Vikan

Útgáva

Vikan - 26.06.1975, Síða 3

Vikan - 26.06.1975, Síða 3
sig og búi sig undir lifsstarf alveg eins og karlmenn, þvi þær geta alltaf þurftað standa algjörlega á eigin fótum. — Hvers vegna valdirðu hjúkrun? — Ég held, að það sé lifandi og skemmtilegt starf, sem býður upp á mikla hreyfingu, og þó ég yrði kannski að hætta um tima, fengi ég alltaf vinnu, þegar ég þyrfti á að halda, jafnvel hvar sem er i heiminum, þvi alls stað- ar vantar hjúkrunarfólk. — t>ú sagðir okkur i kynning- unni, að þú værir mikið fyrir hesta. Hvenær vaknaði áhugi þinn á hestamennsku? — Eg var ekki nema fjögra ára, þegar ég var i sveit fyrir norðan, og þá hreinlega sat ég fyrir riðandi fólki og bað um að fá að koma á bak. Þegar ég var fimm ára, eignaðist ég fyrsta hestinn. Það var reyndar meri, og hún hefur aukið kyn sitt rækilega, svo nú á ég talsverðan hóp. 1 vor bættust þrjú folöld i hópinn. Flest af þessu er ótamið og gengur úti i högum fyrir norðan, þar sem afi og amma eiga sumarhús. En tveir hestanna eru tamdir, al- veg dýrðlegir hestar og ég ætla að fá þá suður næsta vetur, svo ég eigi hægara með að komast i reiðtúr. — Að lokum? — Ég er þakklát þeim, sem fannst ég koma til greina i efstu sætin, sagði Þorgerður. En i öll- um bænum hafið þetta ekki væm- ið, ég er ekki svoleiðis. MAX FaCTOR snyrtivörur eru fyrir allar húðgerðir, en þó sérstaklega fyrir viðkvæma og ofnæmis húð. 26. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.