Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 13
leysisköst, en ég hnupla hér orð- um skáldsins og bendi á aö „ég ræðst alltaf á þaö sem mér er um megn, og þess vegna get ég aldrei frelsað heiminn.” Með kveöju frá húsmóður i dreifbýlinu. Frímerki. Ó elsku Póstur! Ég vona að þetta bréf lendi ekki i þinni frægu ruslakörfu. Nokkrar spurningar. 1. Hvar getur maður gengið i Frimerkjasafnarafélag tslands? 2. Hvað kostar það? 3. Nýtur maður nokkurra sér- réttinda? Vertu sæll eða sæl, Björn 13. Félagið heitir nú reyndar Félag frlmerkjasafnara og utanáskrift þess er Pósthólf 171, Reykjavik. Ársgjald félagsmanna er 200—300 krónur, en sú þjónusta, sem félagið lætur einkum af hendi við félagsmenn er fólgin i fundar- höldum, en félagið kemur frimerkjasöfnurum i samband hvern við annan og heldur með þeim fundi, þar sem þeir ræða sin máiefni. Post scriptum: Ég gleymdi öllu þessu, sem maður sér venjulega skrifað i Vikunni, svo sem stjörnumerkja fyrirspurnum o.s.frv. En vitið þið, hvar er hægt að finna stjörnuglóp, sem gerir hóróskóp? Ég veit, hver og hvar Astró er, en segið mér eitthvað um aðra stjörnuspekinga. Og um Amy Engilberts. Með efni Vikunnar er ég harðánægð, kannski óþarflega margar auglýsingar en þó allt i lagi, ef verð fylgir auglýstri vöru. Ég þægi fleiri smásögur innlendra höfunda. Annars er Vikan i minum augum afbragð annarra blaða, utan eitt atriði. Ég get ekki keypt hana eins oft og mig langar til, hún er svo dýr fyrir minn efnahag. Fint hjá ykk- ur að hafa tiskusiðu. Bilasiðurnar eru fyrirtak. Mig langar lika til að þið fáið viötal viö konur á öllum aldri t.d. einu sinni i mánuði. Svo langar mig, ef þið sjáið ykkur fært, að hafa fréttapistil úr sitt hverju byggöarlagi annaö veifið, gjarnan meö myndum, þar sem væru þá viötöl við ýmsa af staöarbúum, gæti verið tilbreyt- ing fyrir blaðamann að skreppa. Og svo er ég svo veiklynd að spyrja. Hvað lestu úr skriftinni, og er réttritun mjög ábótavant? Ég veitum hroðvirknina og kæru- leysið. Já, eitt enn, gætuð þið sýnt mér inn i hljóðfæraverslanir, til- greint verö á hljóöfærum og tekiö viötal við Braga Hliðberg, Garðar Jóhannesson, Magnús Ingimars- son, Eyþór Þorláksson og aðra góða menn? Svo bið ég forláts á tilætlunar- seminni, óvönduðu bréfsefni og glórulausum vaðli úr einu i ann- að. Með vinsemd og virðingu B.G. Þetta er reyndar óvenju Iangt bréf til birtingar i Póstinum, en það er óvenjulegt um fleira en iengdina, og Pósturinn þakkar bréfiö, hann hefur ekkert á móti ritræpu af þessu tagi. Ekki er vist, aö Vikan geti uppfyllt allar óskir þinar varðandi efni, en þær vcrða allar teknar til athugunar. Skriftin er lagleg og bendir til þess, að þú sért sjálfstæð og ákveöin bæði við sjálfa þig og aöra og auk þess gædd skopskyni, sem er mikilsverður eiginleiki. Og þú færð ágætiseinkunn fyrir stafsetninguna. Skulda 20 þús. Kæri Póstur. Þannig er mál meö vexti að ég skulda vinkonu minni 20 þúsund krónur, og ég hef enga vinnu og engan pening. Kæri Póstur, viltu segja mér hvað ég á að gera ann- ars drepst ég næst þegar vinkona min sér mig vegna þess að hún er alveg óö i þá (peningana). Vilt þú svara mér, annars kemst ég aldrei lifandi út úr þessu. Hvað heldur þú að ég sé gömul? Ein, sem deyr næst þegar hún sér vinkonu sina. Ég fé ekki betur séð en aö þú hljótir aö biöja vinkonu þina um gjaldfrest. Það kann aldrei góðri lukku að stýra að taka lán ncma maður sé viss um að vera borgunarmaöur fyrir þeim pen- ingum, sem fengnir eru að láni. Hitt er ég viss um að ef vinkona þin er vinur i raun, þá mun hún sjá I gcgn um fingur sér i þetta sinn. Þetta þýðir þó ekki að alltaf sé hægt að treysta þvi að vinir haldist ef komiö er fram við þá af óheiöarleika og að góður vinur fyrirgcfi allt. Einatt er happasæl- ast að ástunda heiðarleika en steypa sér ekki út i skuldir án þess að geta endurgreitt. Ætli þú sért ckki 14 ára. Pennavinir Gunnhildur Konráðsdóttir, Hamrahlið 14, Ýopnafirði vill skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12—13 ára. Svarar öll- um bréfum en óskar eftir mynd með fyrsta bréfi. Hefur fullt af áhugamálum. -Svona, e'lskan, nú getum við kreist þinn vinnuclap: uon í átta tíma op minn niður í fimmtán op háLfan' 26. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.