna. VIKAN og EVA þakka öllum átta stúlkunum fyrir þátttöku i þessari jöfnu og skemmtilegu keppni og lesendum fyrir þeirra hlut. Dregið heíur verið um, hverjir hljóti hálfsársáskrift að launum fyrir þátttöku i vali á Vorstúlku Vikunnar, og eftirfarandi nöfn voru dregin út: Hrefna Stefánsdóttir, Ljós- vallagötu 10, Reykjavik. Lilja Astvaldsdóttir, Aðalgötu 22, Siglufirði. Friðbjörn Marteinsson, Hafnarbyggð 35, Vopnafirði. Hermann Þ. Guðmundsson, Aðalstræti 14 Patreksfirði. Laufey Þorsteinsdóttir, Langholtsvegi 159, Reykjavik. -------------- • ----- Þorgerður Kristjánsdóttir hafði nýlokið prófum i Lindargötuskól- anum, þegar hún fékk að vita úr- slitin. Hún brást glöð við og sagð- ist vitanlega hafa vonast eftir ein: hverju af éfstu sætunum. — En mér fannst við allar hafa jafna möguleika, sagði hún. Vikan spurði Þorgerði, hvers vegna hún hefði tekið þátt i þess- ari keppni. — Ég var litið spennt fyrir þessu til að byrja með, þvi ég er á móti fegurðarsamkeppni yfirleitt, sagði hún. En við nánari umhugsun fannst mér þetta allt annað, nánast hara leikur. Ilvenær ætlarðu að notfæra þér verðlaunin? — Ég hef bara ekkert hugsað um það, en það verður að minnsta kosti eitthvað að biða, þvi ég er á förum til Noregs, þar sem ég vinn á sjúkrahúsi i Osló næstu þrjá mánuði, og i haust fer ég i Hjúkrunarskólann. En vonandi Verða einhver ráð með að njóta vinningsins. - Utanlandsferð er vitanlega ekkert framandi ungu fólki nú á dögum. Heldur þú, að unga fólkið hafi þaö ef til vill of gott nuna ' Sumir hafa áreiðanlega of mikið fé á milli handanna og kunna svo ekki með það að fara. Annars hef ég engar sérstakar skoðanir á vandamálum ungs fólks. Kinnst þér stúlkur hafa sömu réttindi og möguleika i lif- inu eins og piltarnir? — Ég hef ekki rekið mig á ann- að sjálf, og ég er engin kvenrétt- indakona. En mér finnst til dæmis alveg ófært, að konur fái ekki sömu laun fyrir sömu störf og karlar. Jafnrétti kynjanna er vissulega ekki ennþá i reynd, en allt er þetta i áttina. Og mér finnst sjálfsagt, að konur mennti 2 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.