Vikan

Issue

Vikan - 26.06.1975, Page 18

Vikan - 26.06.1975, Page 18
ar móður sinnar og sagði gæti- lega: — Hjónaband er dásamlegt fyrir þig og pabba — félagsskapur og allt það. En ungt fólk þarf að vera frjálst, að geta elskað án nokkurra skuldbindinga. — Ojá, sagði Dorothy. HUn hafði töluverðar áhyggjur af ákefð Susan, enda vissi hún, að i sömu deild og Susan stundaði nám við, var piltur að nafni Bill. 1 aðdáun sinni á tiltæki bróður sins gæti Susan vel fundið upp á þvi að fara að búa meö Bill þessum. Jón fór aftur til háskólans og Chloe tveimur dögum eftir jól. Þótt hann væri Dorothy einkar kær, létti henni eigi að siður, þvi að nú var hún þess fullviss, að ekki yrði talað meira um þetta stórkostlega frelsi. — Við skulum aldrei rifast svo Susan heyri til, sagði hún við Ge- orge. — Nei, það skulum við aldrei gera, elskan min. — Ég vit láta Susan skilja, að viö erum óendanlega hamingju- söm, vegna þess að við erum gift. — Heyr, heyr, sagði George. Dorothy minntist allra þeirra daga, sem þau höfðu ekki verið hamingjusöm. Hún minntist vetr- arins, sem hún hafði haft allt á homum sér, og hafði dvalist of lengi hjá foreldrum sinum I Glas- gow. Hjónaband þeirra varkomið á ystu nöf. En þau höfðu bætt úr þvi, og þeim hafði lærst að særa ekki tilfinningar hvors annars. Dorothy lagði höfuðið á öxl manns sins, — Við erum óum- ræöilega hamingjusöm, vegna þess að við létum alla misklið vera gleymda og grafna. Og það hefðum við ekki gert, hefðum við ekki verið gift. En Susan skipti ekki um skoð- un. — Ég hef ekki sömu skoðun á hlutunum og þú, mamma, sagði hún við Dorothy. — Ég álit það glæpsamlegt af konu að búa með manni og gera öll verstu verkin á heimilinu, án þess að tryggja sér full lagaleg réttindi, sagði Dorothy. — Þú telur þaö ekki réttindi að fá að búa með manni, án þess að vera lagalega bundin honum? Þú telur þennan pappirssnepil svona óendanlega mikilvægan? Elsku mamma, þessi timi er liðinn. Við erum ekki hrædd lengur. Þetta var eftir jólin. Þegar leið fram á útmánuðina, urðu bréfin frá Susan sjaldfengin eins og flöskuskeyti. Hún kvaðst vera önnum kafin. Hún sagði sér þætti þaöleitt, en hún kæmi ekki heim I vorleyfinu. Hún steinhætti að skrifa eftir stutt bréf, sem tæpast stóð nokk- uð f nema: Ég sendi ykkur nýja heimilisfangið mitt i næsta bréfi. Ifyrra hluta mars hringdi Dor- othy á stúdentagarðinn, þar sem einhver svaraði og sagöist skyldu reyna að ná í Susan. Að eilifðar- tima liðnum kom Susan loksins i slmann. — Hún var ákveðin: — Ég get ekki sagt neitt ákveöið núna, mamma. — Hvað um nýja heimilisfangiö þitt? Hvenær ætlarðu að flytja? Og hvert? Er þetta eitthvað I sambandi við Bill? Þvi geturðu ekki sagt mér það? Rödd Susan var einsog lykill, sem snúið er i skrá: — Þú verður að biða þangað til ég hitti þig. — En ef þú kemur ekki heim I vorleyfinu — þá hvenær? — Kannski kem ég heim i sumarfriinu. Ég bara veit það ekki eins og stendur. Dorothy var hrygg og niður- dregineftir þetta samtal. Hún var sannfærð um, að Susan lifði synd- samlegu liferni og kærði sig ekki um að tala um það. Hún stóð við gluggann og virti fallegan garðinn sinn fyrir sér með velþóknun. Bill nam staðar útifyrir. Dorothy brá við, og allt I einu var hún ekki tilbúin til að taka á móti Jóni og Chloe. En þetta var George. — Ég kom til þess að vera þér innan handar, sagði hann. — Þú ert dásamlegur maður, sagði hún og faðmaði hann. Hann glotti. — Kannski er til- gangur minn ekki eins dásamleg- ur og þú heldur. Ég er að deyja úr fotvitni. Bilflaut kvað við úti fyrir hús- inu. Dorothy tók i hönd Georges og þau stóðu hlið við hlið, en ekki þétt saman, eins og brúðhjón á kransaköku. Unga parið hélst lika i hendur, og þau voru mjög falleg, þar sem þas stóðu. — Mamma, pabbi, þetta er Chloe. Hann hélt hendi hennar á loft eins og hún væri hnefaleika- maður, sem heföi unnið leik. Og hún er lika eins og sigurveg- ari, hugsaði Dorothy — eins og hún hefði stigið út úr málverki — fegurðin sjálf — dökk og falleg. Stúlkan brosti litils háttar — lik- lega uppgerð, þvi að hún er áreið- anlega feimin og hrædd, hugsaði Dorothy. Það er erfitt að átta sig á, hvernig skaphöfn svona fag- urrar stúlku er. Chloe gat verið hvað sem var — dýrlingur — snillingur — skass. Ég einblini á hana, hugsaði Dorothy, og hún sagði hlýlega : — Chloe, okkur þykir óumræðilega gaman að fá þig i heimsókn. Dorothy fylgdi Chloe upp i her- bergi Susan. Þar voru tvö eins rúm og milli þeirra var náttborö, sem Dorothy hafði prýtt rósum. Dorothy hafði valið þann kost að taka á móti Chloe eins og hverri annarri ungri konu, sem komin væri i heimsókn. Chloe stóð hreyfingarlaus, meðan móðir Jóns gekk út úr her- berginu. Hún heyrði ekki, að hurðin milli herbergjanna opnað- ist. — Halló,sagði Jón. — Þetta var ekki svo slæmt, var það? — Mamma þin er vingjamleg — og falleg, sagði Chloe. Hún bætti þvi ekki við, að henni fannst, að móöur Jóns þætti þessi heimsókn i hæsta máta óþægileg, og liklega hefði hana langað mest af öllu til að negla hurðina milli herbergjanna aftur, til þess að ekkert setti blett á sakleysissvip- inn. Hana iðraði ekki eins einasta andartaks með Jóni. En handan litlu stjörnunnar, sem þau höföu búiö til i sameiningu voru venjur og fordómar þúsunda kynslóða. Og Chloe gerði sér þess glögga grein, að þessar tvær veraldir gátu ekki samrýmst. Lffsmáti þeirra var öðru visi — og flest hjón myndu aldrei lita á þau hleypidómalaust. Aö neðan barst þeim til eyrna, aö einhver var komin og honum var fagnað. — Hvað er þetta? hvislaði Chloe. Hún tók I handlegg hans, og þau hlustuðu á fótatak i stiganum. Hurðin opnaðist og Susan Abbey kom inn. — Af hverju komstu heim? spurði Jón önugur. — Tilað trufla ykkur. Hún lagöi farangurinn frá sér. Hún ætlaöi greinilega að vera um kyrrt. — Vanhagar þig um nokkuð? spurði hún Chloe og lék gestgjafa. —-Ertu búin að sjá herbergið hans Jóns? Chloe kvaðst ekki hafa séð það, og Susan fylgdi henni inn i þröngt herbergi, málað i rauöum og brúnum litum. Það var miklu minna en herbergi Susan, og þar voru ekki önnur húsgögn en stórt rúm og skrifborð. — Við Jón höfum oft talað sam- an heilu og hálfu næturnar, sagði Susan. — Hann bar oliu á lásinn, svo aö foreldrar okkar heyrðu ekki, þótt þær væru opnaðar, en ég heyrði það alltaf. Hún brosti ánægjulega. — Ég sé ykkur við kvöldverðarborðið. Svo þaut hún út og niöur stigann. Þau snæddu nautasteik um kvöldið og drukku búrgundarvin með. Abbeyfjölskyldan spjallaði um alla heima og geima, en Chloe tók litinn þátt i samræðunum. Hún er dásamleg eins og saklaus litill fugl, hugsaði Dorothy. — Hver er aðalgrein þin viö há- skólann, Chloe? spurði hún. Jón svaraði fyrir hana: — Chloe er að hugsa um að skipta um grein... Chloe sagði: — Mig langaði til að verða fornleifafræðingur... Guð minn góður, hugsaði Dor othy. Þéssi fallega unga kona skriðandi um rústir og grafandi i mold I leit að brotnum og ryðguð- um pottum... Susan brosti til Chloe beint yfir borðið. — En þú hættir við það? Út af öllum þessum aukanám- skeiðum, sem þú þurftir að sækja? Chloe varð Susan þakklát og sagði: — Þessi aukafög tóku svo mikinn tima, að ég hafði ekki tima til að... til að sinna mikil- vægari hlutum. — Húsverkunum? Elda- mennskunni? Susan spurði á- kveðin: — Aö hugsa um manninn þinn? Einhverra hluta vegna þögnuðu allir. Af einhverri óljósri ástæðu fannst Dorothy, að Jóni bæri skylda til að sjá til þess, að Chloe gæti lagt stund á þá grein, sem hugur hennar stóð til. Þau spiluðu nokkra stund. Svo gaf Dorothy George merki. Þau gengu saman út úr stofunni og skildu unga fólkið eitt eftir. Akveðinni hugsun laust niður I huga Dorothy: Unglingar þurfa ekki lengur á setustofunni að halda, þegar þau hafa fengið svefnherbergi. Um leið og Dorothy gekk út úr stofunni, heyrði hún Susan segja: — Við ættum að geta kynnst hvor annarri Chloe, úr þvi að við höf- um sama herbergi Móðirin leit viö og sá augnatil litiö, sem Jón og Chloe sendu hvort öðru. Hvað eigm við að gera við litlu systur? Sum vandamál breytast aldrei. Dorothy bar næturkrem á and- lit sitt i. snyrtiherberginu niðri. Hún klæddi sig i náttsloppinn og gekk upp stigann. Hún þjáðist af „siökkti ég á þvi” veikinni, og varð alltaf aö gæta að eldavélinni, ljósunum og dyrunum, áður en hún tók á sig náðir. Þegar Dorothy gekk framhjá herbergisdyrum dóttur sinnar, heyrði hún hvella rödd dóttur sinnar tala i sifellu inni i herberg- inu. Jón opnaði dyrnar milli her- bergjanna og reyndi ekki að láta ekkert heyrast i hurðinni. — Þú heldur fyrir mér vöku, sagði hann og leit á Susan. — Ég get lánað þér heyrnar- skjól, sagði hún og augu hennar voru ekki hið minnsta syfjuleg. — Ég kæri mig ekkert um eyrn- arskjól. Ég vil, að þú haldir þér saman svo ég geti farið að sofa. Hann virti stúlkurnar fyrir sér, þar sem þær lágu sin i hvoru rúmi. — Hvers vegna verð ég að fara að sofa? Susan var ákveðin I þvi að láta hann ekki vaða ofan i sig. — Okkur Chloe langar til að spjalia saman. — Er það Chloe? — Þú hefur sagt mér svo margt um Susan. Mér þykir gaman að kynnast henni. Hann sneri sér reiðilega við, og um leið og hann gekk út úr her- berginu, kallaði Susan á eftir hon- um: — Lokaðu hurðinni. Hann skellti henni aftur. Dorothy hafði fengið sér tebolla niðri i eldhúsinu og litið i timarit og þegar hún gekk aftur upp á loftiö klukkustundu siðar, var Susan enn að tala. Atburðarásin hafði tekið stefnu sem frú Abbey hafði aldrei komið til hugar. Morguninn eftir kom Chloe fyrst þeirra þriggja niöur — hún sagði sig langað til að hjálpa til viö aö hafa morgunverðinn til. Skömmu seinna kom Jón niður, bersýnilega i slæmu skapi. Hann spurði móður sina: — Hvaö verö- ur Susan hérna lengi? — Ég veit það ekki, væni minn. Hann setti tebollann sinn á borðið. — Komum út að ganga, Chloe. Þegar þau voru farin, gekk Dorothy með tebolla upp i her- bergið til Susan — Hérna! sagði hún við dóttur sina. — Vaknaðu og talaðu við mig. — Ég talaði I alla nótt, umlaði Susan. — Af hverju? Susan var allt i einu glaðvökn- uö. — Ég er brjáluð út I karlmenn. Ég er nógu brjáluð til þess að... eyðileggja allt fyrir bróður min- 18 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.