Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 4
ENGAR REYKINGAR ENGAN DRYKKIUSKA Frú Olive Osmond elur upp hina frægu fjöl- skyldu sína eftir ströng- ustu trúarreglum mormóna. Hún setur ákveðin lög, sem ekki verða brotin. í eldhúsi sinu hefur hún fjar- skiptaútbúnað, svo hún getur verið i sambandi við fjölskylduna, hvar sem hún er stödd hverju sinni. Biaðamaður segir hér frá heimsókn sinni á heimili Osmondfjöl- skyldunnar. Allir þekkja Osmond-bræðurna, en fáir hafa heyrt nokkuð af for- eldrum þeirra, mömmu og pabba, sem standa að baki hins fræga sextetts. Ég fór þvi ekki til að hitta bræðurna á heimili þeirra i Los Angeles. Ég ætlaði að tala við Olive og George, en samt æxl- aðist það svo til, að það var einn bræðranna, sem ég hitti fyrstan manna. begar ég kom að húsinu, sá ég gegnum smiðajárnshliðið, sem i minum augum leit út sem örygg- isgirðing, að Jimmy, sem er að- eins tólf ára, var að gefa að minnsta kosti tólf aðdáendum eigihhandaráritun. Jimmy, sem er jafnvel þybbn- ari og barnalegri i eigin persónu, heldur en á sjónvarpsskerminum, hætti strax skriftunum, heilsaði mér með handabandi, grafal- varlegur á svip, og sagði mér, að móðir hans biði eftir mér. Þar voru þeir reyndar hinir fimm, töfratröllin, Donny (17 ára), Jay (20) ára), Merrill (21 árs), Wayne (23 ára) og Alan (25 ára). Þeir voru allir mjög hátt- visir, mjög snyrtilegir og mjög laglegir piltar. Þeir virtust ánægðir yfir heimsókn minni, og það fannst mér sannarlega ein- kennilegt, þvi að blaðamenn hljóta að vera plága i daglegu lifi þeirra. Sennilega er skýringin á þessu sú, að þeir eru framúrskarandi vel upp aldir. Ég minntist á þetta við frú Osmond, þegar við vorum orðnar einar i stofu á neðri hæð- inni og spurði hana, hvernig hún færi að þvi að stjórna þessum FJOLSKYLD- AN I FYRLR- RUMI bræðrahópi, sem eru næstum þvi eins frægir og Bitlarnir voru á sinum tima. Frú Osmond, „mamma”, eins og George eiginmaður hennar og allur systkinahópurinn kalla hana; er furðuleg kona. Reyndar er George lika sérstæður per- sónuleiki. Ég ætla ekki að halda þvi fram, að piltarnir hafi ekki hæfileika, en þegar við litum á það starf, sem það hlýtur að vera, að vera á stanslausum ferðalögum (venju- lega niu mánuði ársins), þá eru það foreldrarnir, sem taka á sig aðal erfiðið. Olive, sem er fjöruti'u og átta ára, svarthærð, þybbin og mjög ákveðin I framkomu, roðnaði af stolti og ánægju, þegar ég minnt- ist á háttvisi piltanna. — Við pabbi krefjumst háttvisi og tillitssemi af þeim, sagði hún. — Mér finnst hræðilegt, hve ungt fólk er yfirleitt tillitslaust nú á dögum, finnst þér það ekki? Þegar ókunnugt fólk spyr mig að þvi, hvernig ég fari að stjórna svona stórum hóp, án þess að þar sé nokkur svartur sauður, svara ég: — Það er ósköp einfalt mál, það er aðeins spurning um aga! Olive er ekki sjálf svo ströng, það er George sem hún trúir fyrir þvi. Hún heldur þvi fram, að allar fjölskyldur eigi að setja reglur, sem ekki verða brotnar. Og hún heldur þvi fram, að það sé starf heimilisföðurins, að sjá um þá hlið málsins, hann er höfuð fjöl- skyldunnar. — Pabbi ræður á þessu heimili, það sem hann segir eru óskrifuð lög. Ég held, að þessi lausung, sem yfirieitt er rikjandi, sé vegna þess að feður háfa brugðist þessu hlutverki sinu. Kvenfrelsi er sennilega ekki einu sinni rætt á Osmond heimil- inu. Að þvi undanskildu, að bræð- umir eiga að búa um rúmin sin, hjálpa þeir aldrei til við heimilis- störfin. — Það er hlutverk konunnar að hugsa um húsverkin, segir Olive, og það er greinilegt á svip hennar og rödd, að henni finnst það ekk- ert tiltökumál, aðeins sjálfsagður hlutur. Það kemur þvi i hennar hlut og Marie, sem er fimmtán ára og eina stúlkan I systkinahópnum. Hún syngur lika ljómandi vel. Stundum fá þær einhverja aðstoð nokkra tima á dag, en aðal störfin koma á mæðgurnar. Pabbi . hefur lika ákveðnum skyldum að gegna, til dæmis verður hann alltaf að mæta við máltiðir. Honum er alltaf skammtað fyrst, svo elsta synin- um og hinum eftir aldri, og mæðgurnar reka lestina. En þó að allt fari lýðræðislega fram á heimilinu og allir hafi at- kvæðisrétt, jafnvel Jimmy, þá hefur pabbi rétt til að endurskoða ályktanir, og hann hefur lika úr- slitavaldið. En þetta reynist vel, og það er höfuðatriðið. Það er ekki ein- göngu á listasviðinu, sem Os- mondbræðurnir eru happasælir, fjölskyldan er mjög samrýmd og hamingjusöm. Svo förum við aftur að ræða um þau hjónin, foreldra þessara frægu bræðra. Olive‘"&gði: — Við George þurftum að horfast i augu við ör- lagarika ákvörðun, þegar bræð- urnir komu fram i sjónvarpsþætti Andy Williams og „slógu i' gegn”. Þeir höfðu að sjálfsögðu sungið og leikið saman áður, en það var 4 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.