Vikan

Eksemplar

Vikan - 26.06.1975, Side 20

Vikan - 26.06.1975, Side 20
1. KAPITULI Klukkan var oröin tiu. Þaö voru aöeins þrir menn á barnum, og einn maður sat viö borð úti i horni, þegar hóran kom inn. Gustur af köldu næturloftinu fylgdi á hæla henni. Hún settist á barstól og varpaði kápunni af öxlum sér. „Einn bjór”, sagði hún. Þögull fylltibarþjónninn glas af bjór og setti það fyrir hana. Hann tók tuttugu og fimm sentin upp af borðinu og lét þau i kassann. „Eitthvað á seyði Jimmy?” spurði hún. Hún leit barþjóninn spyrjandí augum. Barþjónninn hristi höfuðiö. „Ekki i kvöld Maria. Það er sunnudagskvöld, og allir túrist- arnir sofa heima”. Hann vék sér frá og tók að fægja glös. Hann fylgdist með henni meðan hún dreypti á bjórnum. Maria. Hann kallaði þær allar Mariur þessar smávöxnu stelpur frá Puerto Rico með þrýstnu brjóstin og rasskinnarnar. Hann velti þvi fyrir sér hvenær hún hefði fengið það siðast. Með sjálfri sér gaf hóran menn- ina við barinn upp á bátinn. Hún sneri sér við til að athuga þann sem sat viö borðiö. Hún sá á sniði fatanna, sem hann klæddist, aö hann var ekki úr hverfinu. Hún horfði spurulum augum á bar- þjóninn. Hann yppti öxlum, og hún renndi sér niöur af barstóln- um og lagði af stað i átt til borðs- ins. Maðurinn starði niður i viský- glasiö sitt er hún stansaöi við hlið hans. „Einmana senor?” spurði hún. Um leið og hann lyfti höfði til að lita á hana vissi hún hvert svar hans yrði. Dökkblá augu, sólbrúnt andlit og sultarlegur munnur. Slíkir menn keyptu aldrei gaman sitt, þeir tóku það. „Nei þakka þér fyrir”, sagði Cesare kurteislega. Hóran brosti dauflega, kinkaði kolli og sneri aftur i átt að barn- um. Hún prilaði upp á stólinn og tók upp sigarettu. Smávaxinn þjónninn gaf henni eld. „Eins og ég sagði”, hvislaði hann brosandi, „þaö er sunnu- dagskvöld”. Stúlkan saug sigarettuna fast og lét reykinn liða hægt út milli vara sér. „Ég veit”, sagði hún dauf i dáikinn og fyrsta daufa merkinu um áhyggjur sást bregða fyrir á andliti hennar. „En ég verð að halda áfram að vinna. Þetta er dýr vani”, hugs- aöi hún dapurlega er henni varö litiö á giasið á borðinu. Siminn i klefanum við hliðina á barnum hringdi, og barþjónninn fór til að svara. Hann kom út úr klefanum og gekk að borði Cesar- es. „Para usted, senor”. „Mil gracias”, svaraði Cesare um leið og hann gekk að sima- klefanum. „Halló”, sagði hann i þvi er hann lokaði dyrunum. Rödd konunnar var nánast hvisl. Hún talaði itölsku. „Þaö verður að gerast á morgun”, sagði hún, „áöur en hann mætir fyrir réttinum”. Cesare svaraði á sama tungu- máli. „Er enginn annar staður?” „Nei”, sagði hún, rödd hennar mjög skýr þrátt fyrir mjúkleik- ann. „Okkur hefur ekki tekist að komast að hvaðan hann kemur. Hið eina, sem við vitum, er að hann kemur fyrir rétt klukkan ellefu”. „Og hinir?” spurði Cesare. „Eru þeir enn á sama stað?” „Já”, svaraði hún. „1 Las Veg- as og Miami. Er ráðagerð þin til- búin?” „Ég er fullkomlega reiðubú- inn”, svaraði Cesare. Málrómur konunnar varð hvass. „Maðurinn verður að deyja áður en hann sest í vitna- stúkuna. Hinir líka”. Cesare hló stuttlega. „Segðu Don Emilio að vera ekki áhyggju- fullur. Þeir eru svo gott sem dauðir nú þegar”. Hann lagði á og gekk út i svarta nóttspánska Harlem. Hann bretti upp frakkakragann til varnar köldum vetrarnæðingnum og gekk af staö. Hann hafði ekki lengi gengiö er hann náði i leigu- bil. Hann settist inn I bilinn. „E1 Morocco”, sagði hann við bil- stjórann. Hann hallaöi sér aftur á bak i sætinu og kveikti sér i sigarettu. Spenna tók að gera vart við sig innra með honum. Nú var þaö orðið raunverulegt. 1 fyrsta sinn siðan i striöinu var það aftur oröiö að veruleika. Hann mundi hvern- ig það var i fyrsta skipti. Fyrsta stúlkan og fyrsti dauðinn. Undar- legt hvernig þetta tvennt hélst alltaf f hendur I huga hans. Raun- veruleiki lifsins var aldrei meiri en þegar þú hélst á dauöanum i krepptri hendi. — 0 — Það virtist langt um liðið frá þvi það gerðist. Hann var fimm- 20 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.